Guðni og Eliza í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í janúar Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2017 13:36 Heimsókn Guðna og Elizu er í boði Karls Gústafs Svíakonungs. Håkan Juholt sendiherra segir það hafa verið skemmtilegt að skipuleggja heimsóknina. Karl Gústaf Svíakonungur hefur boðið Guðna Th. Jóhannessyni forseti og Elizu Reid forsetafrú í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í næsta mánuði. Þetta staðfestir Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, í samtali við Vísi. Heimsóknin hefst miðvikudaginn 17. janúar 2018 og stendur fram á föstudaginn 19. janúar. Juholt segir að enn sé verið að setja saman dagskrá heimsóknarinnar en að sérstakur hátíðarkvöldverður verði haldinn í Stokkhólmi, forsetahjónunum til heiðurs. Verða sænsku konungshjónin, Viktoría krónprinsessa, forsætisráðherrann Stefan Löfven og fleiri ráðherrar úr sænsku ríkisstjórninni á meðal gesta. Gestalistinn enn í smíðum Sendiherrann segir að gestalisti hátíðarkvöldverðarins sé enn í smíðum, en að vonast sé til að hægt verði að fá gesti úr mörgum sviðum íslensks og sænsks þjóðlífs – úr heimi viðskipta, háskólasamfélagsins, íþrótta, menningar og fleiri – þannig að ekki verði þar einungis fólk úr heimi stjórnmála. Juholt vonast til að heimsóknin muni vera báðum ríkjum til góðs og að forsetinn og þeir sem honum fylgja frá Íslandi muni ná að ræða fjölda þeirra mála sem tengja ríkin saman – pólitískt samstarf, viðskipti, menntamál, sameiginleg gildi íslensku og sænsku þjóðarinnar og þannig mætti áfram telja. Håkan Juholt tók við embætti sendiherra Svíþjóðar á Íslandi í haust.Regeringen.se Skemmtileg byrjun á sendiherraferlinumJuholt, sem er fyrrverandi þingmaður og formaður sænskra Jafnaðarmanna, tók við embætti sendiherra Svíþjóðar á Íslandi í haust. „Þetta er skemmtileg byrjun á ferli mínum sem sendiherra, að eiga þátt í að skipuleggja þessa heimsókn.“ Hann vonast til að með henni muni einnig gefast færi til að skapa umræðu innan skóla, bæði í Svíþjóð og á Íslandi, um samstarf ríkjanna og að skólabörn á Íslandi geti fræðst um Svíþjóð og öfugt. Guðni og Elísa fóru í sína fyrstu opinberu heimsókn til erlends ríkis í janúar á þessu ári þegar þau héldu til Danmerkur í boði Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Þá fóru forsetahjónin í opinbera heimsókn til Noregs í mars og til Færeyja í maí. Sömuleiðis héldu forsetahjónin til Finnlands í júní í tilefni af aldarafmæli sjálfstæðis Finnlands. Forseti Íslands Karl Gústaf XVI Svíakonungur Svíþjóð Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Karl Gústaf Svíakonungur hefur boðið Guðna Th. Jóhannessyni forseti og Elizu Reid forsetafrú í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í næsta mánuði. Þetta staðfestir Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, í samtali við Vísi. Heimsóknin hefst miðvikudaginn 17. janúar 2018 og stendur fram á föstudaginn 19. janúar. Juholt segir að enn sé verið að setja saman dagskrá heimsóknarinnar en að sérstakur hátíðarkvöldverður verði haldinn í Stokkhólmi, forsetahjónunum til heiðurs. Verða sænsku konungshjónin, Viktoría krónprinsessa, forsætisráðherrann Stefan Löfven og fleiri ráðherrar úr sænsku ríkisstjórninni á meðal gesta. Gestalistinn enn í smíðum Sendiherrann segir að gestalisti hátíðarkvöldverðarins sé enn í smíðum, en að vonast sé til að hægt verði að fá gesti úr mörgum sviðum íslensks og sænsks þjóðlífs – úr heimi viðskipta, háskólasamfélagsins, íþrótta, menningar og fleiri – þannig að ekki verði þar einungis fólk úr heimi stjórnmála. Juholt vonast til að heimsóknin muni vera báðum ríkjum til góðs og að forsetinn og þeir sem honum fylgja frá Íslandi muni ná að ræða fjölda þeirra mála sem tengja ríkin saman – pólitískt samstarf, viðskipti, menntamál, sameiginleg gildi íslensku og sænsku þjóðarinnar og þannig mætti áfram telja. Håkan Juholt tók við embætti sendiherra Svíþjóðar á Íslandi í haust.Regeringen.se Skemmtileg byrjun á sendiherraferlinumJuholt, sem er fyrrverandi þingmaður og formaður sænskra Jafnaðarmanna, tók við embætti sendiherra Svíþjóðar á Íslandi í haust. „Þetta er skemmtileg byrjun á ferli mínum sem sendiherra, að eiga þátt í að skipuleggja þessa heimsókn.“ Hann vonast til að með henni muni einnig gefast færi til að skapa umræðu innan skóla, bæði í Svíþjóð og á Íslandi, um samstarf ríkjanna og að skólabörn á Íslandi geti fræðst um Svíþjóð og öfugt. Guðni og Elísa fóru í sína fyrstu opinberu heimsókn til erlends ríkis í janúar á þessu ári þegar þau héldu til Danmerkur í boði Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Þá fóru forsetahjónin í opinbera heimsókn til Noregs í mars og til Færeyja í maí. Sömuleiðis héldu forsetahjónin til Finnlands í júní í tilefni af aldarafmæli sjálfstæðis Finnlands.
Forseti Íslands Karl Gústaf XVI Svíakonungur Svíþjóð Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira