Vantar þrjá milljarða í rekstur Landspítalans Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2017 17:58 Stjórnendur Landsspítalans telja spítalann þurfa þrjá milljarða króna til viðbótar við það sem lagt er til í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar til að ná að halda sjó á næsta ári. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir stjórnarflokkana á harðahlaupum frá sjö vikna gömlum kosningaloforðum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í síðustu viku. Þar kom meðal annars fram að áætlað væri að auka framlög til heilbrigðismála á næsta ári um tuttugu og einn milljarð. Fjárlaganefnd Alþingis fer nú yfir frumvarpið og er áætlað að nefndin ljúki afgreiði það til annarrar umræðu á morgun.Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir að flokkur hans muni leggja fram margar breytingar á frumvarpinu. „Já, sérstaklega í ljósi þess að við erum að fá mjög neikvæðar umsagnir frá hagsmunaaðilum hvað þetta frumvarp varðar. Bara í morgun vorum við að fá forstjóra Landspítalans sem er að kalla eftir verulegu fjármagni bara til að halda sjó.“Hvað telur spítalinn að hann þurfi til viðbótar?„Hann þarf tæpa þrjá milljarða bara til að halda sjó. Þannig að allt tal um að hér sé hafin einhver stórsókn í innviðauppbyggingu er bara blekkingarleikur. Þjóðin hefur verið að kalla eftir auknum fjármunum ekki síst í heilbrigðismálum og við í Samfylkingunni viljum standa við þau loforð sem nú ekki eldri en sjö vikna gömul. En stjórnarflokkarnir eru á harðahlaupum frá sínum eigin loforðum,“ segir Ágúst Ólafur. Forstöðumenn annarra heilbrigðisstofnana hafa tekið í sama streng á fundum fjárlaganefndar. „Við fáum sömuleiðis skilaboð um að öryrkjar eru óánægðir, eldri borgarar eru óánægðir. Það er engin viðbót í barnabætur, engin viðbót í vaxtabætur, engar viðbætur í íbúðamálin. Svona mætti lengi telja. Þannig að þetta frumvarp kallar að okkar mati á talsverðar breytingatillögur vegna þess að þetta eru ekkert nema vinstrisvik,“ segir Ágúst Ólafur. Þess vegna hafi hann óskað eftir því að fulltrúar eldri borgara og öryrkja kæmi á fund fjárlaganefndar seinnipartinn í dag en nefndin hefur fundað frá því klukkan hálf níu í morgun. Í hádeginu fundaði Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis síðan með þingflokksformönnum til að reyna að leggja línurnar um þingstörfin fram að áramótum. Ágúst Ólafur vonast til að verulegar breytingar náist fram á fjárlagafrumvarpinu. Hægt sé að fjármagna aukin útgjöld með því að styrkja tekjustofna ríkissjóðs. „Í fyrsta lagi væri hægt að fá auknar tekjur af erlendum ferðamönnum. Í öðru lagi væri hægt að hækka kolefnisgjald eins og til stóð. Tekjutengdur auðlegðarskattur er hugmynd sem við viljum hafa á borðinu. Það væri hægt að hækka fjármagnstekjuskattinn. Allir flokkar voru sammála um að hægt væri að fá auknar arðgreiðslur úr bönkunum. Auðlindagjöld er eitthvað sem alltaf þyrfti að koma til skoðunar; að auka arð þjóðarinnar af hennar eigin auðlind. Þannig að það eru margar leiðir til að tryggja hér traustan tekjugrunn fyrir ríkissjóð án þess að skattar á venjulegt fólk séu hækkaðir,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson. Fjárlög Heilbrigðismál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Stjórnendur Landsspítalans telja spítalann þurfa þrjá milljarða króna til viðbótar við það sem lagt er til í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar til að ná að halda sjó á næsta ári. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir stjórnarflokkana á harðahlaupum frá sjö vikna gömlum kosningaloforðum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í síðustu viku. Þar kom meðal annars fram að áætlað væri að auka framlög til heilbrigðismála á næsta ári um tuttugu og einn milljarð. Fjárlaganefnd Alþingis fer nú yfir frumvarpið og er áætlað að nefndin ljúki afgreiði það til annarrar umræðu á morgun.Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir að flokkur hans muni leggja fram margar breytingar á frumvarpinu. „Já, sérstaklega í ljósi þess að við erum að fá mjög neikvæðar umsagnir frá hagsmunaaðilum hvað þetta frumvarp varðar. Bara í morgun vorum við að fá forstjóra Landspítalans sem er að kalla eftir verulegu fjármagni bara til að halda sjó.“Hvað telur spítalinn að hann þurfi til viðbótar?„Hann þarf tæpa þrjá milljarða bara til að halda sjó. Þannig að allt tal um að hér sé hafin einhver stórsókn í innviðauppbyggingu er bara blekkingarleikur. Þjóðin hefur verið að kalla eftir auknum fjármunum ekki síst í heilbrigðismálum og við í Samfylkingunni viljum standa við þau loforð sem nú ekki eldri en sjö vikna gömul. En stjórnarflokkarnir eru á harðahlaupum frá sínum eigin loforðum,“ segir Ágúst Ólafur. Forstöðumenn annarra heilbrigðisstofnana hafa tekið í sama streng á fundum fjárlaganefndar. „Við fáum sömuleiðis skilaboð um að öryrkjar eru óánægðir, eldri borgarar eru óánægðir. Það er engin viðbót í barnabætur, engin viðbót í vaxtabætur, engar viðbætur í íbúðamálin. Svona mætti lengi telja. Þannig að þetta frumvarp kallar að okkar mati á talsverðar breytingatillögur vegna þess að þetta eru ekkert nema vinstrisvik,“ segir Ágúst Ólafur. Þess vegna hafi hann óskað eftir því að fulltrúar eldri borgara og öryrkja kæmi á fund fjárlaganefndar seinnipartinn í dag en nefndin hefur fundað frá því klukkan hálf níu í morgun. Í hádeginu fundaði Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis síðan með þingflokksformönnum til að reyna að leggja línurnar um þingstörfin fram að áramótum. Ágúst Ólafur vonast til að verulegar breytingar náist fram á fjárlagafrumvarpinu. Hægt sé að fjármagna aukin útgjöld með því að styrkja tekjustofna ríkissjóðs. „Í fyrsta lagi væri hægt að fá auknar tekjur af erlendum ferðamönnum. Í öðru lagi væri hægt að hækka kolefnisgjald eins og til stóð. Tekjutengdur auðlegðarskattur er hugmynd sem við viljum hafa á borðinu. Það væri hægt að hækka fjármagnstekjuskattinn. Allir flokkar voru sammála um að hægt væri að fá auknar arðgreiðslur úr bönkunum. Auðlindagjöld er eitthvað sem alltaf þyrfti að koma til skoðunar; að auka arð þjóðarinnar af hennar eigin auðlind. Þannig að það eru margar leiðir til að tryggja hér traustan tekjugrunn fyrir ríkissjóð án þess að skattar á venjulegt fólk séu hækkaðir,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson.
Fjárlög Heilbrigðismál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent