Áttræð hættir að hjúkra jafnöldrum til að komast í ræktina Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. desember 2017 21:00 Gíslína Erla, eða Erla eins og hún er alltaf kölluð, hefur starfað við hjúkrun í 34 ár eða frá því hún var á fimmtugsaldri. Hún nýtur starfsins og ákvað því að mennta sig í faginu. „Ég fór að læra félagsliðann þegar ég var 68 ára og útskrifaðist sjötug,“ segir Erla sem er að verða áttræð og hefur ákveðið að fara á eftirlaun um áramótin. „Ég hef nú oft ætlað að hætta en aldrei orðið af því. En nú er aldurinn orðinn það mikill að nú hætti ég að vinna og fer að sinna öðru. Það er margt sem ég get gert - ég hef alltaf nóg að gera. Það er sundið, sundleikfimi og ræktin, og sumarbústaðurinn.“ Erla segist hafa notið starfsins alla tíð og að vaktavinna henti sér vel. „Ég hef unnið morgun-, kvöld- og næturvaktir og tek næturvaktir enn í dag,“ segir Erla en næturvaktirnar eru í sérlegu uppáhaldi. „Ég er b-manneskja," segir hún. Erla er eldri en margir skjólstæðingarnir sem hún hjúkrar og verkefnin geta verið ansi krefjandi, bæði andlega og líkamlega. En hún segist vera þakklát fyrir góða heilsu og samstarfsmenn bera henni vel söguna. „Erla er náttúrulega bara frábær starfsmaður. Hún tekur aldrei veikindadaga, kemur alltaf í vinnuna og gefur þessum tvítugu ekkert eftir - hún er mjög dugleg," segir Íris Dögg Guðjónsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri á Eir. Bæði samstarfsmenn og skjólstæðingar segjast kveðja Erlu með miklum söknuði og sama segir Erla sem nýtur þess að vinna með eldra fólki. „Það er mjög skemmtilegt og gefandi að sinna því og það er alltaf mjög þakklátt fyrir allt sem gert er fyrir það,“ segir hún en hún hefur eignast marga góða vini í gegnum starfið og ætlar að koma í heimsókn eftir að hún lýkur störfum. „Já, það ætla ég að gera. Mér þykir vænt um staðinn og skjólstæðingana og starfsfólkið og mun halda áfram að koma hingað.“ Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar Sjá meira
Gíslína Erla, eða Erla eins og hún er alltaf kölluð, hefur starfað við hjúkrun í 34 ár eða frá því hún var á fimmtugsaldri. Hún nýtur starfsins og ákvað því að mennta sig í faginu. „Ég fór að læra félagsliðann þegar ég var 68 ára og útskrifaðist sjötug,“ segir Erla sem er að verða áttræð og hefur ákveðið að fara á eftirlaun um áramótin. „Ég hef nú oft ætlað að hætta en aldrei orðið af því. En nú er aldurinn orðinn það mikill að nú hætti ég að vinna og fer að sinna öðru. Það er margt sem ég get gert - ég hef alltaf nóg að gera. Það er sundið, sundleikfimi og ræktin, og sumarbústaðurinn.“ Erla segist hafa notið starfsins alla tíð og að vaktavinna henti sér vel. „Ég hef unnið morgun-, kvöld- og næturvaktir og tek næturvaktir enn í dag,“ segir Erla en næturvaktirnar eru í sérlegu uppáhaldi. „Ég er b-manneskja," segir hún. Erla er eldri en margir skjólstæðingarnir sem hún hjúkrar og verkefnin geta verið ansi krefjandi, bæði andlega og líkamlega. En hún segist vera þakklát fyrir góða heilsu og samstarfsmenn bera henni vel söguna. „Erla er náttúrulega bara frábær starfsmaður. Hún tekur aldrei veikindadaga, kemur alltaf í vinnuna og gefur þessum tvítugu ekkert eftir - hún er mjög dugleg," segir Íris Dögg Guðjónsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri á Eir. Bæði samstarfsmenn og skjólstæðingar segjast kveðja Erlu með miklum söknuði og sama segir Erla sem nýtur þess að vinna með eldra fólki. „Það er mjög skemmtilegt og gefandi að sinna því og það er alltaf mjög þakklátt fyrir allt sem gert er fyrir það,“ segir hún en hún hefur eignast marga góða vini í gegnum starfið og ætlar að koma í heimsókn eftir að hún lýkur störfum. „Já, það ætla ég að gera. Mér þykir vænt um staðinn og skjólstæðingana og starfsfólkið og mun halda áfram að koma hingað.“
Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar Sjá meira