Bað stjúpdóttur sína og vinkonu hennar um að sýna á sér brjóstin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. maí 2017 22:39 Héraðsdómur Vestfjarða á Ísafirði dæmdi manninn. Vísir/pjetur Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt 48 ára gamlan karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum þegar hann í apríl 2014 bað stjúpdóttur sína og vinkonu hennar um að sýna á sér brjóstin þegar hann tók mynd af þeim þar sem þær í heitum potti fyrir utan heimili þeirra og klæddar í bikiní. Þá var maðurinn jafnframt dæmdur fyrir líkamsárás gegn þáverandi unnustu sinni, og móður stúlkunnar sem hann braut gegn, í nóvember 2015 auk þess sem hann var dæmdur fyrir umferðarlagabrot. Hann játaði bæði þau brot en neitaði kynferðisbrotinu og því að hafa brotið gegn barnaverndarlögum. Hjá lögreglu lýsti stjúpdóttir mannsins því þannig að hún hefði verið í heitum potti með vinkonu sinni þegar hann hefði staðið á svölunum og ætlað að taka af þeim mynd. Hafi „hann beðið þær um að „fara upp“ þannig að brjóstin á þeim sæjust á myndinni. Vandræðalegt og óþægilegt Maðurinn hafi einnig sagt að þær ættu að gera það af því að brjóstin á þeim væru flott. Ákærði hafi verið að drekka þegar þetta gerðist og hafi henni fundist þetta mjög óþægilegt.“ Vinkona stúlkunnar bar á sama veg um atvikið og sagði að sér hefði fundist þetta bæði óþægilegt og vandræðalegt. Þegar maðurinn gaf svo skýrslu hjá lögreglu kvaðst hann ekki kannast við að hafa sagt stúlkunum að kreista brjóstin út og „fara upp“ svo þau sæjust en hafi hann gert það þá hafi það verið sagt í gríni. Fyrir dómi neitaði hann svo staðfastlega að hafa sagt þetta við stúlkurnar. Kvaðst hann aldrei hafa beðið stúlkurnar um að bera á sér brjóstin og að það væri fráleitt að þetta hafi verið eitthvað kynferðislegt. Hann hefði tekið af þeim myndir og beðið þær um að reisa sig við svo það sæist betur í þær. Svo segir í dómi héraðsdóms: Framburður mannsins metinn óstöðugur „Borinn var undir ákærða framburður hans hjá lögreglu, þar sem hann var spurður hvort hann hafi beðið þær um að sýna brjóst sín og hafi svarað að vel geti verið að hann hafi gert það, og kvaðst hann ekki þræta fyrir það en það hafi ekki verið í þeim skilningi að hafa beðið þær um að sýna ber brjóst. Um þennan framburð sagði ákærði að það gæti verið að hann hafi beðið þær um þetta ef þær eru alveg harðar á því að svo hafi verið. Þá var ákærða kynntur framburður stúlknanna hjá lögreglu og kvaðst hann ekki vilja tjá sig um hann. Ákærði kvaðst ekki hafa orðið var við að tíminn hafi verið rangur í þeim síma sem notaður var við myndatökuna. Þá minntist hann þess ekki að hafa sagt eitthvað annað við stúlkurnar, ekki beðið þær um að bera aðra líkamshluta, né reynt að snerta þær eða muna eftir frekari afskipum af þeim þetta kvöld. Þá kvaðst hann halda að hann hafi aldrei sagt við þær að brjóstin á þeim væru flott eða beðið þær um að kreista fram brjóstin.“ Dómurinn mat það sem svo að ekkert hefði komið fram við meðferð málsins sem rýrði framburð stúlknanna. Hins vegar væri framburður mannsins óstöðugur og ekki væri hægt að byggja niðurstöðu málsins á honum. Því var hann dæmdur sekur en í dómnum segir að ekki hafi verið unnt að skilorðsbinda refsinguna þar sem maðurinn á langan sakarferil að baki sem nær aftur til ársins 1993.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt 48 ára gamlan karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum þegar hann í apríl 2014 bað stjúpdóttur sína og vinkonu hennar um að sýna á sér brjóstin þegar hann tók mynd af þeim þar sem þær í heitum potti fyrir utan heimili þeirra og klæddar í bikiní. Þá var maðurinn jafnframt dæmdur fyrir líkamsárás gegn þáverandi unnustu sinni, og móður stúlkunnar sem hann braut gegn, í nóvember 2015 auk þess sem hann var dæmdur fyrir umferðarlagabrot. Hann játaði bæði þau brot en neitaði kynferðisbrotinu og því að hafa brotið gegn barnaverndarlögum. Hjá lögreglu lýsti stjúpdóttir mannsins því þannig að hún hefði verið í heitum potti með vinkonu sinni þegar hann hefði staðið á svölunum og ætlað að taka af þeim mynd. Hafi „hann beðið þær um að „fara upp“ þannig að brjóstin á þeim sæjust á myndinni. Vandræðalegt og óþægilegt Maðurinn hafi einnig sagt að þær ættu að gera það af því að brjóstin á þeim væru flott. Ákærði hafi verið að drekka þegar þetta gerðist og hafi henni fundist þetta mjög óþægilegt.“ Vinkona stúlkunnar bar á sama veg um atvikið og sagði að sér hefði fundist þetta bæði óþægilegt og vandræðalegt. Þegar maðurinn gaf svo skýrslu hjá lögreglu kvaðst hann ekki kannast við að hafa sagt stúlkunum að kreista brjóstin út og „fara upp“ svo þau sæjust en hafi hann gert það þá hafi það verið sagt í gríni. Fyrir dómi neitaði hann svo staðfastlega að hafa sagt þetta við stúlkurnar. Kvaðst hann aldrei hafa beðið stúlkurnar um að bera á sér brjóstin og að það væri fráleitt að þetta hafi verið eitthvað kynferðislegt. Hann hefði tekið af þeim myndir og beðið þær um að reisa sig við svo það sæist betur í þær. Svo segir í dómi héraðsdóms: Framburður mannsins metinn óstöðugur „Borinn var undir ákærða framburður hans hjá lögreglu, þar sem hann var spurður hvort hann hafi beðið þær um að sýna brjóst sín og hafi svarað að vel geti verið að hann hafi gert það, og kvaðst hann ekki þræta fyrir það en það hafi ekki verið í þeim skilningi að hafa beðið þær um að sýna ber brjóst. Um þennan framburð sagði ákærði að það gæti verið að hann hafi beðið þær um þetta ef þær eru alveg harðar á því að svo hafi verið. Þá var ákærða kynntur framburður stúlknanna hjá lögreglu og kvaðst hann ekki vilja tjá sig um hann. Ákærði kvaðst ekki hafa orðið var við að tíminn hafi verið rangur í þeim síma sem notaður var við myndatökuna. Þá minntist hann þess ekki að hafa sagt eitthvað annað við stúlkurnar, ekki beðið þær um að bera aðra líkamshluta, né reynt að snerta þær eða muna eftir frekari afskipum af þeim þetta kvöld. Þá kvaðst hann halda að hann hafi aldrei sagt við þær að brjóstin á þeim væru flott eða beðið þær um að kreista fram brjóstin.“ Dómurinn mat það sem svo að ekkert hefði komið fram við meðferð málsins sem rýrði framburð stúlknanna. Hins vegar væri framburður mannsins óstöðugur og ekki væri hægt að byggja niðurstöðu málsins á honum. Því var hann dæmdur sekur en í dómnum segir að ekki hafi verið unnt að skilorðsbinda refsinguna þar sem maðurinn á langan sakarferil að baki sem nær aftur til ársins 1993.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira