Miklar tafir á umferð á Miklubraut: „Við gerum ráð fyrir því að umferð hérna verði komin aftur í eðlilegt horf í lok ágúst“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. maí 2017 19:00 Miklar tafir voru á umferð á Miklubraut í dag vegna framkvæmda við gerð göngu- og hjólastígs sem hófust í morgun. Verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg segir að búast megi við töfum á umferð allt fram í ágúst. Framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún hófust í dag en bæta á forgang strætó og almennt umferðaröryggi. Gerð verður strætórein á Miklubraut milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar á akbraut til austurs. Þá verður gerður hjólastígur og göngustígur meðfram Klambratúni. Akreinum til vesturs var fækkað tímabundið í morgun frá Lönguhlíð að Rauðarárstíg. „Þetta er breyting sem tekur soldinn tíma að venjast og átta sig á þannig það hefur verið soldil röð hérna upp eftir,“ segir Þór Gunnarsson, verkefnastjóri hjá skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hann segir verkefnið vera í takt við stefnu borgarinnar um að efla almenningssamgöngur. Tafir á umferð á svæðinu séu óumflýjanlegar en akreinum fækki aðeins tímabundið. „Við erum með þreningu núna í vesturátt sem kemur til með að standa út maí og síðan í júní þurfum við að þrengja í báðar áttir og það verður út júní. Í júlí verður svo þrenging í austur. Við gerum ráð fyrir því að umferð hérna verði komin aftur í eðlilegt horf í lok ágúst en heildarverkið er að ljúka í október,“ segir Þór og bætir við að heildarkostnaður við framkvæmdina sé um 350 milljónir króna. Hlutur Reykjavíkurborgar sé um 170 milljónir króna en verkið er unnið í samvinnu við Vegagerðina og Veitur. Þar sem umferðarþungi inn í miðborgina er mestur á morgnana má gera ráð fyrir mestum töfum á morgunumferðinni og hvetur Þór fólk til að gefa sér rúman tíma. „Þetta er auðvitað þrenging og tafir og það er fyrst og fremst að gefa sér góðan tíma til að komast um,“ segir Þór. Samgöngur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira
Miklar tafir voru á umferð á Miklubraut í dag vegna framkvæmda við gerð göngu- og hjólastígs sem hófust í morgun. Verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg segir að búast megi við töfum á umferð allt fram í ágúst. Framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún hófust í dag en bæta á forgang strætó og almennt umferðaröryggi. Gerð verður strætórein á Miklubraut milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar á akbraut til austurs. Þá verður gerður hjólastígur og göngustígur meðfram Klambratúni. Akreinum til vesturs var fækkað tímabundið í morgun frá Lönguhlíð að Rauðarárstíg. „Þetta er breyting sem tekur soldinn tíma að venjast og átta sig á þannig það hefur verið soldil röð hérna upp eftir,“ segir Þór Gunnarsson, verkefnastjóri hjá skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hann segir verkefnið vera í takt við stefnu borgarinnar um að efla almenningssamgöngur. Tafir á umferð á svæðinu séu óumflýjanlegar en akreinum fækki aðeins tímabundið. „Við erum með þreningu núna í vesturátt sem kemur til með að standa út maí og síðan í júní þurfum við að þrengja í báðar áttir og það verður út júní. Í júlí verður svo þrenging í austur. Við gerum ráð fyrir því að umferð hérna verði komin aftur í eðlilegt horf í lok ágúst en heildarverkið er að ljúka í október,“ segir Þór og bætir við að heildarkostnaður við framkvæmdina sé um 350 milljónir króna. Hlutur Reykjavíkurborgar sé um 170 milljónir króna en verkið er unnið í samvinnu við Vegagerðina og Veitur. Þar sem umferðarþungi inn í miðborgina er mestur á morgnana má gera ráð fyrir mestum töfum á morgunumferðinni og hvetur Þór fólk til að gefa sér rúman tíma. „Þetta er auðvitað þrenging og tafir og það er fyrst og fremst að gefa sér góðan tíma til að komast um,“ segir Þór.
Samgöngur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira