Önnur umræða um fjárlög hefst líklega á föstudag Heimir Már Pétursson skrifar 19. desember 2017 11:57 Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á föstudagskvöld en síðan þá hefur fjárlaganefnd Alþingis farið yfir frumvarpið og kallað til sín gesti. Vísir/Ernir Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að fjárlaganefnd ljúki fyrstu yfirferð sinni á fjárlagafrumvarpinu á morgun. Reikna megi með að einhverjar breytingar verði gerðar á frumvarpinu en ekki liggi fyrir hvort samstaða náist um breytingar með stjórnarandstöðunni. Stefnt er að því að hlé verði gert á þingstörfum seint á föstudag. Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á föstudagskvöld en síðan þá hefur fjárlaganefnd Alþingis farið yfir frumvarpið og kallað til sín gesti. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd segir störf nefndarinnar hafa gengið vel. „Við erum að taka til okkar gesti náttúrlega frá morgni til kvölds. Vorum að til að ganga níu í gærkvöldi. Starfið gengur bara ágætlega og ég held að við getum vonandi reiknað með því að taka málið út (úr nefnd) annað kvöld ef fram heldur sem horfir,“ segir Bjarkey. Bjarkey segir þó hæpið að önnur umræða geti hafist strax á fimmtudag. Bæði stjórn og stjórnarandstaða þurfi tíma til að skrifa nefndarálit eftir að yfirferð nefndarinnar lýkur. „Þannig að ég ætla ekkert að fullyrða um það. Enda er það bara í samkomulagi við þingflokksformenn hvernig þeirri umræðu verður háttað.“Er reiknað með að þing starfi á laugardag? „Það verður tekin ákvörðun um það á morgun á fundi með forseta. Þannig að það liggur ekki fyrir niðurstaða í því enn þá. Ég hugsa að það sé kannski vilji fólks almennt ef nokkur möguleiki er til að reyna nú að klára á föstudeginum. Hafa Þorláksmessu lausa. En það liggur ekki fyrir,“ segir Bjarkey.Tvennar sérstakar umræður á Alþingi í dag Nokkur önnur mikilvæg mál liggja fyrir Alþingi fyrir utan fjárlagafrumvarpið og frumvörp sem tengjast því. Í dag hefst þingfundur á óundirbúnum fyrirspurnum þar sem leiðtogar stjórnarflokkanna verða allir til svara ásamt fleiri ráðherrum. Þá verða sérstakar umræður um ný vinnubrögð á Alþingi að beiðni Björns Leví Gunnarssonar þingmanns Pírata og önnur um meetoo átakið að frumkvæði Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Samstaða er um að gera frumvarp um notendastýrða persónulega aðstoð að lögum ásamt nokkrum öðrum málum sem flest þurfa afgreiðslu vegna tímasetninga um áramót. Alþingi gerir að öllum líkindum hlé á störfum sínum seint á föstudag en kemur síðan saman aftur á þriðja í jólum til að ljúka afgreiðslu mála fyrir áramótin. Bjarkey reiknar með að einhverjar breytingar verði gerðar á fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram með 35 milljarða afgangi. „Ég geri ráð fyrir því, eins og vanalegt er. Það er ekkert nýtt í því. Fjárlaganefnd gerir gjarnan breytingar á milli umræðna á hverju einasta ári. Þannig að ég held að við breytum ekkert út af þeirri venju núna,“ segir Bjarkey. Hins vegar liggi ekki fyrir hvort meirihluti og minnihluti nefndarmanna nái saman um helstu breytingar á frumvarpinu. Fjárlaganefnd fundi fram að þingfundi sem hefst klukkan hálf tvö í dag og haldi síðan áfram að taka á móti gestum fram undir hádegi á morgun. „Þannig að við getum reynt að koma þessu frá okkur þannig að minnihlutinn hafi einhver tækifæri til að bregðast við. Hugsanlega getum við þá sameinast um einhverjar tillögur ef svo ber undir,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Alþingi Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Sjá meira
Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að fjárlaganefnd ljúki fyrstu yfirferð sinni á fjárlagafrumvarpinu á morgun. Reikna megi með að einhverjar breytingar verði gerðar á frumvarpinu en ekki liggi fyrir hvort samstaða náist um breytingar með stjórnarandstöðunni. Stefnt er að því að hlé verði gert á þingstörfum seint á föstudag. Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á föstudagskvöld en síðan þá hefur fjárlaganefnd Alþingis farið yfir frumvarpið og kallað til sín gesti. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd segir störf nefndarinnar hafa gengið vel. „Við erum að taka til okkar gesti náttúrlega frá morgni til kvölds. Vorum að til að ganga níu í gærkvöldi. Starfið gengur bara ágætlega og ég held að við getum vonandi reiknað með því að taka málið út (úr nefnd) annað kvöld ef fram heldur sem horfir,“ segir Bjarkey. Bjarkey segir þó hæpið að önnur umræða geti hafist strax á fimmtudag. Bæði stjórn og stjórnarandstaða þurfi tíma til að skrifa nefndarálit eftir að yfirferð nefndarinnar lýkur. „Þannig að ég ætla ekkert að fullyrða um það. Enda er það bara í samkomulagi við þingflokksformenn hvernig þeirri umræðu verður háttað.“Er reiknað með að þing starfi á laugardag? „Það verður tekin ákvörðun um það á morgun á fundi með forseta. Þannig að það liggur ekki fyrir niðurstaða í því enn þá. Ég hugsa að það sé kannski vilji fólks almennt ef nokkur möguleiki er til að reyna nú að klára á föstudeginum. Hafa Þorláksmessu lausa. En það liggur ekki fyrir,“ segir Bjarkey.Tvennar sérstakar umræður á Alþingi í dag Nokkur önnur mikilvæg mál liggja fyrir Alþingi fyrir utan fjárlagafrumvarpið og frumvörp sem tengjast því. Í dag hefst þingfundur á óundirbúnum fyrirspurnum þar sem leiðtogar stjórnarflokkanna verða allir til svara ásamt fleiri ráðherrum. Þá verða sérstakar umræður um ný vinnubrögð á Alþingi að beiðni Björns Leví Gunnarssonar þingmanns Pírata og önnur um meetoo átakið að frumkvæði Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Samstaða er um að gera frumvarp um notendastýrða persónulega aðstoð að lögum ásamt nokkrum öðrum málum sem flest þurfa afgreiðslu vegna tímasetninga um áramót. Alþingi gerir að öllum líkindum hlé á störfum sínum seint á föstudag en kemur síðan saman aftur á þriðja í jólum til að ljúka afgreiðslu mála fyrir áramótin. Bjarkey reiknar með að einhverjar breytingar verði gerðar á fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram með 35 milljarða afgangi. „Ég geri ráð fyrir því, eins og vanalegt er. Það er ekkert nýtt í því. Fjárlaganefnd gerir gjarnan breytingar á milli umræðna á hverju einasta ári. Þannig að ég held að við breytum ekkert út af þeirri venju núna,“ segir Bjarkey. Hins vegar liggi ekki fyrir hvort meirihluti og minnihluti nefndarmanna nái saman um helstu breytingar á frumvarpinu. Fjárlaganefnd fundi fram að þingfundi sem hefst klukkan hálf tvö í dag og haldi síðan áfram að taka á móti gestum fram undir hádegi á morgun. „Þannig að við getum reynt að koma þessu frá okkur þannig að minnihlutinn hafi einhver tækifæri til að bregðast við. Hugsanlega getum við þá sameinast um einhverjar tillögur ef svo ber undir,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Alþingi Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Sjá meira