Minnast Díönu prinsessu með listasýningu Stefán Þór Hjartarson skrifar 8. nóvember 2017 10:15 Þau Starkaður Sigurðarson, Andrea Arnarsdóttir og Auður Lóa Guðnadóttir stýra sýningunni Díana, að eilífu, þar sem tólf listamenn túlka goðsögnina Díönu með eigin hætti. Myndin er uppstillt. Í ár eru liðin 20 ár frá því að Díana prinsessa lést í skelfilegu bílslysi í París. Hennar hefur verið minnst víða um heim í ár, en á föstudaginn munu 12 listamenn opna sýninguna Díana, að eilífu í Galleríi Porti og Ekkisens þar sem Lafði Díönu verður minnst á ýmsan hátt, meðal annars með skúlptúrum, gjörningum svo og minningartónleikum. „Um leið og við erum að halda upp á þessa manneskju og goðsögn sem Díana prinsessa var, þá er þetta líka myndlistarsýning um tíma sem er liðinn. Það er líka eftirtektarvert að mörg þeirra sem taka þátt í myndlistarsýningunni eru á þeim aldri að þau voru bara krakkar þegar Díana prinsessa deyr og þá verður dýnamíkin áhugaverð því að við þekkjum eiginlega ekkert annað en hvernig hlutirnir voru eftir að hún var dáin og þessa goðsögn um konuna,“ segir Auður Lóa Guðnadóttir, sem stýrir sýningunni ásamt Starkaði Sigurðssyni og Andreu Arnarsdóttur, auk þess sem hún sjálf sýnir verk sín.Einn skúlptúra Auðar Lóu sem verður til sýnis.„Við rannsökum þetta hvert á sinn hátt. Við erum 12 listamenn sem vinnum hvert í sínu horni og það eru mjög margir útgangspunktar sem er hægt að ganga út frá. Það er hægt að líta á hana svo mörgum augum, eins og við komumst þarna að. Ég sjálf er til dæmis að vinna með grísku gyðjuna Díönu og hvernig þær Díana prinsessa hittast sem goðsagnir; það hvernig sögur þeirra tala saman. Svo eru hinir að gera alls konar en ég vil ekki kjafta frá því,“ segir Auður Lóa dularfull, en gefur þó upp að það verði gjörningar. „Það verður sérstakt gjörningakvöld í Mengi 18. nóvember. Þar verða gjörningar og einn fyrirlestur. Þangað mætir svo leynigestur – ég segi ekki meir.“ Á gjörningakvöldinu verða fluttir tveir gjörningar, annar eftir tvíeykið Berglindi og Rúnar og hinn eftir Maríu Worms og Guðrúnu Heiði Ísaksdóttur. Eftir sýninguna á föstudaginn verða svo minningartónleikar á Húrra þar sem koma fram hljómsveitirnar asdfhg og Post Performance Blues Band. Mest lesið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta virkar ekki alveg saman“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Sjá meira
Í ár eru liðin 20 ár frá því að Díana prinsessa lést í skelfilegu bílslysi í París. Hennar hefur verið minnst víða um heim í ár, en á föstudaginn munu 12 listamenn opna sýninguna Díana, að eilífu í Galleríi Porti og Ekkisens þar sem Lafði Díönu verður minnst á ýmsan hátt, meðal annars með skúlptúrum, gjörningum svo og minningartónleikum. „Um leið og við erum að halda upp á þessa manneskju og goðsögn sem Díana prinsessa var, þá er þetta líka myndlistarsýning um tíma sem er liðinn. Það er líka eftirtektarvert að mörg þeirra sem taka þátt í myndlistarsýningunni eru á þeim aldri að þau voru bara krakkar þegar Díana prinsessa deyr og þá verður dýnamíkin áhugaverð því að við þekkjum eiginlega ekkert annað en hvernig hlutirnir voru eftir að hún var dáin og þessa goðsögn um konuna,“ segir Auður Lóa Guðnadóttir, sem stýrir sýningunni ásamt Starkaði Sigurðssyni og Andreu Arnarsdóttur, auk þess sem hún sjálf sýnir verk sín.Einn skúlptúra Auðar Lóu sem verður til sýnis.„Við rannsökum þetta hvert á sinn hátt. Við erum 12 listamenn sem vinnum hvert í sínu horni og það eru mjög margir útgangspunktar sem er hægt að ganga út frá. Það er hægt að líta á hana svo mörgum augum, eins og við komumst þarna að. Ég sjálf er til dæmis að vinna með grísku gyðjuna Díönu og hvernig þær Díana prinsessa hittast sem goðsagnir; það hvernig sögur þeirra tala saman. Svo eru hinir að gera alls konar en ég vil ekki kjafta frá því,“ segir Auður Lóa dularfull, en gefur þó upp að það verði gjörningar. „Það verður sérstakt gjörningakvöld í Mengi 18. nóvember. Þar verða gjörningar og einn fyrirlestur. Þangað mætir svo leynigestur – ég segi ekki meir.“ Á gjörningakvöldinu verða fluttir tveir gjörningar, annar eftir tvíeykið Berglindi og Rúnar og hinn eftir Maríu Worms og Guðrúnu Heiði Ísaksdóttur. Eftir sýninguna á föstudaginn verða svo minningartónleikar á Húrra þar sem koma fram hljómsveitirnar asdfhg og Post Performance Blues Band.
Mest lesið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta virkar ekki alveg saman“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Sjá meira