Hinir grunuðu í einangrun til föstudags Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2017 16:45 Karl Steinar Valsson frá Europol og Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á blaðamannafundinum í gær. vísir/ernir Arkadiusz Maciej Latkowski, annar eigenda Market ehf., er einn þeirra þriggja sem sitja í gæsluvarðhaldi hér á landi vegna aðildar að stærsta máli tengdu skipulagðri glæpastarfsemi sem komið hefur upp hér á landi. Þetta herma heimildir Vísis en fyrst var greint frá þessu á vef Ríkisútvarpsins fyrr í dag. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Market ehf., sem á og rekur verslanirnar Euro Market í Hamraborg, Stakkholti og Smiðjuvegi, tengdist málinu. Á meðal þeirra eigna sem haldlagðar hafa verið vegna málsins eru eignarhlutir í Market ehf. Þá greindi Ríkisútvarpið einnig frá því í dag að annar eigandi Market ehf. væri í haldi lögreglu í Hollandi, þar sem hann væri búsettur, og svo framkvæmdastjóri fyrirtækisins væri þar að auki í haldi yfirvalda hér á landi. Latkowski hefur verið búsettur hér á landi í um áratug en hann hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2009 fyrir vörslu og meðferð á rúmu kílói af marijúana. Í apríl 2013 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur svo ríkið til að greiða Latkowski hálfa milljón króna í miskabætur fyrir gæsluvarðhald sem hann mátti sæta árið 2010 vegna rannsóknar lögreglu á fíkniefnainnflutningi. Mennirnir þrír sem sitja í haldi íslensku lögreglunnar voru handteknir þann 12. desember síðastliðinn og úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 22. desember þann sama dag. Þeir eru í haldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna og sæta einangrun á meðan. Ekki liggur fyrir hvort að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þeim. Á sameiginlegum blaðamannafundi íslenskra lögregluyfirvalda, tollstjóra, pólsku lögreglunnar, Europol og Eurojust í gær kom fram að hald hefði verið lagt á fasteignir, bíla, reiðufé og aðrar eignir hér á landi fyrir allt að 200 milljónir króna. Þá var lagt hald á amfetamínbasa hér á landi og MDMA. Talið er að hægt sé að framleiða úr basanum allt frá 50 kílóum og upp í 80 kíló af amfetamíni. Þá væri hægt að framleiða allt að 26 þúsund e-töflur úr MDMA-inu sem var haldlagt. Götuvirði efnanna gæti numið allt að 400 milljónum króna. Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. 18. desember 2017 16:29 Pólskur glæpahópur á Íslandi: „Skýrasta dæmi um skipulagða brotastarfsemi sem við höfum séð“ Karl Steinar Valsson, tengiliður Íslands í Europol, segir þá brotastarfsemi sem þrír Pólverjar eru grunaðir að hafa staðið að hér á Íslandi vera að mörgu leyti merkilega fyrir okkur Íslendinga. 18. desember 2017 21:00 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Arkadiusz Maciej Latkowski, annar eigenda Market ehf., er einn þeirra þriggja sem sitja í gæsluvarðhaldi hér á landi vegna aðildar að stærsta máli tengdu skipulagðri glæpastarfsemi sem komið hefur upp hér á landi. Þetta herma heimildir Vísis en fyrst var greint frá þessu á vef Ríkisútvarpsins fyrr í dag. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Market ehf., sem á og rekur verslanirnar Euro Market í Hamraborg, Stakkholti og Smiðjuvegi, tengdist málinu. Á meðal þeirra eigna sem haldlagðar hafa verið vegna málsins eru eignarhlutir í Market ehf. Þá greindi Ríkisútvarpið einnig frá því í dag að annar eigandi Market ehf. væri í haldi lögreglu í Hollandi, þar sem hann væri búsettur, og svo framkvæmdastjóri fyrirtækisins væri þar að auki í haldi yfirvalda hér á landi. Latkowski hefur verið búsettur hér á landi í um áratug en hann hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2009 fyrir vörslu og meðferð á rúmu kílói af marijúana. Í apríl 2013 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur svo ríkið til að greiða Latkowski hálfa milljón króna í miskabætur fyrir gæsluvarðhald sem hann mátti sæta árið 2010 vegna rannsóknar lögreglu á fíkniefnainnflutningi. Mennirnir þrír sem sitja í haldi íslensku lögreglunnar voru handteknir þann 12. desember síðastliðinn og úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 22. desember þann sama dag. Þeir eru í haldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna og sæta einangrun á meðan. Ekki liggur fyrir hvort að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þeim. Á sameiginlegum blaðamannafundi íslenskra lögregluyfirvalda, tollstjóra, pólsku lögreglunnar, Europol og Eurojust í gær kom fram að hald hefði verið lagt á fasteignir, bíla, reiðufé og aðrar eignir hér á landi fyrir allt að 200 milljónir króna. Þá var lagt hald á amfetamínbasa hér á landi og MDMA. Talið er að hægt sé að framleiða úr basanum allt frá 50 kílóum og upp í 80 kíló af amfetamíni. Þá væri hægt að framleiða allt að 26 þúsund e-töflur úr MDMA-inu sem var haldlagt. Götuvirði efnanna gæti numið allt að 400 milljónum króna.
Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. 18. desember 2017 16:29 Pólskur glæpahópur á Íslandi: „Skýrasta dæmi um skipulagða brotastarfsemi sem við höfum séð“ Karl Steinar Valsson, tengiliður Íslands í Europol, segir þá brotastarfsemi sem þrír Pólverjar eru grunaðir að hafa staðið að hér á Íslandi vera að mörgu leyti merkilega fyrir okkur Íslendinga. 18. desember 2017 21:00 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00
Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. 18. desember 2017 16:29
Pólskur glæpahópur á Íslandi: „Skýrasta dæmi um skipulagða brotastarfsemi sem við höfum séð“ Karl Steinar Valsson, tengiliður Íslands í Europol, segir þá brotastarfsemi sem þrír Pólverjar eru grunaðir að hafa staðið að hér á Íslandi vera að mörgu leyti merkilega fyrir okkur Íslendinga. 18. desember 2017 21:00