Innlent

Ferðamaður flaug sérstaklega aftur til Íslands til að sækja þýfi sem lögreglan hafði upp á

Birgir Olgeirsson skrifar
Ljósmynd sem lögreglan á Suðurnesjum birti af Brandon.
Ljósmynd sem lögreglan á Suðurnesjum birti af Brandon. Lögreglan á Suðurnesjum.

Lögreglan á Suðurnesjum upplýsti þjófnaðarmál á dögunum þegar hún hafði uppi á  ljósmyndabúnaði ferðamanns sem er metinn á tæpa milljón íslenskra króna. Lögreglan segir frá ferðamanninum Brandon sem var á Íslandi í síðustu viku ásamt eiginkonu sinni.

Þau urðu fyrir því að farið var inn í bifreið þeirra, sem þau gleymdu að læsa, á bílastæði við hótel þeirra nóttina fyrir brottför. Þjófurinn hafði á brott ljósmyndabúnaðinn og margar ljósmyndir úr Evrópuferð þeirra.

Málið var tilkynnt til lögreglunnar sem fékk ábendingu um hugsanlegan geranda. Lögreglan hafði upp á þeim einstaklingi sem skilaði þýfinu heilu. Brandon flaug til Íslands í morgun til að sækja muni sína og fer af landinu samdægurs.

Lögreglan á Suðurnesjum minnir eigendur bíla á að læsa þeim. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.