Fasteignamat á Húsavík hækkar um 42,2 prósent Heimir Már Pétursson skrifar 2. júní 2017 12:00 Vísir/pjetur Fasteignamat sem gildir fyrir næsta ár hækkar mest á Húsavík af öllum bæjarfélögum landsins eða um 42,2 prósent. Formaður Byggðaráðs segir vöxt í ferðaþjónustu og uppbygginguna á Bakka skýra þessa miklu hækkun. Meðaltalshækkun í sérbýli á höfuðborgarsvæðinu verður 17,5 prósent en 12,2 prósent utan þess. Fasteignamatið endurspeglar hækkun á markaðsverði húsnæðis á landinu. Fasteignamatið sem Þjóðskrá birti í morgun gildir fyrir árið 2018 og hækkar um 13,8 prósent á landinu öllu. Það segir hins vegar ekki alla söguna þar sem einstök svæði innan höfuðborgarsvæðisins hækka misjafnlega mikið og það sama á við svæði utan þess. Þannig er meðaltalshækkun sérbýlis í Reykjavík 17,5 prósent en 15,4 í fjölbýli. Mesta hækkun fasteignamats á höfuðborgarsvæðinu er í Blesugróf í Reykjavík eða 27,8 prósent og þá vekur athygli að matið í neðra Breiðholti hækkar um 21,5 prósent á meðan hækkunin í miðborginni er um 16 prósent. Af einstökum bæjum landsins á Húsavík, eða Norðurþing, metið þar sem fasteignamatið fyrir næsta ár hækkar um 42,2 prósent. Óli Halldórsson formaður Byggðaráðs Norðurþings segir ástæður þessarar hækkunar fleiri en ein.Farið hægar af stað en vonir stóðu til „Það er að byggjast upp starfsemi á Bakka. Þá hefur ferðaþjónustan verið að eflast mjög hratta á Húsavík og það er alveg ljóst að þessir tveir þættir eru kannski mest afgerandi í þessari hækkun á húsnæðisverði. Þar sem ferðaþjónustan bæði fyrir starfsfólk og kúnna pressar á húsnæðismarkaðinn en einnig auðvitað þessi uppbyggingartími á Bakka,“ segir Óli. Þó nokkur byggingaverkefni væru komin af stað eða í undirbúningi á Húsavík. „En ég neita því ekki að það hefur kannski farið hægar af stað en við vorum að vona. Ef til vill má segja að það hafi verið ákveðin varfærni í húsnæðismarkaðnum hér. Fólk brennt eftir hrun eða eitthvað þess háttar. Þannig að það hefur verið varfærni á húsnæðismarkaðnum og ekki mörg byggingarverkefni sem fóru strax af stað. En það er margt í pípunum og þegar komin af stað nokkur verkefni. Þannig að vonandi mun nú eitthvað létta á pressunni á þessu hjá okkur,“ segir Óli. Íbúum á Húsavík hefur fjölgað nokkuð á undanförnum árum en ferðaþjónustan kallar líka á tímabundið vinnuafl þegar mest er að gera. Óli segir Húsvíkinga bjartsýna nú tæpum áratug eftir hrun. „Já, ég held ég geti alveg sagt að það ríkir svona jákvæð stemming í sveitarfélaginu. Ekki hvað síst hér á Húsavík á meðan þessi uppgangstími, uppbyggingartími hefur verið. Það er bjartsýni hér og margt spennandi framundan hjá okkur,“ segir Óli Halldórsson. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 13,8% frá yfirstandandi ári og verður 7.288 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2018 sem Þjóððskrá Íslands birti í dag. Fasteignamatið hækkar á 98,3% eigna en lækkar á 1,7% eigna frá fyrra ári. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Fasteignamat sem gildir fyrir næsta ár hækkar mest á Húsavík af öllum bæjarfélögum landsins eða um 42,2 prósent. Formaður Byggðaráðs segir vöxt í ferðaþjónustu og uppbygginguna á Bakka skýra þessa miklu hækkun. Meðaltalshækkun í sérbýli á höfuðborgarsvæðinu verður 17,5 prósent en 12,2 prósent utan þess. Fasteignamatið endurspeglar hækkun á markaðsverði húsnæðis á landinu. Fasteignamatið sem Þjóðskrá birti í morgun gildir fyrir árið 2018 og hækkar um 13,8 prósent á landinu öllu. Það segir hins vegar ekki alla söguna þar sem einstök svæði innan höfuðborgarsvæðisins hækka misjafnlega mikið og það sama á við svæði utan þess. Þannig er meðaltalshækkun sérbýlis í Reykjavík 17,5 prósent en 15,4 í fjölbýli. Mesta hækkun fasteignamats á höfuðborgarsvæðinu er í Blesugróf í Reykjavík eða 27,8 prósent og þá vekur athygli að matið í neðra Breiðholti hækkar um 21,5 prósent á meðan hækkunin í miðborginni er um 16 prósent. Af einstökum bæjum landsins á Húsavík, eða Norðurþing, metið þar sem fasteignamatið fyrir næsta ár hækkar um 42,2 prósent. Óli Halldórsson formaður Byggðaráðs Norðurþings segir ástæður þessarar hækkunar fleiri en ein.Farið hægar af stað en vonir stóðu til „Það er að byggjast upp starfsemi á Bakka. Þá hefur ferðaþjónustan verið að eflast mjög hratta á Húsavík og það er alveg ljóst að þessir tveir þættir eru kannski mest afgerandi í þessari hækkun á húsnæðisverði. Þar sem ferðaþjónustan bæði fyrir starfsfólk og kúnna pressar á húsnæðismarkaðinn en einnig auðvitað þessi uppbyggingartími á Bakka,“ segir Óli. Þó nokkur byggingaverkefni væru komin af stað eða í undirbúningi á Húsavík. „En ég neita því ekki að það hefur kannski farið hægar af stað en við vorum að vona. Ef til vill má segja að það hafi verið ákveðin varfærni í húsnæðismarkaðnum hér. Fólk brennt eftir hrun eða eitthvað þess háttar. Þannig að það hefur verið varfærni á húsnæðismarkaðnum og ekki mörg byggingarverkefni sem fóru strax af stað. En það er margt í pípunum og þegar komin af stað nokkur verkefni. Þannig að vonandi mun nú eitthvað létta á pressunni á þessu hjá okkur,“ segir Óli. Íbúum á Húsavík hefur fjölgað nokkuð á undanförnum árum en ferðaþjónustan kallar líka á tímabundið vinnuafl þegar mest er að gera. Óli segir Húsvíkinga bjartsýna nú tæpum áratug eftir hrun. „Já, ég held ég geti alveg sagt að það ríkir svona jákvæð stemming í sveitarfélaginu. Ekki hvað síst hér á Húsavík á meðan þessi uppgangstími, uppbyggingartími hefur verið. Það er bjartsýni hér og margt spennandi framundan hjá okkur,“ segir Óli Halldórsson. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 13,8% frá yfirstandandi ári og verður 7.288 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2018 sem Þjóððskrá Íslands birti í dag. Fasteignamatið hækkar á 98,3% eigna en lækkar á 1,7% eigna frá fyrra ári.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira