Fjórtán ára organisti: „Ég myndi ekki segja að ég væri undrabarn“ Magnús Hlynur Hreiðarsson og Þórdís Valsdóttir skrifa 30. desember 2017 21:15 Þótt Pétur Nói Stefánsson í Hveragerði sé ekki nema fjórtán ára gamall þá bregður hann sér í hlutverk organista Hveragerðiskirkju þegar svo ber undir. Pétur Nói þykir einstaklega klár orgel- og píanóleikari, enda nánast búin með allar Suzuki píanóbækurnar. Fréttamaður hitti Pétur Nóa þar sem hann var að spila á orgel kirkjunnar. Það er alveg sama hvort hann spilar á orgelið eða flygilinn í kirkjunni, hann er jafn fær á bæði hljóðfærin. Pétur Nói er nemandi í Tónlistarskóla Árnesinga í Hveragerði. Hann hefur verið að spila frá sex ára aldri en þar hófst samvinna hans og Önnu Jórunnar Stefánsdóttur, ömmu hans sem hefur fylgt honum í gegnum Suzuki-nám í píanóleik. „Ég var beðin að taka þetta að mér fyrir hann og ég hef alltaf verið jafn stolt af því að vera Suzuki-amma,“ segir Anna Jórunn.Hvað er það við Suzuki sem er svona áhugavert? „Það er það hvernig það er kennt frá upphafi. Það fylgir diskur með bókunum, þau eiga að hlusta, þau eiga að þekkja lögin. Þau eiga líka að læra að lesa nótur, það kemur smátt og smátt. Ég myndi lýsa honum sem mjög góðum píanóleikara og óvenju þroskuðum miðað við aldur og hann hefur svo mikinn áhuga. Það er það sem drífur hann áfram og hann hefur svo gaman af tónlistinni.“En hvað er það við píanóið sem hrífur Pétur Nóa mest? „Mér finnst það bara hljóðið. Það er skemmtilegt að glamra á píanóið. Það er hægt að spila vitlaust á það en eiginlega ekki falskt, nema píanóið sé falskt,“ segir Pétur Nói.Ertu undrabarn? „Nei ég ég myndi ekki segja að ég væri undrabarn. Ég myndi segja að æfingin skapar meistarann.“Æfir nýja prelúdíu fyrir messu Pétur Nói segir virkilega gaman að spila á orgel Hveragerðiskirkju. „Ég er farinn að spila meira í messum, ég er að æfa nýtt lag núna, nýja prelúdíu sem ég get spilað einhverntímann í messu. Kennari Péturs Nóa er mjög stolt af honum og segir hann eiga bjarta framtíð fyrir sér haldi hann rétt á spilunum. „Hann hefur verið mjög duglegur og hefuð fengið afskaplega góðan stuðning hjá ömmu sinni og saman hefur þetta gengið mjög vel hjá þeim,“ segir Esther Ólafsdóttir, kennari Péturs Nóa. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Þótt Pétur Nói Stefánsson í Hveragerði sé ekki nema fjórtán ára gamall þá bregður hann sér í hlutverk organista Hveragerðiskirkju þegar svo ber undir. Pétur Nói þykir einstaklega klár orgel- og píanóleikari, enda nánast búin með allar Suzuki píanóbækurnar. Fréttamaður hitti Pétur Nóa þar sem hann var að spila á orgel kirkjunnar. Það er alveg sama hvort hann spilar á orgelið eða flygilinn í kirkjunni, hann er jafn fær á bæði hljóðfærin. Pétur Nói er nemandi í Tónlistarskóla Árnesinga í Hveragerði. Hann hefur verið að spila frá sex ára aldri en þar hófst samvinna hans og Önnu Jórunnar Stefánsdóttur, ömmu hans sem hefur fylgt honum í gegnum Suzuki-nám í píanóleik. „Ég var beðin að taka þetta að mér fyrir hann og ég hef alltaf verið jafn stolt af því að vera Suzuki-amma,“ segir Anna Jórunn.Hvað er það við Suzuki sem er svona áhugavert? „Það er það hvernig það er kennt frá upphafi. Það fylgir diskur með bókunum, þau eiga að hlusta, þau eiga að þekkja lögin. Þau eiga líka að læra að lesa nótur, það kemur smátt og smátt. Ég myndi lýsa honum sem mjög góðum píanóleikara og óvenju þroskuðum miðað við aldur og hann hefur svo mikinn áhuga. Það er það sem drífur hann áfram og hann hefur svo gaman af tónlistinni.“En hvað er það við píanóið sem hrífur Pétur Nóa mest? „Mér finnst það bara hljóðið. Það er skemmtilegt að glamra á píanóið. Það er hægt að spila vitlaust á það en eiginlega ekki falskt, nema píanóið sé falskt,“ segir Pétur Nói.Ertu undrabarn? „Nei ég ég myndi ekki segja að ég væri undrabarn. Ég myndi segja að æfingin skapar meistarann.“Æfir nýja prelúdíu fyrir messu Pétur Nói segir virkilega gaman að spila á orgel Hveragerðiskirkju. „Ég er farinn að spila meira í messum, ég er að æfa nýtt lag núna, nýja prelúdíu sem ég get spilað einhverntímann í messu. Kennari Péturs Nóa er mjög stolt af honum og segir hann eiga bjarta framtíð fyrir sér haldi hann rétt á spilunum. „Hann hefur verið mjög duglegur og hefuð fengið afskaplega góðan stuðning hjá ömmu sinni og saman hefur þetta gengið mjög vel hjá þeim,“ segir Esther Ólafsdóttir, kennari Péturs Nóa.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira