Ótrúlegur endir þegar Patriots vann toppslaginn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. desember 2017 08:00 Brady fagnar eftir leik. Vísir/Getty New England Patriots tryggði sér í gærkvöldi sigur í austurriðli Ameríkudeildarinnar og þar með sæti í úrslitakeppninni með ótrúlegum sigri á Pittsburgh Steelers í uppgjöri tveggja bestu liða deildarinnar. Steelers hefði með sigri nánast tryggt sér efsta sæti Ameríkudeildarinnar og þar með heimavallarrétti í úrslitakeppninni, sem skiptir gríðarlegu máli þar sem miklar líkur eru á því að þessi tvö lið mætist í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar í lok janúar. Sigurvegari þess leiks kemst áfram í Super Bowl. Heimamenn í Steelers voru í góðri stöðu í síðari hálfleik. Liðið var með forystu, 24-16, en eins og svo oft áður náði Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, að klóra sig úr slíkum vanda. Patriots komust yfir, 27-24, með snertimarki Dion Lewis þegar 56 sekúndur voru eftir af leiknum. Brady hafði þá komið sínu liði þvert yfir völlinn með því að kasta ítrekað á innherjann Rob Gronkowski, sem sneri aftur eftir eins leiks bann. En þrátt fyrir að lítið hafi verið eftir af leiknum náði Steelers að skora snertimark þegar 28 sekúndur voru eftir. Innherjinn Jesse James virtist hafa skorað en snertimarkið reyndist ógilt eftir langa íhugun dómarateymisins. Pittsburgh hélt þó boltanum og fékk fleiri tækifæri til að skora. En Duron Harmon, varnarmaður Patriots, greip inn í sendingu Ben Roethlisberger og tryggði sínu liði sigurinn þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. Til að bæta gráu á svart meiddist útherinn Antonio Brown hjá Steelers en hann er einn allra besti leikmaður deildarinnar. Steelers er öruggt með sæti í úrslitakeppninni og eru vonir bundnar við að Brown snúi aftur til leiks þegar hún hefst.Jacksonville er á leið í úrslitakeppnina eftir mörg mögur ár.Vísir/GettyJacksonville vann sinn tíunda sigur á tímabilinu er liðið fór illa með Houston, 45-7. Með sigrinum er Jacksonville öruggt með sæti í úrslitakeppninni. Tvö lið eru örugg með sæti í úrslitakeppninni í Þjóðardeildinni - Philadelphia Eagles og Minnesota Vikings. Philadelphia vann nauman sigur á New York Giants, 34-29, þar sem Nick Foles leysti Carson Wentz, leikstjórnanda arnanna, af hólmi og stóð sig með mikilli prýði. Minnesota vann öruggan sigur á Cleveland Browns, 34-7, sem er enn án sigurs í NFL-deildinni þetta tímabilið. Þá vann Carolina Panthers sigur á Green Bay Packers, 31-24, í endurkomuleik Aaron Rodgers, leikstjórnanda Packers en hann viðbeinsbrotnaði fyrir tveimur mánuðum. LA Rams vann uppgjör tveggja efstu liða vesturriðils Þjóðardeildarinnar er liðið gjörsigraði Seattle Seahawks, 42-7. Tvær vikur eru eftir af deildarkeppninni í NFL-deildinni en úrslitakeppnin hefst í byrjun janúar. Hér má sjá stöðuna í deildinni.Úrslit helgarinnar: Detroit - Chicago 20-10 Kansas City - LA Chargers 30-13 Cleveland - Baltimore 10-27 Washington - Arizona 20-15 NY Giants - Philadelphia 29-34 Buffalo - Miami 24-16 Carolina - Green Bay 31-24 Jacksonville - Houston 45-7 Minnesota - Cincinnati 34-7 New Orleans - NY Jets 31-19 Seattle - LA Rams 7-42 Pittsburgh - New England 24-27 San Francisco - Tennessee 25-23 Oakland - Dallas 17-20 NFL Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira
New England Patriots tryggði sér í gærkvöldi sigur í austurriðli Ameríkudeildarinnar og þar með sæti í úrslitakeppninni með ótrúlegum sigri á Pittsburgh Steelers í uppgjöri tveggja bestu liða deildarinnar. Steelers hefði með sigri nánast tryggt sér efsta sæti Ameríkudeildarinnar og þar með heimavallarrétti í úrslitakeppninni, sem skiptir gríðarlegu máli þar sem miklar líkur eru á því að þessi tvö lið mætist í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar í lok janúar. Sigurvegari þess leiks kemst áfram í Super Bowl. Heimamenn í Steelers voru í góðri stöðu í síðari hálfleik. Liðið var með forystu, 24-16, en eins og svo oft áður náði Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, að klóra sig úr slíkum vanda. Patriots komust yfir, 27-24, með snertimarki Dion Lewis þegar 56 sekúndur voru eftir af leiknum. Brady hafði þá komið sínu liði þvert yfir völlinn með því að kasta ítrekað á innherjann Rob Gronkowski, sem sneri aftur eftir eins leiks bann. En þrátt fyrir að lítið hafi verið eftir af leiknum náði Steelers að skora snertimark þegar 28 sekúndur voru eftir. Innherjinn Jesse James virtist hafa skorað en snertimarkið reyndist ógilt eftir langa íhugun dómarateymisins. Pittsburgh hélt þó boltanum og fékk fleiri tækifæri til að skora. En Duron Harmon, varnarmaður Patriots, greip inn í sendingu Ben Roethlisberger og tryggði sínu liði sigurinn þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. Til að bæta gráu á svart meiddist útherinn Antonio Brown hjá Steelers en hann er einn allra besti leikmaður deildarinnar. Steelers er öruggt með sæti í úrslitakeppninni og eru vonir bundnar við að Brown snúi aftur til leiks þegar hún hefst.Jacksonville er á leið í úrslitakeppnina eftir mörg mögur ár.Vísir/GettyJacksonville vann sinn tíunda sigur á tímabilinu er liðið fór illa með Houston, 45-7. Með sigrinum er Jacksonville öruggt með sæti í úrslitakeppninni. Tvö lið eru örugg með sæti í úrslitakeppninni í Þjóðardeildinni - Philadelphia Eagles og Minnesota Vikings. Philadelphia vann nauman sigur á New York Giants, 34-29, þar sem Nick Foles leysti Carson Wentz, leikstjórnanda arnanna, af hólmi og stóð sig með mikilli prýði. Minnesota vann öruggan sigur á Cleveland Browns, 34-7, sem er enn án sigurs í NFL-deildinni þetta tímabilið. Þá vann Carolina Panthers sigur á Green Bay Packers, 31-24, í endurkomuleik Aaron Rodgers, leikstjórnanda Packers en hann viðbeinsbrotnaði fyrir tveimur mánuðum. LA Rams vann uppgjör tveggja efstu liða vesturriðils Þjóðardeildarinnar er liðið gjörsigraði Seattle Seahawks, 42-7. Tvær vikur eru eftir af deildarkeppninni í NFL-deildinni en úrslitakeppnin hefst í byrjun janúar. Hér má sjá stöðuna í deildinni.Úrslit helgarinnar: Detroit - Chicago 20-10 Kansas City - LA Chargers 30-13 Cleveland - Baltimore 10-27 Washington - Arizona 20-15 NY Giants - Philadelphia 29-34 Buffalo - Miami 24-16 Carolina - Green Bay 31-24 Jacksonville - Houston 45-7 Minnesota - Cincinnati 34-7 New Orleans - NY Jets 31-19 Seattle - LA Rams 7-42 Pittsburgh - New England 24-27 San Francisco - Tennessee 25-23 Oakland - Dallas 17-20
NFL Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira