Rök Hæstaréttar ófullnægjandi í meiðyrðamáli Gillzeneggers Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. nóvember 2017 07:30 Myndin sem Ingi birti á Instagram-síðu sinni og varð til þess að Egill fór í mál. Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) taldi rökstuðning Hæstaréttar í svokölluðu „Fuck you rapist bastard“-máli vera ófullnægjandi. Íslenska ríkið var í gær dæmt af dómstólnum til að greiða Agli Einarssyni bætur vegna þessa. Dómur Hæstaréttar var kveðinn upp í árslok 2014. Í málinu krafðist Egill þess að Ingi Kristján Sigurmarsson yrði dæmdur fyrir ærumeiðingar. Ingi hafði birt mynd af Agli, sem áður birtist á forsíðu tímaritsins Monitor, á Instagram-reikningi sínum þar sem orðið „aumingi“ hafði verið ritað á myndina. Fyrir neðan myndina stóð „Fuck you rapist bastard“ en skömmu áður en myndin birtist hafði nauðgunarmál gegn Agli verið fellt niður. Hæstiréttur sýknaði Inga af kröfum Egils þar sem ummælin hefðu falið í sér gildisdóm, fúkyrði í óvæginni þjóðfélagslegri umræðu sem Egill hafði átt frumkvæði að, en ekki staðhæfingu um staðreynd.Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild HÍ.vísir/eyþórÍ dómi MDE er fallist á þá niðurstöðu Hæstaréttar að Egill væri opinber persóna og hafi sjálfviljugur tekið þátt í opinberri þjóðfélagsumræðu um málefnið. Því hefði Ingi notið rýmkaðs frelsis til að tjá sig um efnið. Hins vegar fannst MDE Hæstiréttur brjóta gegn Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) með því að rökstyðja ekki frekar hví ummælin teldust gildisdómur en ekki staðhæfing um staðreynd. Aðeins hafi verið litið á málið í heild og fallist á rökstuðning héraðsdóms. Þá enn fremur sagt að einstaklingar, þó þeir séu þekktar persónur sem taki þátt í heitri opinberri umræðu, njóti friðhelgi einkalífs og eigi að bera þá alvarlegum sökum verði það að eiga sér stoð í raunveruleikanum. „Það sem ríður baggamuninn er aðgreiningin á staðreyndum og gildisdómum. MDE telur þetta ekki nógu sannfærandi röksemdir fyrir því, í fyrsta lagi hafi þetta verið gildisdómur og öðru lagi, að því gefnu að þetta sé gildisdómur, að það séu nægjanlegar undirliggjandi staðreyndir,“ segir Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Eiríkur segir að eitt sinn hafi MDE lagst í fulla endurskoðun á því hvort takmarkanir á tjáningarfrelsinu hafi verið réttlætanlegar. Í seinni tíð hafi framkvæmdin hins vegar snúist frekar um það hvort dómstólar breyti þeim viðmiðum sem MDE hefur mótað. Sé það gert hafi þeir nokkuð ríkt svigrúm til mats í hverju máli. Afar erfitt sé hins vegar að segja til um hver niðurstaða MDE hefði verið ef rökstuðningur Hæstaréttar, að um gildisdóm hafi verið að ræða, hefði verið meiri. „Það liggur ekki fyrir hvernig sá rökstuðningur hefði litið út,“ segir Eiríkur. „Þetta er afar fín lína á milli gildisdóma og staðhæfinga um staðreyndir og oft örðugt að fella mál í annan hvorn flokkinn.“ „Íslenska ríkið hefði tapað málinu þó Hæstiréttur hefði fært meiri rök fyrir því að um gildisdóm væri að ræða. Í mínum huga er alveg sama hvað rétturinn hefði sagt, þau rök hefðu ekki breytt því að þetta er staðhæfing um staðreynd,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Egils. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Egill Einarsson segir illt að sitja undir ásökunum sem þessum Hamingjuóskum rignir yfir Egil Einarsson frá mannréttindalögmönnum. 7. nóvember 2017 14:04 Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Erlent Fleiri fréttir Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) taldi rökstuðning Hæstaréttar í svokölluðu „Fuck you rapist bastard“-máli vera ófullnægjandi. Íslenska ríkið var í gær dæmt af dómstólnum til að greiða Agli Einarssyni bætur vegna þessa. Dómur Hæstaréttar var kveðinn upp í árslok 2014. Í málinu krafðist Egill þess að Ingi Kristján Sigurmarsson yrði dæmdur fyrir ærumeiðingar. Ingi hafði birt mynd af Agli, sem áður birtist á forsíðu tímaritsins Monitor, á Instagram-reikningi sínum þar sem orðið „aumingi“ hafði verið ritað á myndina. Fyrir neðan myndina stóð „Fuck you rapist bastard“ en skömmu áður en myndin birtist hafði nauðgunarmál gegn Agli verið fellt niður. Hæstiréttur sýknaði Inga af kröfum Egils þar sem ummælin hefðu falið í sér gildisdóm, fúkyrði í óvæginni þjóðfélagslegri umræðu sem Egill hafði átt frumkvæði að, en ekki staðhæfingu um staðreynd.Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild HÍ.vísir/eyþórÍ dómi MDE er fallist á þá niðurstöðu Hæstaréttar að Egill væri opinber persóna og hafi sjálfviljugur tekið þátt í opinberri þjóðfélagsumræðu um málefnið. Því hefði Ingi notið rýmkaðs frelsis til að tjá sig um efnið. Hins vegar fannst MDE Hæstiréttur brjóta gegn Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) með því að rökstyðja ekki frekar hví ummælin teldust gildisdómur en ekki staðhæfing um staðreynd. Aðeins hafi verið litið á málið í heild og fallist á rökstuðning héraðsdóms. Þá enn fremur sagt að einstaklingar, þó þeir séu þekktar persónur sem taki þátt í heitri opinberri umræðu, njóti friðhelgi einkalífs og eigi að bera þá alvarlegum sökum verði það að eiga sér stoð í raunveruleikanum. „Það sem ríður baggamuninn er aðgreiningin á staðreyndum og gildisdómum. MDE telur þetta ekki nógu sannfærandi röksemdir fyrir því, í fyrsta lagi hafi þetta verið gildisdómur og öðru lagi, að því gefnu að þetta sé gildisdómur, að það séu nægjanlegar undirliggjandi staðreyndir,“ segir Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Eiríkur segir að eitt sinn hafi MDE lagst í fulla endurskoðun á því hvort takmarkanir á tjáningarfrelsinu hafi verið réttlætanlegar. Í seinni tíð hafi framkvæmdin hins vegar snúist frekar um það hvort dómstólar breyti þeim viðmiðum sem MDE hefur mótað. Sé það gert hafi þeir nokkuð ríkt svigrúm til mats í hverju máli. Afar erfitt sé hins vegar að segja til um hver niðurstaða MDE hefði verið ef rökstuðningur Hæstaréttar, að um gildisdóm hafi verið að ræða, hefði verið meiri. „Það liggur ekki fyrir hvernig sá rökstuðningur hefði litið út,“ segir Eiríkur. „Þetta er afar fín lína á milli gildisdóma og staðhæfinga um staðreyndir og oft örðugt að fella mál í annan hvorn flokkinn.“ „Íslenska ríkið hefði tapað málinu þó Hæstiréttur hefði fært meiri rök fyrir því að um gildisdóm væri að ræða. Í mínum huga er alveg sama hvað rétturinn hefði sagt, þau rök hefðu ekki breytt því að þetta er staðhæfing um staðreynd,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Egils.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Egill Einarsson segir illt að sitja undir ásökunum sem þessum Hamingjuóskum rignir yfir Egil Einarsson frá mannréttindalögmönnum. 7. nóvember 2017 14:04 Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Erlent Fleiri fréttir Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Sjá meira
Egill Einarsson segir illt að sitja undir ásökunum sem þessum Hamingjuóskum rignir yfir Egil Einarsson frá mannréttindalögmönnum. 7. nóvember 2017 14:04
Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40