Fleiri þolendur ofbeldis leitað til Bjarkarhlíðar en búist var við Haraldur Guðmundsson skrifar 27. desember 2017 06:00 Þær Hafdís Inga Hinriksdóttir og Ragna Björg Guðbrandsdóttir hafa tekið á móti fólki í Bjarkarhlíð. vísir/stefán „Við höfum núna fengið hingað inn um 300 mál sem er töluvert meira en búist var við og þetta er búið að vera gríðarlega vel sótt,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur hvers kyns ofbeldis sem opnuð var við Bústaðaveg í byrjun mars síðastliðnum. Ragna bendir á að þar með hafi að meðaltali einn einstaklingur heimsótt ráðgjafa Bjarkarhlíðar á dag. Þeir hafi leitað til miðstöðvarinnar með hin ýmsu mál sem þó öll tengjast ofbeldi á einn eða annan hátt. Langstærstur hluti skjólstæðinganna er íslenskar konur en á bilinu 10 til 20 prósent af erlendum uppruna. „Í nóvember var gríðarlega mikið að gera en desember var aðeins rólegri eða allavega síðasta vikan fyrir jól. Þetta er búinn að vera erfiður tími hjá fólki í kringum umræðuna í þjóðfélaginu sem hefur haft áhrif. Fólk sem hefur ætlað að fara á hnefanum hefur frekar látið undan og treyst sér til að sækja sér aðstoðar,“ segir Ragna Björg og vísar til #metoo-byltingarinnar þar sem konur hafa stigið fram og greint frá kynferðislegri áreitni, valdbeitingu og ofbeldi. „Tilfinningin er sú að andlegt ofbeldi sé algengast eða að fólk sé að stíga út úr ofbeldissamböndum þar sem andlegt ofbeldi hefur verið stærsti þátturinn. Yfir helmingur málanna eru heimilisofbeldismál eða ofbeldi í nánum samböndum og þar sem konur eru að undirbúa sig og kanna rétt sinn hjá lögfræðingum og tryggja öryggi þegar þær eru að slíta samböndum. Svo er einnig talsvert af ungu fólki sem hefur lent í ofbeldi í sínum fyrstu ástarsamböndum,“ segir Ragna Björg. „Þetta er því búið að vera vel sótt og þá sérstaklega miðað við að við höfum ekki ráðist í mikla kynningu á starfinu. Það var skrifað undir viljayfirlýsingu um stofnun Bjarkarhlíðar í október í fyrra og tilfinningin var sú að þetta kæmi sér vel fyrir þolendur ofbeldis. Það sem lögreglan finnur sérstaklega fyrir er að þarna er komið eitt úrræði til viðbótar og meiri heildarsýn og viðbót við þetta nýja verklag hennar. Það voru ráðnir tveir starfsmenn og svo bættist einn frá lögreglunni við. Svo er grasrótin með ígildi eins starfsmanns og þannig höfum við náð að láta þetta mæta þörfinni,“ segir Ragna. Miðstöðin er meðal annars rekin í samstarfi við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Drekaslóð, Stígamót, Kvennaathvarfið, Mannréttindaskrifstofu Íslands og velferðar- og dómsmálaráðuneytið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
„Við höfum núna fengið hingað inn um 300 mál sem er töluvert meira en búist var við og þetta er búið að vera gríðarlega vel sótt,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur hvers kyns ofbeldis sem opnuð var við Bústaðaveg í byrjun mars síðastliðnum. Ragna bendir á að þar með hafi að meðaltali einn einstaklingur heimsótt ráðgjafa Bjarkarhlíðar á dag. Þeir hafi leitað til miðstöðvarinnar með hin ýmsu mál sem þó öll tengjast ofbeldi á einn eða annan hátt. Langstærstur hluti skjólstæðinganna er íslenskar konur en á bilinu 10 til 20 prósent af erlendum uppruna. „Í nóvember var gríðarlega mikið að gera en desember var aðeins rólegri eða allavega síðasta vikan fyrir jól. Þetta er búinn að vera erfiður tími hjá fólki í kringum umræðuna í þjóðfélaginu sem hefur haft áhrif. Fólk sem hefur ætlað að fara á hnefanum hefur frekar látið undan og treyst sér til að sækja sér aðstoðar,“ segir Ragna Björg og vísar til #metoo-byltingarinnar þar sem konur hafa stigið fram og greint frá kynferðislegri áreitni, valdbeitingu og ofbeldi. „Tilfinningin er sú að andlegt ofbeldi sé algengast eða að fólk sé að stíga út úr ofbeldissamböndum þar sem andlegt ofbeldi hefur verið stærsti þátturinn. Yfir helmingur málanna eru heimilisofbeldismál eða ofbeldi í nánum samböndum og þar sem konur eru að undirbúa sig og kanna rétt sinn hjá lögfræðingum og tryggja öryggi þegar þær eru að slíta samböndum. Svo er einnig talsvert af ungu fólki sem hefur lent í ofbeldi í sínum fyrstu ástarsamböndum,“ segir Ragna Björg. „Þetta er því búið að vera vel sótt og þá sérstaklega miðað við að við höfum ekki ráðist í mikla kynningu á starfinu. Það var skrifað undir viljayfirlýsingu um stofnun Bjarkarhlíðar í október í fyrra og tilfinningin var sú að þetta kæmi sér vel fyrir þolendur ofbeldis. Það sem lögreglan finnur sérstaklega fyrir er að þarna er komið eitt úrræði til viðbótar og meiri heildarsýn og viðbót við þetta nýja verklag hennar. Það voru ráðnir tveir starfsmenn og svo bættist einn frá lögreglunni við. Svo er grasrótin með ígildi eins starfsmanns og þannig höfum við náð að láta þetta mæta þörfinni,“ segir Ragna. Miðstöðin er meðal annars rekin í samstarfi við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Drekaslóð, Stígamót, Kvennaathvarfið, Mannréttindaskrifstofu Íslands og velferðar- og dómsmálaráðuneytið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira