Sumarspá Siggu Kling - Bogmaður: Leyfðu þér að vera svolítið í sviðsljósinu 2. júní 2017 09:00 Elsku Bogmaðurinn minn, þú leggur svo mikla orku í að gera allt vel og ná árangri og þú hefur bæði hæfileika til að vera undirmaður og yfirmaður. Það er hins vegar alveg öruggt að þú átt eftir að vera sjálfstæðari en þú nokkurn tímann hélst. Það sem stoppar þig stundum er að þér hættir til að setja annað fólk í lífinu þínu á of háan stall og finnast það vera svo miklu merkilegra en þú og það sem í þér býr. En ef þú skoðar hlutina vel þá hefur þú meiri hæfileika en þú getur ímyndað þér og ef þú myndir peppa þig jafnmikið upp og þú reynir að peppa upp fólkið í kringum þig, þá myndi ekkert stoppa þig! Það er í eðli þínu að hjálpa öðrum og þú gerir það af svo mikilli ástríðu að þú tæmir tankana þína. Í þér býr svo mikill sálfræðingur að ef þú bara notaðir sömu frasa á sjálfan þig og þú reynir á aðra þá færir þú strax í fyrsta sætið! Það er mikilvægt fyrir þig í sumar að leyfa þér að vera svolítið í sviðsljósinu en samt að rækta einfarann í þér; finna leið til að hafa algjöran frið í kringum þig, því þannig fyllist þinn orkutankur. Þú elskar jafnvægið milli ljóss og myrkurs svo veturinn er sá tími sem þú kemur öllu í verk, þess vegna á sumarið að vera meira og minna frí og sá tími þar sem þú gerir það sem þú elskar og ert spenntur fyrir. Þú getur náð árangri í hvaða keppni sem er, ef þú bara setur hugann í það. Þú hefur miklu meira úthald en hin merkin svo hentu þér út í djúpu laugina. Að taka áhættu er það sem byggir upp bogmanninn, ef þú tekur enga áhættu þá fyllist þú andleysi og finnur ekki tengingar. Peningar, sem eru jú bara jákvæð orka, eru að koma til þín. Þeir verða svo miklu meira í kringum þig heldur en áður og þú átt eftir að finna vel að þér finnst rosalega gaman að eyða peningum. Þú skalt stökkva á framkvæmdir og ferðalög því allt á eftir að greddast (dregið af orðinu „reddast“ sem er uppáhaldsorðatiltæki okkar Íslendinga). Í ástamálunum getur þú náð þér í hvaða manneskju sem er, þú hefur nefnilega svo tindrandi húmor og aðdráttarafl. Og þá skiptir engu máli hvort þú sért 1,50 m eða 2,10 m hár, því þetta býr allt í huganum. Þú hefur þann áhrifamátt að geta sannfært fólk um að leggja þér lið og hjálpa þér í þeim verkefnum sem þú vilt vinna.Mottó: Slepptu þrjóskunni og notaðu lipurð frekar!Frægir Bogmenn: Ingvar E. Sigurðsson leikari, Björgvin Franz Gíslason leikari, Edda Heiðrún Backman leikkona, Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona, Sigrún í Gyðja Collection, Steindi, Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, fjallkona og leikkona, Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður, Jói á Fabrikkunni, Sigga Dögg kynfræðingur, Hemmi, hársnillingur á Módus, Lovísa, hönnuður hjá Kjólar og konfekt. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira
Elsku Bogmaðurinn minn, þú leggur svo mikla orku í að gera allt vel og ná árangri og þú hefur bæði hæfileika til að vera undirmaður og yfirmaður. Það er hins vegar alveg öruggt að þú átt eftir að vera sjálfstæðari en þú nokkurn tímann hélst. Það sem stoppar þig stundum er að þér hættir til að setja annað fólk í lífinu þínu á of háan stall og finnast það vera svo miklu merkilegra en þú og það sem í þér býr. En ef þú skoðar hlutina vel þá hefur þú meiri hæfileika en þú getur ímyndað þér og ef þú myndir peppa þig jafnmikið upp og þú reynir að peppa upp fólkið í kringum þig, þá myndi ekkert stoppa þig! Það er í eðli þínu að hjálpa öðrum og þú gerir það af svo mikilli ástríðu að þú tæmir tankana þína. Í þér býr svo mikill sálfræðingur að ef þú bara notaðir sömu frasa á sjálfan þig og þú reynir á aðra þá færir þú strax í fyrsta sætið! Það er mikilvægt fyrir þig í sumar að leyfa þér að vera svolítið í sviðsljósinu en samt að rækta einfarann í þér; finna leið til að hafa algjöran frið í kringum þig, því þannig fyllist þinn orkutankur. Þú elskar jafnvægið milli ljóss og myrkurs svo veturinn er sá tími sem þú kemur öllu í verk, þess vegna á sumarið að vera meira og minna frí og sá tími þar sem þú gerir það sem þú elskar og ert spenntur fyrir. Þú getur náð árangri í hvaða keppni sem er, ef þú bara setur hugann í það. Þú hefur miklu meira úthald en hin merkin svo hentu þér út í djúpu laugina. Að taka áhættu er það sem byggir upp bogmanninn, ef þú tekur enga áhættu þá fyllist þú andleysi og finnur ekki tengingar. Peningar, sem eru jú bara jákvæð orka, eru að koma til þín. Þeir verða svo miklu meira í kringum þig heldur en áður og þú átt eftir að finna vel að þér finnst rosalega gaman að eyða peningum. Þú skalt stökkva á framkvæmdir og ferðalög því allt á eftir að greddast (dregið af orðinu „reddast“ sem er uppáhaldsorðatiltæki okkar Íslendinga). Í ástamálunum getur þú náð þér í hvaða manneskju sem er, þú hefur nefnilega svo tindrandi húmor og aðdráttarafl. Og þá skiptir engu máli hvort þú sért 1,50 m eða 2,10 m hár, því þetta býr allt í huganum. Þú hefur þann áhrifamátt að geta sannfært fólk um að leggja þér lið og hjálpa þér í þeim verkefnum sem þú vilt vinna.Mottó: Slepptu þrjóskunni og notaðu lipurð frekar!Frægir Bogmenn: Ingvar E. Sigurðsson leikari, Björgvin Franz Gíslason leikari, Edda Heiðrún Backman leikkona, Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona, Sigrún í Gyðja Collection, Steindi, Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, fjallkona og leikkona, Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður, Jói á Fabrikkunni, Sigga Dögg kynfræðingur, Hemmi, hársnillingur á Módus, Lovísa, hönnuður hjá Kjólar og konfekt.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Sjá meira