Innlent

Tveimur vörubrettum af flugeldum stolið af skátum

Atli Ísleifsson skrifar
Um var að ræða um fimmtung af því flugeldamagni sem félagsmenn ætluðutil sölu.
Um var að ræða um fimmtung af því flugeldamagni sem félagsmenn ætluðutil sölu. Vísir/Vilhelm
Miklu magni flugelda var stolið af Skátafélaginu Skjöldungum í Reykjavík aðfaranótt gærdagsins. Félagsmenn höfðu ætlað að selja flugeldana fyrir Hjálparsveitir skáta.

Frá þessu er greint á Facebook-síðu Skjöldunga. Þar segir að brotist hafi verið inn í læstan gám við Skátaheimilið í Sólheimum 21a og þaðan stolið tæpum tveimur vörubrettum af flugeldum.

Um var að ræða um fimmtung af því flugeldamagni sem ætlað var til sölu.

„Við viljum því biðja alla sem kunna að hafa einhvrjar upplýsingar um málið eða þá að þeir verði varir við mikið magn flugelda að hafa samband við lögreglu,“ segir í færslu Skjöldunga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×