Með nýjasta æðið í höndunum Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 19. maí 2017 11:00 Fidget spinner, eða þeytingur, var tilnefnt skrifstofuleikfang ársins 2017 af Forbes. Unga kynslóðin er kolfallin fyrir litlu leikfangi sem hefur farið sigurför um heiminn. Á ensku kallast gripurinn fidget spinner sem mætti útleggjast á íslensku sem þeytingur. Leikfangið hefur óðum selst upp hérlendis og sumir því gripið til þess ráðs að auglýsa eftir því á Facebook eða keypt það á erlendum sölusíðum. Eins og stendur hafa mismunandi útgáfur af fidget spinner raðað sér í efstu sætin yfir söluhæstu leikföngin á Amazon, enda er það ekki aðeins vinsælt hér á landi heldur um allan heim. Á Youtube koma t.d. upp 3,8 milljónir myndbanda þar sem fidget spinner kemur við sögu.En hvaða dót er þetta eiginlega?Um er að ræða lítið leikfang sem hægt er að halda á með tveimur fingrum og láta þeytast hratt á milli fingranna. Þeir sem ná mikilli leikni geta látið það þeytast á nefbroddinum eða á enninu og einnig er hægt að raða nokkrum saman og mynda turn sem þeytist í hringi. Leikfangið kemur í mörgum litum og útgáfum en upphaflega var það vinsælt á meðal fullorðinna. Í tímaritinu Forbes var það t.d. tilnefnt sem skrifstofuleikfangið 2017 og frá því snemma í vor hafa vinsældirnar náð miklu flugi. Krakkar hafa gaman af fidget spinner en margir eiga erfitt með að leggja það frá sér og einbeita sér að einhverju öðru. Nú er svo komið að í sumum skólum hafa skólastjórar óskað eftir því við foreldra að krakkarnir skilji fidget spinner eftir heima því það trufli ekki aðeins skólastarfið í kennslustundum heldur einnig á göngunum.Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur segir fidget spinner, eða þeyting, skemmtilegt en eiga ekki heima í skólastofum.Skemmtilegt en truflar einbeitinguVíða er leikfangið kynnt þannig að það henti vel fyrir börn með ADHD eða þau sem eru á einhverfurófinu. Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarmiðstöðinni, hefur kynnt sér fidget spinner og hún er ekki sammála því. „Ég hef séð börn leika með þetta og ég get vel ímyndað mér hvers vegna kennarar vilja banna þetta. Í fyrsta lagi heyrist mér að flestöll börn séu komin með þetta dót, það er töluvert á hreyfingu og það truflar í rauninni sjónsviðið hjá öllum sem eru nálægt þessu. Augun eru þannig að þau bregðast við þegar eitthvað hreyfist nálægt okkur, jafnvel þótt það sé í jaðri sjónsviðsins þá leita augun þangað. Í öðru lagi gefur fidget spinner frá sér hljóð þegar það snýst. Þetta er sérstaklega skemmtilegt leikfang og ég tel að það sé svo áhugavert og gaman að leika með það að það tekur athyglina frá því sem barnið ætti að gera, frekar en að það auki einbeitinguna,“ segir Steinunn. Hún segist sjálf eiga erfitt með að einbeita sér ef t.d. skjólstæðingur sé að leika sér með fidget spinner í viðtali hjá henni því athyglin sé á leikfanginu. „Kannski hjálpar þetta einu barni að auka einbeitinguna en mér finnst líklegt að þetta trufli alla í kringum það. Börn með ADHD einbeita sér oft betur ef þau hafa eitthvað til að fikta með. Það þarf að vera eitthvað sem truflar ekki umhverfið og er ekki það áhugavert og skemmtilegt að þau hætti að hlusta á kennarann. Frekar ætti að nota mjúka bolta, líma mjúkt efni undir skólaborðið sem þau geta strokið yfir eða litla teninga sem hægt er að pota í. Þetta gefur ekki frá sér hljóð og er ekki til að leika listir sínar með.“Skemmtilegast er að láta leikfangið snúast hratt á fingurgómunum og jafnvel nefbroddinum.Dæmigerð hjarðhegðun Steinunn segir kennara geta notað fidget spinner sem umbun í skólastarfinu, t.d. ef það er vinnufriður í 20 mínútur fái allir að leika sér með það í 10 mínútur. „Þetta er ekki dýrt leikfang og fyrir utan kennslustofur held ég að þetta sé hið besta mál. Þetta er allavega ekki snjallsími og ég myndi heldur vilja að mín börn léku sér með fidget spinner en í símanum.“ En hvers vegna skyldi þetta litla leikfang vera svona vinsælt? „Þetta er eins og hjá okkur fullorðna fólkinu með Ittala-vörurnar og Omaggio-vasana. Þetta er bara hjarðhegðun í okkur mannfólkinu. Við erum svona, bæði börn og fullorðnir,“ segir Steinunn.Bjarnabúð í Bolungarvík er meðal þeirra verslana þar sem leikfangið hefur selst upp. Það er væntanlegt í verslunina á mánudag og hafa fjölmargir óskað eftir því að leikfangið verði tekið frá fyrir þá, eins og sjá má hér að neðan.Eftir birtingu greinarinnar í Fréttablaðinu kom fram tillaga um að nota íslenska orðið þeytingur yfir fidget spinner. Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
Unga kynslóðin er kolfallin fyrir litlu leikfangi sem hefur farið sigurför um heiminn. Á ensku kallast gripurinn fidget spinner sem mætti útleggjast á íslensku sem þeytingur. Leikfangið hefur óðum selst upp hérlendis og sumir því gripið til þess ráðs að auglýsa eftir því á Facebook eða keypt það á erlendum sölusíðum. Eins og stendur hafa mismunandi útgáfur af fidget spinner raðað sér í efstu sætin yfir söluhæstu leikföngin á Amazon, enda er það ekki aðeins vinsælt hér á landi heldur um allan heim. Á Youtube koma t.d. upp 3,8 milljónir myndbanda þar sem fidget spinner kemur við sögu.En hvaða dót er þetta eiginlega?Um er að ræða lítið leikfang sem hægt er að halda á með tveimur fingrum og láta þeytast hratt á milli fingranna. Þeir sem ná mikilli leikni geta látið það þeytast á nefbroddinum eða á enninu og einnig er hægt að raða nokkrum saman og mynda turn sem þeytist í hringi. Leikfangið kemur í mörgum litum og útgáfum en upphaflega var það vinsælt á meðal fullorðinna. Í tímaritinu Forbes var það t.d. tilnefnt sem skrifstofuleikfangið 2017 og frá því snemma í vor hafa vinsældirnar náð miklu flugi. Krakkar hafa gaman af fidget spinner en margir eiga erfitt með að leggja það frá sér og einbeita sér að einhverju öðru. Nú er svo komið að í sumum skólum hafa skólastjórar óskað eftir því við foreldra að krakkarnir skilji fidget spinner eftir heima því það trufli ekki aðeins skólastarfið í kennslustundum heldur einnig á göngunum.Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur segir fidget spinner, eða þeyting, skemmtilegt en eiga ekki heima í skólastofum.Skemmtilegt en truflar einbeitinguVíða er leikfangið kynnt þannig að það henti vel fyrir börn með ADHD eða þau sem eru á einhverfurófinu. Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarmiðstöðinni, hefur kynnt sér fidget spinner og hún er ekki sammála því. „Ég hef séð börn leika með þetta og ég get vel ímyndað mér hvers vegna kennarar vilja banna þetta. Í fyrsta lagi heyrist mér að flestöll börn séu komin með þetta dót, það er töluvert á hreyfingu og það truflar í rauninni sjónsviðið hjá öllum sem eru nálægt þessu. Augun eru þannig að þau bregðast við þegar eitthvað hreyfist nálægt okkur, jafnvel þótt það sé í jaðri sjónsviðsins þá leita augun þangað. Í öðru lagi gefur fidget spinner frá sér hljóð þegar það snýst. Þetta er sérstaklega skemmtilegt leikfang og ég tel að það sé svo áhugavert og gaman að leika með það að það tekur athyglina frá því sem barnið ætti að gera, frekar en að það auki einbeitinguna,“ segir Steinunn. Hún segist sjálf eiga erfitt með að einbeita sér ef t.d. skjólstæðingur sé að leika sér með fidget spinner í viðtali hjá henni því athyglin sé á leikfanginu. „Kannski hjálpar þetta einu barni að auka einbeitinguna en mér finnst líklegt að þetta trufli alla í kringum það. Börn með ADHD einbeita sér oft betur ef þau hafa eitthvað til að fikta með. Það þarf að vera eitthvað sem truflar ekki umhverfið og er ekki það áhugavert og skemmtilegt að þau hætti að hlusta á kennarann. Frekar ætti að nota mjúka bolta, líma mjúkt efni undir skólaborðið sem þau geta strokið yfir eða litla teninga sem hægt er að pota í. Þetta gefur ekki frá sér hljóð og er ekki til að leika listir sínar með.“Skemmtilegast er að láta leikfangið snúast hratt á fingurgómunum og jafnvel nefbroddinum.Dæmigerð hjarðhegðun Steinunn segir kennara geta notað fidget spinner sem umbun í skólastarfinu, t.d. ef það er vinnufriður í 20 mínútur fái allir að leika sér með það í 10 mínútur. „Þetta er ekki dýrt leikfang og fyrir utan kennslustofur held ég að þetta sé hið besta mál. Þetta er allavega ekki snjallsími og ég myndi heldur vilja að mín börn léku sér með fidget spinner en í símanum.“ En hvers vegna skyldi þetta litla leikfang vera svona vinsælt? „Þetta er eins og hjá okkur fullorðna fólkinu með Ittala-vörurnar og Omaggio-vasana. Þetta er bara hjarðhegðun í okkur mannfólkinu. Við erum svona, bæði börn og fullorðnir,“ segir Steinunn.Bjarnabúð í Bolungarvík er meðal þeirra verslana þar sem leikfangið hefur selst upp. Það er væntanlegt í verslunina á mánudag og hafa fjölmargir óskað eftir því að leikfangið verði tekið frá fyrir þá, eins og sjá má hér að neðan.Eftir birtingu greinarinnar í Fréttablaðinu kom fram tillaga um að nota íslenska orðið þeytingur yfir fidget spinner.
Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira