Engin áform ennþá um lög á verkfall flugvirkja Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2017 15:58 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina fylgjast með framvindu mála í kjaradeilu flugvirkja og Icelandair. vísir/ernir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ríkisstjórnin hafi engin áform ennþá um að setja lög á verkfall flugvirkja Icelandair sem nú hefur staðið í tæpan einn og hálfan sólarhring. Stjórnvöld fylgist þó með framvindu mála í kjaradeilunni og meti stöðuna eftir því sem fram líður. „Það er verið að funda í deilunni og við vonum bara að deilendur komist að niðurstöðu,“ segir Katrín í samtali við Vísi. „Það eru engin áform um lagasetningu. Við fylgjumst með stöðunni og leggjum áherslu á að deiluaðilar reyni að ná einhverri niðurstöðu,“ segir Katrín. Margir hafa bent á að kjarasamningur flugvirkja og Icelandair muni setja tóninn fyrir komandi kjaraviðræður bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðnum en fjöldi kjarasamninga verður laus eftir áramót. Aðrir hafa bent á að launahækkun þingmanna upp á 45 prósent sem ákvörðuð var af kjararáði fyrir ári síðan setji tóninn fyrir höfrungahlaupið á vinnumarkaði sem stundum er kallað svo.Er þetta eitthvað sem forsætisráðherra hefur áhyggjur af og er til skoðunar að þingmenn taki á sig launalækkun? „Ég hef átt óformleg samtöl við formenn heildarsamtaka á vinnumarkaði og ég hef áhuga á að kalla þá að borðinu til að reyna að ná einhverri samstöðu um hvernig við ætlum að eiga þetta samtal á vinnumarkaðnum. Þar er ýmislegt undir og við teljum mjög mikilvægt að verja þá kaupmáttaraukningu sem hefur orðið. Til þess þarf að tryggja ákveðinn stöðugleika efnahagslega en verkalýðshreyfingin hefur auðvitað lagt mikla áherslu að aðgerðir til að tryggja félagslegan stöðugleika. Svo hefur auðvitað verið rætt um málefni og fyrirkomulag kjararáðs og ýmsa þætti sem snúa að ábyrgari vinnumarkaði. Við munum vilja eiga þetta samtal við heildarsamtök á vinnumarkaði hvað er undir til að við getum náð einhverri heildarsýn,“ segir Katrín og ítrekar að málefni kjararáðs eru á meðal þess sem verði skoðuð í þessu samtali. Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af áhrifum verkfallsins á ferðaþjónustuna sem atvinnugrein í heild og orðspor Íslands almennt sem ferðamannastaðar segir Katrín að verkfallið hafi auðvitað neikvæð áhrif á þá flugfarþega sem verða fyrir áhrifum af því. „En ég ætla ekkert að segja til um það hvort þetta hafi einhver áhrif á orðspor Íslands til lengri tíma. Ég læt það nú ekki stöðva mig að fara til Frakklands þó að það sé alltaf verkfall þar þegar ég fer þangað. Mér finnst það ekki mitt hlutverk að segja til um það en við þekkjum þetta víða annars staðar frá.“ Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Flugvirkjar óttast lagasetningu Það kemur í ljós núna um og eftir hádegi hvort boðað verði til fundar í kjaradeilu flugvirkja, hjá Ríkissáttasemjara í dag. Formaður Flugvirkjafélagsins segir flugvirkja hafa dregið verulega úr kröfum sínum gagnvart viðsemjendum sínum og óttast að lög verði sett á verkfallið. 18. desember 2017 12:25 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ríkisstjórnin hafi engin áform ennþá um að setja lög á verkfall flugvirkja Icelandair sem nú hefur staðið í tæpan einn og hálfan sólarhring. Stjórnvöld fylgist þó með framvindu mála í kjaradeilunni og meti stöðuna eftir því sem fram líður. „Það er verið að funda í deilunni og við vonum bara að deilendur komist að niðurstöðu,“ segir Katrín í samtali við Vísi. „Það eru engin áform um lagasetningu. Við fylgjumst með stöðunni og leggjum áherslu á að deiluaðilar reyni að ná einhverri niðurstöðu,“ segir Katrín. Margir hafa bent á að kjarasamningur flugvirkja og Icelandair muni setja tóninn fyrir komandi kjaraviðræður bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðnum en fjöldi kjarasamninga verður laus eftir áramót. Aðrir hafa bent á að launahækkun þingmanna upp á 45 prósent sem ákvörðuð var af kjararáði fyrir ári síðan setji tóninn fyrir höfrungahlaupið á vinnumarkaði sem stundum er kallað svo.Er þetta eitthvað sem forsætisráðherra hefur áhyggjur af og er til skoðunar að þingmenn taki á sig launalækkun? „Ég hef átt óformleg samtöl við formenn heildarsamtaka á vinnumarkaði og ég hef áhuga á að kalla þá að borðinu til að reyna að ná einhverri samstöðu um hvernig við ætlum að eiga þetta samtal á vinnumarkaðnum. Þar er ýmislegt undir og við teljum mjög mikilvægt að verja þá kaupmáttaraukningu sem hefur orðið. Til þess þarf að tryggja ákveðinn stöðugleika efnahagslega en verkalýðshreyfingin hefur auðvitað lagt mikla áherslu að aðgerðir til að tryggja félagslegan stöðugleika. Svo hefur auðvitað verið rætt um málefni og fyrirkomulag kjararáðs og ýmsa þætti sem snúa að ábyrgari vinnumarkaði. Við munum vilja eiga þetta samtal við heildarsamtök á vinnumarkaði hvað er undir til að við getum náð einhverri heildarsýn,“ segir Katrín og ítrekar að málefni kjararáðs eru á meðal þess sem verði skoðuð í þessu samtali. Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af áhrifum verkfallsins á ferðaþjónustuna sem atvinnugrein í heild og orðspor Íslands almennt sem ferðamannastaðar segir Katrín að verkfallið hafi auðvitað neikvæð áhrif á þá flugfarþega sem verða fyrir áhrifum af því. „En ég ætla ekkert að segja til um það hvort þetta hafi einhver áhrif á orðspor Íslands til lengri tíma. Ég læt það nú ekki stöðva mig að fara til Frakklands þó að það sé alltaf verkfall þar þegar ég fer þangað. Mér finnst það ekki mitt hlutverk að segja til um það en við þekkjum þetta víða annars staðar frá.“
Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Flugvirkjar óttast lagasetningu Það kemur í ljós núna um og eftir hádegi hvort boðað verði til fundar í kjaradeilu flugvirkja, hjá Ríkissáttasemjara í dag. Formaður Flugvirkjafélagsins segir flugvirkja hafa dregið verulega úr kröfum sínum gagnvart viðsemjendum sínum og óttast að lög verði sett á verkfallið. 18. desember 2017 12:25 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
Flugvirkjar óttast lagasetningu Það kemur í ljós núna um og eftir hádegi hvort boðað verði til fundar í kjaradeilu flugvirkja, hjá Ríkissáttasemjara í dag. Formaður Flugvirkjafélagsins segir flugvirkja hafa dregið verulega úr kröfum sínum gagnvart viðsemjendum sínum og óttast að lög verði sett á verkfallið. 18. desember 2017 12:25
Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03