Götuvirði efnanna sem lagt var hald á allt að 400 milljónir Kolbeinn Tumi Daðason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 18. desember 2017 17:11 Fulltrúar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, pólsku lögreglunni og Europol greindu frá aðgerðunum á blaðamannafundi síðdegis. Vísir/Ernir Áætla má að götuvirði þeirra efna sem haldlagt var í sameiginlegum aðgerðum íslensku, pólsku og hollensku lögreglunnar á dögunum sé allt að 400 milljónir. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, í samtali við Vísi.Fimm Pólverjar voru handteknir og þrír þeirra úrskurðaðir í gæsluvarðhald hér á landi fyrr í mánuðinum en þeir eru grunaðir um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. Í aðgerðunum var lagt hald á amfetamínbasa og MDMA-töflur. Talið er að hægt sé að framleiða úr basanum allt frá 50 kílóum og upp í 80 kíló af amfetamíni auk þess sem talið er að hægt sé að framleiða 26 þúsund e-töflur úr MDMA-töflunum. Gengið er út frá því í rannsókninni að selja hafi átt fíkniefnin hér á landi. „Það er talað um að þessi efni á götuverði geti verið allt að 400 milljónir,“ segir Grímur en auk fíkniefnanna var einnig lagt hald á fasteignir, bíla, fjármuni í bönkum og hluti í fyrirtækjum í tengslum við rannsóknina. Talið að virði þeirra fjármuna sé allt að 200 milljónir króna. Hópurinn sem kynnti aðgerðir lögreglu var fjölþjóðlegur.Vísir/ErnirTelur mögulegt að mennirnir séu minna hræddir við refsingar á Íslandi Er um að ræða stærstu sameiginlega aðgerð sem íslenska lögreglan hefur tekið þátt í. Málið hefur verið til rannsóknar frá 2014 en íslensk lögregluyfirvöld komu að málinu þegar hollenska lögreglan greindi pólsku lögreglunni að þeir sem hafi verið til rannsóknar hafi flutt sig til Íslands frá Hollandi. En af hverju Ísland? „Þetta er eitthvað sem við erum með til rannsóknar og við erum að nota þessar tengingar sem við erum með tilþess að átta okkur á því hver geti verið staðan á því. Það er auðvitað hluti af því að rannsaka brot, það er að átta sig á hvatanum til þess,“ segir Grímur. Hann telur að möguleg skýring sé að þeir sem skipulögðu glæpastarfsemina séu minna hræddir við refsingar hér á landi. „Það eru meira sambærilegri lög í Hollandi og á Íslandi en Pólverjar eru með heldur harðari refsingar við framleiðslu á fíkniefnum,“ segir Grímur. Hinir handteknu eru grunaðir um fíkniefnlagabrot, fjársvik og peningaþvætti og segir Grímur að lögð hafi verið áhersla á að rannsaka þessi mál saman. Europol leggi áherslu á að rannsaka fjármálaþátt skipulagðar brotastarfsemi og lögreglunni hafi tekist ágætlega að kortleggja og hafa upp á fjármunum þessarra manna sem eru grunaðir um brotastarfsemi. Aðspurður hvort að hægt væri að tala um að pólsk mafía hefði hreiðrað um sig á Íslandi vildi Grímur ekki taka svo djúpt í árinni. „Við viljum ekki taka svoleiðis til orða hins vegar er það kannski eitt að tala um mafíu og annað að tala um skipulagða brotahópa. Við erum með það til rannsóknar hvort að hér hafi verið skipulagðir hópar hér að störfum. Það er grundvöllur þess sem við erum með til rannsóknar.“Upptöku frá blaðamannafundinum má sjá hér að neðan. Lögreglumál Tengdar fréttir Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. 18. desember 2017 16:29 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Sjá meira
Áætla má að götuvirði þeirra efna sem haldlagt var í sameiginlegum aðgerðum íslensku, pólsku og hollensku lögreglunnar á dögunum sé allt að 400 milljónir. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, í samtali við Vísi.Fimm Pólverjar voru handteknir og þrír þeirra úrskurðaðir í gæsluvarðhald hér á landi fyrr í mánuðinum en þeir eru grunaðir um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. Í aðgerðunum var lagt hald á amfetamínbasa og MDMA-töflur. Talið er að hægt sé að framleiða úr basanum allt frá 50 kílóum og upp í 80 kíló af amfetamíni auk þess sem talið er að hægt sé að framleiða 26 þúsund e-töflur úr MDMA-töflunum. Gengið er út frá því í rannsókninni að selja hafi átt fíkniefnin hér á landi. „Það er talað um að þessi efni á götuverði geti verið allt að 400 milljónir,“ segir Grímur en auk fíkniefnanna var einnig lagt hald á fasteignir, bíla, fjármuni í bönkum og hluti í fyrirtækjum í tengslum við rannsóknina. Talið að virði þeirra fjármuna sé allt að 200 milljónir króna. Hópurinn sem kynnti aðgerðir lögreglu var fjölþjóðlegur.Vísir/ErnirTelur mögulegt að mennirnir séu minna hræddir við refsingar á Íslandi Er um að ræða stærstu sameiginlega aðgerð sem íslenska lögreglan hefur tekið þátt í. Málið hefur verið til rannsóknar frá 2014 en íslensk lögregluyfirvöld komu að málinu þegar hollenska lögreglan greindi pólsku lögreglunni að þeir sem hafi verið til rannsóknar hafi flutt sig til Íslands frá Hollandi. En af hverju Ísland? „Þetta er eitthvað sem við erum með til rannsóknar og við erum að nota þessar tengingar sem við erum með tilþess að átta okkur á því hver geti verið staðan á því. Það er auðvitað hluti af því að rannsaka brot, það er að átta sig á hvatanum til þess,“ segir Grímur. Hann telur að möguleg skýring sé að þeir sem skipulögðu glæpastarfsemina séu minna hræddir við refsingar hér á landi. „Það eru meira sambærilegri lög í Hollandi og á Íslandi en Pólverjar eru með heldur harðari refsingar við framleiðslu á fíkniefnum,“ segir Grímur. Hinir handteknu eru grunaðir um fíkniefnlagabrot, fjársvik og peningaþvætti og segir Grímur að lögð hafi verið áhersla á að rannsaka þessi mál saman. Europol leggi áherslu á að rannsaka fjármálaþátt skipulagðar brotastarfsemi og lögreglunni hafi tekist ágætlega að kortleggja og hafa upp á fjármunum þessarra manna sem eru grunaðir um brotastarfsemi. Aðspurður hvort að hægt væri að tala um að pólsk mafía hefði hreiðrað um sig á Íslandi vildi Grímur ekki taka svo djúpt í árinni. „Við viljum ekki taka svoleiðis til orða hins vegar er það kannski eitt að tala um mafíu og annað að tala um skipulagða brotahópa. Við erum með það til rannsóknar hvort að hér hafi verið skipulagðir hópar hér að störfum. Það er grundvöllur þess sem við erum með til rannsóknar.“Upptöku frá blaðamannafundinum má sjá hér að neðan.
Lögreglumál Tengdar fréttir Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. 18. desember 2017 16:29 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Sjá meira
Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. 18. desember 2017 16:29