Segir hlut kvenna of lítinn í Sjálfstæðisflokknum Sveinn Arnarsson skrifar 29. október 2017 01:35 Valgerður Gunnarsdóttir Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er úti eins og staðan er núna. Hún tekur því hins vegar af æðruleysi hvað varðar sjálfa sig en segir það mikil vonbrigði ef þingflokkur Sjálfstæðisflokksins missir þrjár konur á einu bretti í þessum kosningum. „Ég tek alltaf því sem höndum ber. það er ekki öll nótt úti enn og við bíðum bara og sjáum til hvað gerist,“ segir Valgerður. „Það eru ekki nein vonbrigði hjá mér á þessu stigi. Ég mun bara vinna úr þeirri stöðu sem kemur upp. Lífið býður upp á nýja möguleika ef eitthvað fer ekki eins og maður hefði óskað á tilteknu augnabliki.“ Samkvæmt þeim atkvæðum sem nú hafa verið talin eru Sjálfstæðismenn að missa þrjár konur úr þingliði sínu. Þær eru, auk Valgerðar, þær Hildur Sverrisdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti þingsins. Þetta segir Valgerður vera afar slæmt fyrir Sjálfstæðismenn og að hlutur kvenna sé ekki nægilega góður. „Ég verð samt sem áður að segja að það sem veldur vonbrigðum er að konunum, miðað við þær tölur sem við sjáum núna, fækkar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Það er alls ekki gott. Ég vil sjá hlut kvenna meiri í Sjálfstæðisflokknum. Vonbrigðin felast þá í því,“ bætir Valgerður við. Líklegt er að átta flokkar komist á þing á næsta kjörtímabili. Valgerður segir það geta verið dýrt fyrir þjóðina að hafa svo marga flokka á þingi. „Ég held að það verði ekki gott að vera með svona marga flokka á þingi. Bæði vegna þess að það þarf að sætta mörg sjónarmið en einnig vegna þess að það er dýrara fyrir samfélagið að vera með svona marga flokka. Þegar við horfum á átta flokka á þingi höfum við átta formenn á þingi og hver þeirra verður á einum og hálfum þinglaunum. Það er bara dýrt,“ segir Valgerður. Kosningar 2017 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er úti eins og staðan er núna. Hún tekur því hins vegar af æðruleysi hvað varðar sjálfa sig en segir það mikil vonbrigði ef þingflokkur Sjálfstæðisflokksins missir þrjár konur á einu bretti í þessum kosningum. „Ég tek alltaf því sem höndum ber. það er ekki öll nótt úti enn og við bíðum bara og sjáum til hvað gerist,“ segir Valgerður. „Það eru ekki nein vonbrigði hjá mér á þessu stigi. Ég mun bara vinna úr þeirri stöðu sem kemur upp. Lífið býður upp á nýja möguleika ef eitthvað fer ekki eins og maður hefði óskað á tilteknu augnabliki.“ Samkvæmt þeim atkvæðum sem nú hafa verið talin eru Sjálfstæðismenn að missa þrjár konur úr þingliði sínu. Þær eru, auk Valgerðar, þær Hildur Sverrisdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti þingsins. Þetta segir Valgerður vera afar slæmt fyrir Sjálfstæðismenn og að hlutur kvenna sé ekki nægilega góður. „Ég verð samt sem áður að segja að það sem veldur vonbrigðum er að konunum, miðað við þær tölur sem við sjáum núna, fækkar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Það er alls ekki gott. Ég vil sjá hlut kvenna meiri í Sjálfstæðisflokknum. Vonbrigðin felast þá í því,“ bætir Valgerður við. Líklegt er að átta flokkar komist á þing á næsta kjörtímabili. Valgerður segir það geta verið dýrt fyrir þjóðina að hafa svo marga flokka á þingi. „Ég held að það verði ekki gott að vera með svona marga flokka á þingi. Bæði vegna þess að það þarf að sætta mörg sjónarmið en einnig vegna þess að það er dýrara fyrir samfélagið að vera með svona marga flokka. Þegar við horfum á átta flokka á þingi höfum við átta formenn á þingi og hver þeirra verður á einum og hálfum þinglaunum. Það er bara dýrt,“ segir Valgerður.
Kosningar 2017 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira