Sigurður Ingi segist heppinn að þurfa ekki að svara fyrir Sigmund Davíð lengur Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2017 15:37 Ef þetta væri skólaball er líkast því sem Sigmundur Davíð geri hosur sínar grænar fyrir Lilju, fyrrverandi kærustu sinni, sem mætti með Sigurði Inga á ballið. Tog formanns Miðflokksins og svo formanns Framsóknarflokksins um Lilju Dögg Alfreðsdóttur gefur ekki góða von um að þessir tveir erkifjendur muni ná saman í ríkisstjórnarviðræðum. En, ekki hefur um heilt gróið þeirra á milli síðan Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þá sitjandi formanni Framsóknarflokksins, í blóðugum formannsslag. Ekki virðist sem þau sár séu gróin.Ummæli Sigmundar Davíðs þar sem hann vill með óbeinum hætti eigna sér viðunandi útkomu Framsóknarflokksins í kosningunum, það sem Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar kallar varnarsigur, hafa vakið mikla athygli. Og jafnvel furðu. Ef þetta væri á skólaballi, þá er líkast því að Sigmundur sé að gera hosur sínar grænar fyrir Lilju Dögg Alferðsdóttur, varaformann Framsóknarflokksins, sem þó kom með Sigurði Inga á ballið. „Á sama tíma er Framsóknarflokkurinn, með því að nota bandamann okkar, Lilju Alfreðsdóttur, sem sitt helsta útspil í kosningabaráttunni og treysta á Miðflokksmanninn í Framsóknarflokknum til að leiða hann til sigurs, að ná ágætis árangri. Að vísu minnsta fylgi sem Framsóknarflokkurinn hefur fengið í 100 ár en samt ágætis árangur,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á kosningavöku Miðflokksins og uppskar dynjandi lófaklapp og hlátur.Hér ofar má sjá téðar viðræður en komið er inná þetta atriði á mín. 11:20. Báðir voru þeir, ásamt fleiri leiðtogum flokkanna, gestir Heimis Más Péturssonar í Kosningauppgjöri á Stöð 2 nú fyrr í dag. Heimir Már spurði Sigurð Inga út í þessi ummæli.Þeir voru kannski aldrei með okkur „Nú er það þannig, Heimir, að fyrrverandi formaður flokksins gekk úr flokknum og stofnaði nýjan flokk. Í Framsóknarflokknum er gríðarlega samheldur traustur hópur. Ég og Framsóknarflokkurinn þurfum ekki lengur að svara fyrir svona tal. Það verður að beina því að öðrum. Framsóknarflokkurinn kemur ótrúlega sterkur. Við vorum með átta þingmenn í kosningunum á síðasta ári. Tveir af þeim stofnuðu nýjan flokk. Þeir voru kannski aldrei með okkur. Við erum með átta í dag,“ sagði Sigurður Ingi og er þá að vísa til þess að Sigmundur Davíð ásamt Gunnari Braga Sveinssyni yfirgáfu flokkinn og voru í framboði fyrir Miðflokkinn. Sigurður Ingi og bætti því við, spurður nánar út í þetta atriði: „Ég er svo heppinn að ég þarf ekki að svara fyrir svona tal lengur.“Ég bara þekki Lilju Heimir Már vék þá sambærilegri spurningu til Sigmundar Davíðs, hvernig á því standi að hann telji Lilju einhvern sérstakan bandamann Miðflokksins? „Ég bara þekki Lilju Alfreðsdóttur og þá pólitík sem hún stendur fyrir. Það eru eflaust margir öflugir og góðir bandamenn í fleiri flokkum. Það eru fullt af fólki sem vill sjá nýja nálgun á stjórnmálin. Nálgast þau á grundvelli þess sem ég hef stundum kallað róttæka rökhyggju,“ sagði Sigmundur Davíð. Og útskýrði að það kæmi sér vel að Miðflokkurinn ætti sem flesta bandamenn nú þegar fyrir dyrum stæðu stjórnarviðræður. Vísir hefur reynt að ná í Lilju Dögg til að spyrja hana nánar út í þessi ummæli Sigmundar Davíðs en án árangurs. Mbl.is hafði erindi sem erfiði, og þó, því þar svarar Lilja næsta litlu um þetta atriði. Segir ummælin ekki stóra málið. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur sagði Framsóknarflokkinn hafa treyst á Miðflokksmann til að leiða hann til sigurs Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á kosningavöku Miðflokksins þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, ávarpaði flokksmenn núna á öðrum tímanum í nótt. 29. október 2017 02:15 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Tog formanns Miðflokksins og svo formanns Framsóknarflokksins um Lilju Dögg Alfreðsdóttur gefur ekki góða von um að þessir tveir erkifjendur muni ná saman í ríkisstjórnarviðræðum. En, ekki hefur um heilt gróið þeirra á milli síðan Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þá sitjandi formanni Framsóknarflokksins, í blóðugum formannsslag. Ekki virðist sem þau sár séu gróin.Ummæli Sigmundar Davíðs þar sem hann vill með óbeinum hætti eigna sér viðunandi útkomu Framsóknarflokksins í kosningunum, það sem Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar kallar varnarsigur, hafa vakið mikla athygli. Og jafnvel furðu. Ef þetta væri á skólaballi, þá er líkast því að Sigmundur sé að gera hosur sínar grænar fyrir Lilju Dögg Alferðsdóttur, varaformann Framsóknarflokksins, sem þó kom með Sigurði Inga á ballið. „Á sama tíma er Framsóknarflokkurinn, með því að nota bandamann okkar, Lilju Alfreðsdóttur, sem sitt helsta útspil í kosningabaráttunni og treysta á Miðflokksmanninn í Framsóknarflokknum til að leiða hann til sigurs, að ná ágætis árangri. Að vísu minnsta fylgi sem Framsóknarflokkurinn hefur fengið í 100 ár en samt ágætis árangur,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á kosningavöku Miðflokksins og uppskar dynjandi lófaklapp og hlátur.Hér ofar má sjá téðar viðræður en komið er inná þetta atriði á mín. 11:20. Báðir voru þeir, ásamt fleiri leiðtogum flokkanna, gestir Heimis Más Péturssonar í Kosningauppgjöri á Stöð 2 nú fyrr í dag. Heimir Már spurði Sigurð Inga út í þessi ummæli.Þeir voru kannski aldrei með okkur „Nú er það þannig, Heimir, að fyrrverandi formaður flokksins gekk úr flokknum og stofnaði nýjan flokk. Í Framsóknarflokknum er gríðarlega samheldur traustur hópur. Ég og Framsóknarflokkurinn þurfum ekki lengur að svara fyrir svona tal. Það verður að beina því að öðrum. Framsóknarflokkurinn kemur ótrúlega sterkur. Við vorum með átta þingmenn í kosningunum á síðasta ári. Tveir af þeim stofnuðu nýjan flokk. Þeir voru kannski aldrei með okkur. Við erum með átta í dag,“ sagði Sigurður Ingi og er þá að vísa til þess að Sigmundur Davíð ásamt Gunnari Braga Sveinssyni yfirgáfu flokkinn og voru í framboði fyrir Miðflokkinn. Sigurður Ingi og bætti því við, spurður nánar út í þetta atriði: „Ég er svo heppinn að ég þarf ekki að svara fyrir svona tal lengur.“Ég bara þekki Lilju Heimir Már vék þá sambærilegri spurningu til Sigmundar Davíðs, hvernig á því standi að hann telji Lilju einhvern sérstakan bandamann Miðflokksins? „Ég bara þekki Lilju Alfreðsdóttur og þá pólitík sem hún stendur fyrir. Það eru eflaust margir öflugir og góðir bandamenn í fleiri flokkum. Það eru fullt af fólki sem vill sjá nýja nálgun á stjórnmálin. Nálgast þau á grundvelli þess sem ég hef stundum kallað róttæka rökhyggju,“ sagði Sigmundur Davíð. Og útskýrði að það kæmi sér vel að Miðflokkurinn ætti sem flesta bandamenn nú þegar fyrir dyrum stæðu stjórnarviðræður. Vísir hefur reynt að ná í Lilju Dögg til að spyrja hana nánar út í þessi ummæli Sigmundar Davíðs en án árangurs. Mbl.is hafði erindi sem erfiði, og þó, því þar svarar Lilja næsta litlu um þetta atriði. Segir ummælin ekki stóra málið.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur sagði Framsóknarflokkinn hafa treyst á Miðflokksmann til að leiða hann til sigurs Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á kosningavöku Miðflokksins þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, ávarpaði flokksmenn núna á öðrum tímanum í nótt. 29. október 2017 02:15 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Sigmundur sagði Framsóknarflokkinn hafa treyst á Miðflokksmann til að leiða hann til sigurs Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á kosningavöku Miðflokksins þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, ávarpaði flokksmenn núna á öðrum tímanum í nótt. 29. október 2017 02:15