Sigurður Ingi segist heppinn að þurfa ekki að svara fyrir Sigmund Davíð lengur Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2017 15:37 Ef þetta væri skólaball er líkast því sem Sigmundur Davíð geri hosur sínar grænar fyrir Lilju, fyrrverandi kærustu sinni, sem mætti með Sigurði Inga á ballið. Tog formanns Miðflokksins og svo formanns Framsóknarflokksins um Lilju Dögg Alfreðsdóttur gefur ekki góða von um að þessir tveir erkifjendur muni ná saman í ríkisstjórnarviðræðum. En, ekki hefur um heilt gróið þeirra á milli síðan Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þá sitjandi formanni Framsóknarflokksins, í blóðugum formannsslag. Ekki virðist sem þau sár séu gróin.Ummæli Sigmundar Davíðs þar sem hann vill með óbeinum hætti eigna sér viðunandi útkomu Framsóknarflokksins í kosningunum, það sem Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar kallar varnarsigur, hafa vakið mikla athygli. Og jafnvel furðu. Ef þetta væri á skólaballi, þá er líkast því að Sigmundur sé að gera hosur sínar grænar fyrir Lilju Dögg Alferðsdóttur, varaformann Framsóknarflokksins, sem þó kom með Sigurði Inga á ballið. „Á sama tíma er Framsóknarflokkurinn, með því að nota bandamann okkar, Lilju Alfreðsdóttur, sem sitt helsta útspil í kosningabaráttunni og treysta á Miðflokksmanninn í Framsóknarflokknum til að leiða hann til sigurs, að ná ágætis árangri. Að vísu minnsta fylgi sem Framsóknarflokkurinn hefur fengið í 100 ár en samt ágætis árangur,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á kosningavöku Miðflokksins og uppskar dynjandi lófaklapp og hlátur.Hér ofar má sjá téðar viðræður en komið er inná þetta atriði á mín. 11:20. Báðir voru þeir, ásamt fleiri leiðtogum flokkanna, gestir Heimis Más Péturssonar í Kosningauppgjöri á Stöð 2 nú fyrr í dag. Heimir Már spurði Sigurð Inga út í þessi ummæli.Þeir voru kannski aldrei með okkur „Nú er það þannig, Heimir, að fyrrverandi formaður flokksins gekk úr flokknum og stofnaði nýjan flokk. Í Framsóknarflokknum er gríðarlega samheldur traustur hópur. Ég og Framsóknarflokkurinn þurfum ekki lengur að svara fyrir svona tal. Það verður að beina því að öðrum. Framsóknarflokkurinn kemur ótrúlega sterkur. Við vorum með átta þingmenn í kosningunum á síðasta ári. Tveir af þeim stofnuðu nýjan flokk. Þeir voru kannski aldrei með okkur. Við erum með átta í dag,“ sagði Sigurður Ingi og er þá að vísa til þess að Sigmundur Davíð ásamt Gunnari Braga Sveinssyni yfirgáfu flokkinn og voru í framboði fyrir Miðflokkinn. Sigurður Ingi og bætti því við, spurður nánar út í þetta atriði: „Ég er svo heppinn að ég þarf ekki að svara fyrir svona tal lengur.“Ég bara þekki Lilju Heimir Már vék þá sambærilegri spurningu til Sigmundar Davíðs, hvernig á því standi að hann telji Lilju einhvern sérstakan bandamann Miðflokksins? „Ég bara þekki Lilju Alfreðsdóttur og þá pólitík sem hún stendur fyrir. Það eru eflaust margir öflugir og góðir bandamenn í fleiri flokkum. Það eru fullt af fólki sem vill sjá nýja nálgun á stjórnmálin. Nálgast þau á grundvelli þess sem ég hef stundum kallað róttæka rökhyggju,“ sagði Sigmundur Davíð. Og útskýrði að það kæmi sér vel að Miðflokkurinn ætti sem flesta bandamenn nú þegar fyrir dyrum stæðu stjórnarviðræður. Vísir hefur reynt að ná í Lilju Dögg til að spyrja hana nánar út í þessi ummæli Sigmundar Davíðs en án árangurs. Mbl.is hafði erindi sem erfiði, og þó, því þar svarar Lilja næsta litlu um þetta atriði. Segir ummælin ekki stóra málið. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur sagði Framsóknarflokkinn hafa treyst á Miðflokksmann til að leiða hann til sigurs Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á kosningavöku Miðflokksins þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, ávarpaði flokksmenn núna á öðrum tímanum í nótt. 29. október 2017 02:15 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Ríkissjóður leggur 80 milljónir árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira
Tog formanns Miðflokksins og svo formanns Framsóknarflokksins um Lilju Dögg Alfreðsdóttur gefur ekki góða von um að þessir tveir erkifjendur muni ná saman í ríkisstjórnarviðræðum. En, ekki hefur um heilt gróið þeirra á milli síðan Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þá sitjandi formanni Framsóknarflokksins, í blóðugum formannsslag. Ekki virðist sem þau sár séu gróin.Ummæli Sigmundar Davíðs þar sem hann vill með óbeinum hætti eigna sér viðunandi útkomu Framsóknarflokksins í kosningunum, það sem Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar kallar varnarsigur, hafa vakið mikla athygli. Og jafnvel furðu. Ef þetta væri á skólaballi, þá er líkast því að Sigmundur sé að gera hosur sínar grænar fyrir Lilju Dögg Alferðsdóttur, varaformann Framsóknarflokksins, sem þó kom með Sigurði Inga á ballið. „Á sama tíma er Framsóknarflokkurinn, með því að nota bandamann okkar, Lilju Alfreðsdóttur, sem sitt helsta útspil í kosningabaráttunni og treysta á Miðflokksmanninn í Framsóknarflokknum til að leiða hann til sigurs, að ná ágætis árangri. Að vísu minnsta fylgi sem Framsóknarflokkurinn hefur fengið í 100 ár en samt ágætis árangur,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á kosningavöku Miðflokksins og uppskar dynjandi lófaklapp og hlátur.Hér ofar má sjá téðar viðræður en komið er inná þetta atriði á mín. 11:20. Báðir voru þeir, ásamt fleiri leiðtogum flokkanna, gestir Heimis Más Péturssonar í Kosningauppgjöri á Stöð 2 nú fyrr í dag. Heimir Már spurði Sigurð Inga út í þessi ummæli.Þeir voru kannski aldrei með okkur „Nú er það þannig, Heimir, að fyrrverandi formaður flokksins gekk úr flokknum og stofnaði nýjan flokk. Í Framsóknarflokknum er gríðarlega samheldur traustur hópur. Ég og Framsóknarflokkurinn þurfum ekki lengur að svara fyrir svona tal. Það verður að beina því að öðrum. Framsóknarflokkurinn kemur ótrúlega sterkur. Við vorum með átta þingmenn í kosningunum á síðasta ári. Tveir af þeim stofnuðu nýjan flokk. Þeir voru kannski aldrei með okkur. Við erum með átta í dag,“ sagði Sigurður Ingi og er þá að vísa til þess að Sigmundur Davíð ásamt Gunnari Braga Sveinssyni yfirgáfu flokkinn og voru í framboði fyrir Miðflokkinn. Sigurður Ingi og bætti því við, spurður nánar út í þetta atriði: „Ég er svo heppinn að ég þarf ekki að svara fyrir svona tal lengur.“Ég bara þekki Lilju Heimir Már vék þá sambærilegri spurningu til Sigmundar Davíðs, hvernig á því standi að hann telji Lilju einhvern sérstakan bandamann Miðflokksins? „Ég bara þekki Lilju Alfreðsdóttur og þá pólitík sem hún stendur fyrir. Það eru eflaust margir öflugir og góðir bandamenn í fleiri flokkum. Það eru fullt af fólki sem vill sjá nýja nálgun á stjórnmálin. Nálgast þau á grundvelli þess sem ég hef stundum kallað róttæka rökhyggju,“ sagði Sigmundur Davíð. Og útskýrði að það kæmi sér vel að Miðflokkurinn ætti sem flesta bandamenn nú þegar fyrir dyrum stæðu stjórnarviðræður. Vísir hefur reynt að ná í Lilju Dögg til að spyrja hana nánar út í þessi ummæli Sigmundar Davíðs en án árangurs. Mbl.is hafði erindi sem erfiði, og þó, því þar svarar Lilja næsta litlu um þetta atriði. Segir ummælin ekki stóra málið.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur sagði Framsóknarflokkinn hafa treyst á Miðflokksmann til að leiða hann til sigurs Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á kosningavöku Miðflokksins þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, ávarpaði flokksmenn núna á öðrum tímanum í nótt. 29. október 2017 02:15 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Ríkissjóður leggur 80 milljónir árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira
Sigmundur sagði Framsóknarflokkinn hafa treyst á Miðflokksmann til að leiða hann til sigurs Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á kosningavöku Miðflokksins þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, ávarpaði flokksmenn núna á öðrum tímanum í nótt. 29. október 2017 02:15