Fleiri þolendur ofbeldis leitað til Bjarkarhlíðar en búist var við Haraldur Guðmundsson skrifar 27. desember 2017 06:00 Þær Hafdís Inga Hinriksdóttir og Ragna Björg Guðbrandsdóttir hafa tekið á móti fólki í Bjarkarhlíð. vísir/stefán „Við höfum núna fengið hingað inn um 300 mál sem er töluvert meira en búist var við og þetta er búið að vera gríðarlega vel sótt,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur hvers kyns ofbeldis sem opnuð var við Bústaðaveg í byrjun mars síðastliðnum. Ragna bendir á að þar með hafi að meðaltali einn einstaklingur heimsótt ráðgjafa Bjarkarhlíðar á dag. Þeir hafi leitað til miðstöðvarinnar með hin ýmsu mál sem þó öll tengjast ofbeldi á einn eða annan hátt. Langstærstur hluti skjólstæðinganna er íslenskar konur en á bilinu 10 til 20 prósent af erlendum uppruna. „Í nóvember var gríðarlega mikið að gera en desember var aðeins rólegri eða allavega síðasta vikan fyrir jól. Þetta er búinn að vera erfiður tími hjá fólki í kringum umræðuna í þjóðfélaginu sem hefur haft áhrif. Fólk sem hefur ætlað að fara á hnefanum hefur frekar látið undan og treyst sér til að sækja sér aðstoðar,“ segir Ragna Björg og vísar til #metoo-byltingarinnar þar sem konur hafa stigið fram og greint frá kynferðislegri áreitni, valdbeitingu og ofbeldi. „Tilfinningin er sú að andlegt ofbeldi sé algengast eða að fólk sé að stíga út úr ofbeldissamböndum þar sem andlegt ofbeldi hefur verið stærsti þátturinn. Yfir helmingur málanna eru heimilisofbeldismál eða ofbeldi í nánum samböndum og þar sem konur eru að undirbúa sig og kanna rétt sinn hjá lögfræðingum og tryggja öryggi þegar þær eru að slíta samböndum. Svo er einnig talsvert af ungu fólki sem hefur lent í ofbeldi í sínum fyrstu ástarsamböndum,“ segir Ragna Björg. „Þetta er því búið að vera vel sótt og þá sérstaklega miðað við að við höfum ekki ráðist í mikla kynningu á starfinu. Það var skrifað undir viljayfirlýsingu um stofnun Bjarkarhlíðar í október í fyrra og tilfinningin var sú að þetta kæmi sér vel fyrir þolendur ofbeldis. Það sem lögreglan finnur sérstaklega fyrir er að þarna er komið eitt úrræði til viðbótar og meiri heildarsýn og viðbót við þetta nýja verklag hennar. Það voru ráðnir tveir starfsmenn og svo bættist einn frá lögreglunni við. Svo er grasrótin með ígildi eins starfsmanns og þannig höfum við náð að láta þetta mæta þörfinni,“ segir Ragna. Miðstöðin er meðal annars rekin í samstarfi við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Drekaslóð, Stígamót, Kvennaathvarfið, Mannréttindaskrifstofu Íslands og velferðar- og dómsmálaráðuneytið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
„Við höfum núna fengið hingað inn um 300 mál sem er töluvert meira en búist var við og þetta er búið að vera gríðarlega vel sótt,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur hvers kyns ofbeldis sem opnuð var við Bústaðaveg í byrjun mars síðastliðnum. Ragna bendir á að þar með hafi að meðaltali einn einstaklingur heimsótt ráðgjafa Bjarkarhlíðar á dag. Þeir hafi leitað til miðstöðvarinnar með hin ýmsu mál sem þó öll tengjast ofbeldi á einn eða annan hátt. Langstærstur hluti skjólstæðinganna er íslenskar konur en á bilinu 10 til 20 prósent af erlendum uppruna. „Í nóvember var gríðarlega mikið að gera en desember var aðeins rólegri eða allavega síðasta vikan fyrir jól. Þetta er búinn að vera erfiður tími hjá fólki í kringum umræðuna í þjóðfélaginu sem hefur haft áhrif. Fólk sem hefur ætlað að fara á hnefanum hefur frekar látið undan og treyst sér til að sækja sér aðstoðar,“ segir Ragna Björg og vísar til #metoo-byltingarinnar þar sem konur hafa stigið fram og greint frá kynferðislegri áreitni, valdbeitingu og ofbeldi. „Tilfinningin er sú að andlegt ofbeldi sé algengast eða að fólk sé að stíga út úr ofbeldissamböndum þar sem andlegt ofbeldi hefur verið stærsti þátturinn. Yfir helmingur málanna eru heimilisofbeldismál eða ofbeldi í nánum samböndum og þar sem konur eru að undirbúa sig og kanna rétt sinn hjá lögfræðingum og tryggja öryggi þegar þær eru að slíta samböndum. Svo er einnig talsvert af ungu fólki sem hefur lent í ofbeldi í sínum fyrstu ástarsamböndum,“ segir Ragna Björg. „Þetta er því búið að vera vel sótt og þá sérstaklega miðað við að við höfum ekki ráðist í mikla kynningu á starfinu. Það var skrifað undir viljayfirlýsingu um stofnun Bjarkarhlíðar í október í fyrra og tilfinningin var sú að þetta kæmi sér vel fyrir þolendur ofbeldis. Það sem lögreglan finnur sérstaklega fyrir er að þarna er komið eitt úrræði til viðbótar og meiri heildarsýn og viðbót við þetta nýja verklag hennar. Það voru ráðnir tveir starfsmenn og svo bættist einn frá lögreglunni við. Svo er grasrótin með ígildi eins starfsmanns og þannig höfum við náð að láta þetta mæta þörfinni,“ segir Ragna. Miðstöðin er meðal annars rekin í samstarfi við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkurborg, Drekaslóð, Stígamót, Kvennaathvarfið, Mannréttindaskrifstofu Íslands og velferðar- og dómsmálaráðuneytið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira