Fleiri þolendur ofbeldis leitað til Bjarkarhlíðar en búist var við Haraldur Guðmundsson skrifar 27. desember 2017 06:00 Þær Hafdís Inga Hinriksdóttir og Ragna Björg Guðbrandsdóttir hafa tekið á móti fólki í Bjarkarhlíð. vísir/stefán „Við höfum núna fengið hingað inn um 300 mál sem er töluvert meira en búist var við og þetta er búið að vera gríðarlega vel sótt,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur hvers kyns ofbeldis sem opnuð var við Bústaðaveg í byrjun mars síðastliðnum. Ragna bendir á að þar með hafi að meðaltali einn einstaklingur heimsótt ráðgjafa Bjarkarhlíðar á dag. Þeir hafi leitað til miðstöðvarinnar með hin ýmsu mál sem þó öll tengjast ofbeldi á einn eða annan hátt. Langstærstur hluti skjólstæðinganna er íslenskar konur en á bilinu 10 til 20 prósent af erlendum uppruna. „Í nóvember var gríðarlega mikið að gera en desember var aðeins rólegri eða allavega síðasta vikan fyrir jól. Þetta er búinn að vera erfiður tími hjá fólki í kringum umræðuna í þjóðfélaginu sem hefur haft áhrif. Fólk sem hefur ætlað að fara á hnefanum hefur frekar látið undan og treyst sér til að sækja sér aðstoðar,“ segir Ragna Björg og vísar til #metoo-byltingarinnar þar sem konur hafa stigið fram og greint frá kynferðislegri áreitni, valdbeitingu og ofbeldi. „Tilfinningin er sú að andlegt ofbeldi sé algengast eða að fólk sé að stíga út úr ofbeldissamböndum þar sem andlegt ofbeldi hefur verið stærsti þátturinn. Yfir helmingur málanna eru heimilisofbeldismál eða ofbeldi í nánum samböndum og þar sem konur eru að undirbúa sig og kanna rétt sinn hjá lögfræðingum og tryggja öryggi þegar þær eru að slíta samböndum. Svo er einnig talsvert af ungu fólki sem hefur lent í ofbeldi í sínum fyrstu ástarsamböndum,“ segir Ragna Björg. „Þetta er því búið að vera vel sótt og þá sérstaklega miðað við að við höfum ekki ráðist í mikla kynningu á starfinu. Það var skrifað undir viljayfirlýsingu um stofnun Bjarkarhlíðar í október í fyrra og tilfinningin var sú að þetta kæmi sér vel fyrir þolendur ofbeldis. Það sem lögreglan finnur sérstaklega fyrir er að þarna er komið eitt úrræði til viðbótar og meiri heildarsýn og viðbót við þetta nýja verklag hennar. Það voru ráðnir tveir starfsmenn og svo bættist einn frá lögreglunni við. Svo er grasrótin með ígildi eins starfsmanns og þannig höfum við náð að láta þetta mæta þörfinni,“ segir Ragna. Miðstöðin er meðal annars rekin í samstarfi við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Drekaslóð, Stígamót, Kvennaathvarfið, Mannréttindaskrifstofu Íslands og velferðar- og dómsmálaráðuneytið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
„Við höfum núna fengið hingað inn um 300 mál sem er töluvert meira en búist var við og þetta er búið að vera gríðarlega vel sótt,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur hvers kyns ofbeldis sem opnuð var við Bústaðaveg í byrjun mars síðastliðnum. Ragna bendir á að þar með hafi að meðaltali einn einstaklingur heimsótt ráðgjafa Bjarkarhlíðar á dag. Þeir hafi leitað til miðstöðvarinnar með hin ýmsu mál sem þó öll tengjast ofbeldi á einn eða annan hátt. Langstærstur hluti skjólstæðinganna er íslenskar konur en á bilinu 10 til 20 prósent af erlendum uppruna. „Í nóvember var gríðarlega mikið að gera en desember var aðeins rólegri eða allavega síðasta vikan fyrir jól. Þetta er búinn að vera erfiður tími hjá fólki í kringum umræðuna í þjóðfélaginu sem hefur haft áhrif. Fólk sem hefur ætlað að fara á hnefanum hefur frekar látið undan og treyst sér til að sækja sér aðstoðar,“ segir Ragna Björg og vísar til #metoo-byltingarinnar þar sem konur hafa stigið fram og greint frá kynferðislegri áreitni, valdbeitingu og ofbeldi. „Tilfinningin er sú að andlegt ofbeldi sé algengast eða að fólk sé að stíga út úr ofbeldissamböndum þar sem andlegt ofbeldi hefur verið stærsti þátturinn. Yfir helmingur málanna eru heimilisofbeldismál eða ofbeldi í nánum samböndum og þar sem konur eru að undirbúa sig og kanna rétt sinn hjá lögfræðingum og tryggja öryggi þegar þær eru að slíta samböndum. Svo er einnig talsvert af ungu fólki sem hefur lent í ofbeldi í sínum fyrstu ástarsamböndum,“ segir Ragna Björg. „Þetta er því búið að vera vel sótt og þá sérstaklega miðað við að við höfum ekki ráðist í mikla kynningu á starfinu. Það var skrifað undir viljayfirlýsingu um stofnun Bjarkarhlíðar í október í fyrra og tilfinningin var sú að þetta kæmi sér vel fyrir þolendur ofbeldis. Það sem lögreglan finnur sérstaklega fyrir er að þarna er komið eitt úrræði til viðbótar og meiri heildarsýn og viðbót við þetta nýja verklag hennar. Það voru ráðnir tveir starfsmenn og svo bættist einn frá lögreglunni við. Svo er grasrótin með ígildi eins starfsmanns og þannig höfum við náð að láta þetta mæta þörfinni,“ segir Ragna. Miðstöðin er meðal annars rekin í samstarfi við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Drekaslóð, Stígamót, Kvennaathvarfið, Mannréttindaskrifstofu Íslands og velferðar- og dómsmálaráðuneytið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira