Fjórtán ára organisti: „Ég myndi ekki segja að ég væri undrabarn“ Magnús Hlynur Hreiðarsson og Þórdís Valsdóttir skrifa 30. desember 2017 21:15 Þótt Pétur Nói Stefánsson í Hveragerði sé ekki nema fjórtán ára gamall þá bregður hann sér í hlutverk organista Hveragerðiskirkju þegar svo ber undir. Pétur Nói þykir einstaklega klár orgel- og píanóleikari, enda nánast búin með allar Suzuki píanóbækurnar. Fréttamaður hitti Pétur Nóa þar sem hann var að spila á orgel kirkjunnar. Það er alveg sama hvort hann spilar á orgelið eða flygilinn í kirkjunni, hann er jafn fær á bæði hljóðfærin. Pétur Nói er nemandi í Tónlistarskóla Árnesinga í Hveragerði. Hann hefur verið að spila frá sex ára aldri en þar hófst samvinna hans og Önnu Jórunnar Stefánsdóttur, ömmu hans sem hefur fylgt honum í gegnum Suzuki-nám í píanóleik. „Ég var beðin að taka þetta að mér fyrir hann og ég hef alltaf verið jafn stolt af því að vera Suzuki-amma,“ segir Anna Jórunn.Hvað er það við Suzuki sem er svona áhugavert? „Það er það hvernig það er kennt frá upphafi. Það fylgir diskur með bókunum, þau eiga að hlusta, þau eiga að þekkja lögin. Þau eiga líka að læra að lesa nótur, það kemur smátt og smátt. Ég myndi lýsa honum sem mjög góðum píanóleikara og óvenju þroskuðum miðað við aldur og hann hefur svo mikinn áhuga. Það er það sem drífur hann áfram og hann hefur svo gaman af tónlistinni.“En hvað er það við píanóið sem hrífur Pétur Nóa mest? „Mér finnst það bara hljóðið. Það er skemmtilegt að glamra á píanóið. Það er hægt að spila vitlaust á það en eiginlega ekki falskt, nema píanóið sé falskt,“ segir Pétur Nói.Ertu undrabarn? „Nei ég ég myndi ekki segja að ég væri undrabarn. Ég myndi segja að æfingin skapar meistarann.“Æfir nýja prelúdíu fyrir messu Pétur Nói segir virkilega gaman að spila á orgel Hveragerðiskirkju. „Ég er farinn að spila meira í messum, ég er að æfa nýtt lag núna, nýja prelúdíu sem ég get spilað einhverntímann í messu. Kennari Péturs Nóa er mjög stolt af honum og segir hann eiga bjarta framtíð fyrir sér haldi hann rétt á spilunum. „Hann hefur verið mjög duglegur og hefuð fengið afskaplega góðan stuðning hjá ömmu sinni og saman hefur þetta gengið mjög vel hjá þeim,“ segir Esther Ólafsdóttir, kennari Péturs Nóa. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Þótt Pétur Nói Stefánsson í Hveragerði sé ekki nema fjórtán ára gamall þá bregður hann sér í hlutverk organista Hveragerðiskirkju þegar svo ber undir. Pétur Nói þykir einstaklega klár orgel- og píanóleikari, enda nánast búin með allar Suzuki píanóbækurnar. Fréttamaður hitti Pétur Nóa þar sem hann var að spila á orgel kirkjunnar. Það er alveg sama hvort hann spilar á orgelið eða flygilinn í kirkjunni, hann er jafn fær á bæði hljóðfærin. Pétur Nói er nemandi í Tónlistarskóla Árnesinga í Hveragerði. Hann hefur verið að spila frá sex ára aldri en þar hófst samvinna hans og Önnu Jórunnar Stefánsdóttur, ömmu hans sem hefur fylgt honum í gegnum Suzuki-nám í píanóleik. „Ég var beðin að taka þetta að mér fyrir hann og ég hef alltaf verið jafn stolt af því að vera Suzuki-amma,“ segir Anna Jórunn.Hvað er það við Suzuki sem er svona áhugavert? „Það er það hvernig það er kennt frá upphafi. Það fylgir diskur með bókunum, þau eiga að hlusta, þau eiga að þekkja lögin. Þau eiga líka að læra að lesa nótur, það kemur smátt og smátt. Ég myndi lýsa honum sem mjög góðum píanóleikara og óvenju þroskuðum miðað við aldur og hann hefur svo mikinn áhuga. Það er það sem drífur hann áfram og hann hefur svo gaman af tónlistinni.“En hvað er það við píanóið sem hrífur Pétur Nóa mest? „Mér finnst það bara hljóðið. Það er skemmtilegt að glamra á píanóið. Það er hægt að spila vitlaust á það en eiginlega ekki falskt, nema píanóið sé falskt,“ segir Pétur Nói.Ertu undrabarn? „Nei ég ég myndi ekki segja að ég væri undrabarn. Ég myndi segja að æfingin skapar meistarann.“Æfir nýja prelúdíu fyrir messu Pétur Nói segir virkilega gaman að spila á orgel Hveragerðiskirkju. „Ég er farinn að spila meira í messum, ég er að æfa nýtt lag núna, nýja prelúdíu sem ég get spilað einhverntímann í messu. Kennari Péturs Nóa er mjög stolt af honum og segir hann eiga bjarta framtíð fyrir sér haldi hann rétt á spilunum. „Hann hefur verið mjög duglegur og hefuð fengið afskaplega góðan stuðning hjá ömmu sinni og saman hefur þetta gengið mjög vel hjá þeim,“ segir Esther Ólafsdóttir, kennari Péturs Nóa.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira