Forseti ASÍ segir stefna í óefni á vinnumarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2017 19:55 Forseti Alþýðusambandsins segir stefna í óefni á almennum vinnumarkaði meðal annars vegna fjölmargra ákvarðana kjararáðs til dæmis um miklar launahækkanir til ráðamanna. Mikil gremja og reiði sé meðal félagsmanna ASÍ og stjórnmálamenn verði að átta sig á að ábyrgð þeirra felist í að þeir deili kjörum með þjóðinni. Það munaði minnstu að Alþýðusambandið nýtti sér uppsagnarákvæði í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði þegar þegar það var hægt í lok febrúar á þessu ári. En þá höfðu verið gerðir kjarasamningar við grunn- og tónlistarskólakennara sem voru umfram það sem miðað hafði verið við í SALEK samkomulaginu svo kallaða. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands segir að menn hafi þá sæst á að þar væri um leiðréttingu þessara hópa að ræða. „Það sem við gerðum var einfaldlega að fresta viðbrögðum okkar við þeim forsendu bresti og sögðum; gott og vel við skulum gefa þessu ár. Þá fyrir lok febrúar 2018 munum við meta það hvort aðrir hópar hafi viljað taka þessari sátt og sáttabeiðni grunnskólakennara,“ segir Gylfi. Það hafi hins vegar ekki gerst. Þá hafi einnig verið horft til ákvarðana sem kjararáð tók á síðasta ári um tuga prósenta hækkun launa þingmanna og æðstu ráðamanna og nú síðast um kjör þjóna kirkjunnar. „Við höfum svo sem ekki bara verið að horfa á þessa nýjustu niðurstöðu vegna kirkjunnar. Því kjararáð hefur verið að úrskurða að ég held 29 sinnum á árinu. Það er nú ríflega tvisvar í mánuði. Ég hygg að enginn þeirra úrskurða sé í samhengi við það sem er að gerast á vinnumarkaðnum. Þannig að kjararáð er svona eins og varaforseti (ASÍ) orðaði það í gær fíllinn í stofunni,“ segir Gylfi. Kjarasamningar félaga innan ASÍ gilda út næsta ár en Gylfi segir að horft verði til uppsagnarákvæðis sem hægt sé að grípa til í lok febrúar. Það velti töluvert á ríkisstjórninni meðal annars vegna úrskurðar kjaradóms um kjör æðstu ráðamanna í fyrra. En í júlí 2016 gerðum við stjórnvöldum grein fyrir því að ef stjórnvöld og Alþingi myndu ekki bregðast við þessum úrskurði myndi það enda í óefni. Mér sýnist að það sé að sigla nokkuð öruggum skrefum í þá átt,“ segir Gylfi. Meðal annars vegna þess að breytingar á lögum um kjararáð hafi verið í mýflugumynd en þar var þeim sem kjararáð tekur ákvörðun kjör fyrir fækkað og einungis tekið á launum þingmanna til smávægilegrar lækkunar, eða úr 72 prósentum í 69 prósent, en ekki ráðherra. Það sé mikil gremja og reiði undirliggjandi hjá félagsfólki ASÍ. „Þetta gengur ekkert upp að forystumenn ríkisstjórna óski eftir því að almenningur í landinu hagi sér með tilteknum hætti með þjóðarhag í huga og það gildi ekki það sama um þá sjálfa. Þessu verða bara stjórnmálamenn að átta sig á: að í því felst þeirra ábyrgð að þeir deili kjörum með þjóðinni,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Kjararáð Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir stefna í óefni á almennum vinnumarkaði meðal annars vegna fjölmargra ákvarðana kjararáðs til dæmis um miklar launahækkanir til ráðamanna. Mikil gremja og reiði sé meðal félagsmanna ASÍ og stjórnmálamenn verði að átta sig á að ábyrgð þeirra felist í að þeir deili kjörum með þjóðinni. Það munaði minnstu að Alþýðusambandið nýtti sér uppsagnarákvæði í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði þegar þegar það var hægt í lok febrúar á þessu ári. En þá höfðu verið gerðir kjarasamningar við grunn- og tónlistarskólakennara sem voru umfram það sem miðað hafði verið við í SALEK samkomulaginu svo kallaða. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands segir að menn hafi þá sæst á að þar væri um leiðréttingu þessara hópa að ræða. „Það sem við gerðum var einfaldlega að fresta viðbrögðum okkar við þeim forsendu bresti og sögðum; gott og vel við skulum gefa þessu ár. Þá fyrir lok febrúar 2018 munum við meta það hvort aðrir hópar hafi viljað taka þessari sátt og sáttabeiðni grunnskólakennara,“ segir Gylfi. Það hafi hins vegar ekki gerst. Þá hafi einnig verið horft til ákvarðana sem kjararáð tók á síðasta ári um tuga prósenta hækkun launa þingmanna og æðstu ráðamanna og nú síðast um kjör þjóna kirkjunnar. „Við höfum svo sem ekki bara verið að horfa á þessa nýjustu niðurstöðu vegna kirkjunnar. Því kjararáð hefur verið að úrskurða að ég held 29 sinnum á árinu. Það er nú ríflega tvisvar í mánuði. Ég hygg að enginn þeirra úrskurða sé í samhengi við það sem er að gerast á vinnumarkaðnum. Þannig að kjararáð er svona eins og varaforseti (ASÍ) orðaði það í gær fíllinn í stofunni,“ segir Gylfi. Kjarasamningar félaga innan ASÍ gilda út næsta ár en Gylfi segir að horft verði til uppsagnarákvæðis sem hægt sé að grípa til í lok febrúar. Það velti töluvert á ríkisstjórninni meðal annars vegna úrskurðar kjaradóms um kjör æðstu ráðamanna í fyrra. En í júlí 2016 gerðum við stjórnvöldum grein fyrir því að ef stjórnvöld og Alþingi myndu ekki bregðast við þessum úrskurði myndi það enda í óefni. Mér sýnist að það sé að sigla nokkuð öruggum skrefum í þá átt,“ segir Gylfi. Meðal annars vegna þess að breytingar á lögum um kjararáð hafi verið í mýflugumynd en þar var þeim sem kjararáð tekur ákvörðun kjör fyrir fækkað og einungis tekið á launum þingmanna til smávægilegrar lækkunar, eða úr 72 prósentum í 69 prósent, en ekki ráðherra. Það sé mikil gremja og reiði undirliggjandi hjá félagsfólki ASÍ. „Þetta gengur ekkert upp að forystumenn ríkisstjórna óski eftir því að almenningur í landinu hagi sér með tilteknum hætti með þjóðarhag í huga og það gildi ekki það sama um þá sjálfa. Þessu verða bara stjórnmálamenn að átta sig á: að í því felst þeirra ábyrgð að þeir deili kjörum með þjóðinni,“ segir Gylfi Arnbjörnsson.
Kjararáð Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Sjá meira