Nepölsk ofurmenni við Everest Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2017 12:00 Ungir nepalskir burðarmenn vöktu aðdáun íslenska göngufólksins á degi hverjum. Vísir/Vilhelm Átján Íslendingar héldu í tveggja vikna göngu um Himalayafjöllin í október. Takmarkið voru grunnbúðir Mount Everest þaðan sem garpar í öðrum áhættuhópi halda af stað á leið sinni á topp hæsta fjalls heimsins. Ungir nepalskir burðarmenn vöktu aðdáun íslenska göngufólksins á degi hverjum. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var með myndavélina á lofti í fjöllunum. Gangan í grunnbúðir hefst í þorpinu Lukla í um 2800 metrum og lýkur í um 5400 metrum. Mikilvægt er að göngufólk drekki vatn og nóg af því á hverjum degi, meðal annars til að vinna gegn hæðaveiki. Hér að ofan má sjá mynd af nepalskri stelpu á gangi milli þorpa með hundruð plastflöskur á bakinu. Sumir hlóðu meiru á bakið en aðrir. Tveir stálbitar, samanlagt 88 kíló að þyngd, á baki burðarmanns á leið til hins gullfallega þorps Gokyo. Vísir/Vilhelm Flestir burðarmenn eru karlmenn í kringum tvítugt þótt finna megi fólk á öllum aldri. Þótt hinn hefðbundni burðarmaður hafi verið með 30-40 kíló á bakinu þekkist það að menn fari yfir hundrað kílóin. Burðarmenn selja almennt vinnu sína per kíló. Margir burðarmenn stíga svo skrefið til aðstoðarleiðsögumanns en þá er nauðsynlegt að hafa náð þokkalegu valdi á enskunni. Burðarmaður í Nepal með Nuptse í bakgrunni. Nuptse er einn fjölmargra glæsilegra tinda í fjallgarðinum, 7861 metrar á hæð.Vísir/Vilhelm Takmarkið náðist á tólfta degi þar sem sjá mátti Everest gægjast upp á bak við fjöllin. Vegna stöðugra tilfærsla jökla og steina færast grunnbúðir Everest stöðugt lítilega til og frá. Þær eru í um tveggja klukkutíma göngufæri frá þorpinu Gorakshep þar sem er gistiaðstaða fyrir ferðamenn en ekkert annað. Þessi vösku drengir fylgdu okkur alla leið. Níu alls, hver bar farangur tveggja Íslendinga - um 30 kíló.Vísir/Vilhelm Hetjurnar okkar. Drengirnir sem báru farangur lúxuslýðsins frá Íslandi á bakinu á degi hverjum, með bros á vör. Flestir voru með um 30 kíló á bakinu auk eigins farangurs. Þeir luku dagleiðunum alltaf fyrr en Íslendingarnir sem voru með 5-10 kíló á bakinu. Sannkölluð nepölsk ofurmenni. Ferðalög Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Sjá meira
Átján Íslendingar héldu í tveggja vikna göngu um Himalayafjöllin í október. Takmarkið voru grunnbúðir Mount Everest þaðan sem garpar í öðrum áhættuhópi halda af stað á leið sinni á topp hæsta fjalls heimsins. Ungir nepalskir burðarmenn vöktu aðdáun íslenska göngufólksins á degi hverjum. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var með myndavélina á lofti í fjöllunum. Gangan í grunnbúðir hefst í þorpinu Lukla í um 2800 metrum og lýkur í um 5400 metrum. Mikilvægt er að göngufólk drekki vatn og nóg af því á hverjum degi, meðal annars til að vinna gegn hæðaveiki. Hér að ofan má sjá mynd af nepalskri stelpu á gangi milli þorpa með hundruð plastflöskur á bakinu. Sumir hlóðu meiru á bakið en aðrir. Tveir stálbitar, samanlagt 88 kíló að þyngd, á baki burðarmanns á leið til hins gullfallega þorps Gokyo. Vísir/Vilhelm Flestir burðarmenn eru karlmenn í kringum tvítugt þótt finna megi fólk á öllum aldri. Þótt hinn hefðbundni burðarmaður hafi verið með 30-40 kíló á bakinu þekkist það að menn fari yfir hundrað kílóin. Burðarmenn selja almennt vinnu sína per kíló. Margir burðarmenn stíga svo skrefið til aðstoðarleiðsögumanns en þá er nauðsynlegt að hafa náð þokkalegu valdi á enskunni. Burðarmaður í Nepal með Nuptse í bakgrunni. Nuptse er einn fjölmargra glæsilegra tinda í fjallgarðinum, 7861 metrar á hæð.Vísir/Vilhelm Takmarkið náðist á tólfta degi þar sem sjá mátti Everest gægjast upp á bak við fjöllin. Vegna stöðugra tilfærsla jökla og steina færast grunnbúðir Everest stöðugt lítilega til og frá. Þær eru í um tveggja klukkutíma göngufæri frá þorpinu Gorakshep þar sem er gistiaðstaða fyrir ferðamenn en ekkert annað. Þessi vösku drengir fylgdu okkur alla leið. Níu alls, hver bar farangur tveggja Íslendinga - um 30 kíló.Vísir/Vilhelm Hetjurnar okkar. Drengirnir sem báru farangur lúxuslýðsins frá Íslandi á bakinu á degi hverjum, með bros á vör. Flestir voru með um 30 kíló á bakinu auk eigins farangurs. Þeir luku dagleiðunum alltaf fyrr en Íslendingarnir sem voru með 5-10 kíló á bakinu. Sannkölluð nepölsk ofurmenni.
Ferðalög Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Sjá meira