Sex þúsund félagslegar íbúðir og hækkun vaxta- og barnabóta Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2017 20:00 Samfylkingin hefur meðal annars á stefnuskránni fyrir komandi kosningar að byggðar verði um sex þúsund leiguíbúðir án hagnaðarsjónarmiða á næstu árum. Þá verði greiddur réttlátur arður af auðlindum í stað skatta á almenning og blásið til stórsóknar í menntamálum. Samfylkingin býður fram stefnuskrá í fimm megin liðum undir kjörorðinu „látum hjartað ráða,“ sem sett var inn á heimasíðu flokksins í gær. Samfylkingin vill auka stuðning við barnafjölskyldur með tvöföldun barnabóta og auka húsnæðisstuðning. Og færa skattbyrðina frá lágtekju- og millitekjufólk yfir á þá sem hana geta borið eins og segir í stefnuyfirlýsingu. „Þetta er svolítið eins og í spretthlaupi, á síðustu metrunum í 200 metra hlaupinu, þá eru línurnar að verða ansi skýrar. Samfylkingin stendur fyrir jöfnuði, stendur fyrir góðu velferðarkerfi, góðu heilbrigðiskerfi, góðu menntakerfi,“ segir Helga Vala Helgadóttir oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. En síðan þurfi stjórnvöld að taka á sig rögg í löggæslumálum. „Og sem styður við það sem Samfylkingin hefur verið að boða að undanförnu. Það er að segja stórsókn gegn ofbeldi. Við verðum að efla lögregluna,“ segir Helga Vala. Þá segir hún flokkinn huga bæði að málum húseigenda og leigjenda. „Við viljum fara í byggingu á sex þúsund nýjum íbúðum í samvinnu við þau fyrirtæki sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Og koma þannig með stofnframlag frá stjórnvöldum.“ Þá þurfi að tvöfalda húsnæðisbætur til leigjenda. „Og sömuleiðis vaxtabætur af því að helmingur fólks er dottinn út úr þessum kerfum. Það er ekki bara vegna þess að tekjurnar hafi hækkað svona mikið, heldur vegna þess að framlagið er töluvert lægra en það var. Það er pólitísk ákvörðun tveggja fráfarandi stjórna.“ Og hvað ætlar þú að telja mörg prósent upp úr kjörkössunum? „Við erum auðvitað í stórsókn, þetta lítur mjög vel út. Þannig að ég er bara mjög bjartsýn,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Kosningar 2017 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Samfylkingin hefur meðal annars á stefnuskránni fyrir komandi kosningar að byggðar verði um sex þúsund leiguíbúðir án hagnaðarsjónarmiða á næstu árum. Þá verði greiddur réttlátur arður af auðlindum í stað skatta á almenning og blásið til stórsóknar í menntamálum. Samfylkingin býður fram stefnuskrá í fimm megin liðum undir kjörorðinu „látum hjartað ráða,“ sem sett var inn á heimasíðu flokksins í gær. Samfylkingin vill auka stuðning við barnafjölskyldur með tvöföldun barnabóta og auka húsnæðisstuðning. Og færa skattbyrðina frá lágtekju- og millitekjufólk yfir á þá sem hana geta borið eins og segir í stefnuyfirlýsingu. „Þetta er svolítið eins og í spretthlaupi, á síðustu metrunum í 200 metra hlaupinu, þá eru línurnar að verða ansi skýrar. Samfylkingin stendur fyrir jöfnuði, stendur fyrir góðu velferðarkerfi, góðu heilbrigðiskerfi, góðu menntakerfi,“ segir Helga Vala Helgadóttir oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. En síðan þurfi stjórnvöld að taka á sig rögg í löggæslumálum. „Og sem styður við það sem Samfylkingin hefur verið að boða að undanförnu. Það er að segja stórsókn gegn ofbeldi. Við verðum að efla lögregluna,“ segir Helga Vala. Þá segir hún flokkinn huga bæði að málum húseigenda og leigjenda. „Við viljum fara í byggingu á sex þúsund nýjum íbúðum í samvinnu við þau fyrirtæki sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Og koma þannig með stofnframlag frá stjórnvöldum.“ Þá þurfi að tvöfalda húsnæðisbætur til leigjenda. „Og sömuleiðis vaxtabætur af því að helmingur fólks er dottinn út úr þessum kerfum. Það er ekki bara vegna þess að tekjurnar hafi hækkað svona mikið, heldur vegna þess að framlagið er töluvert lægra en það var. Það er pólitísk ákvörðun tveggja fráfarandi stjórna.“ Og hvað ætlar þú að telja mörg prósent upp úr kjörkössunum? „Við erum auðvitað í stórsókn, þetta lítur mjög vel út. Þannig að ég er bara mjög bjartsýn,“ segir Helga Vala Helgadóttir.
Kosningar 2017 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira