Pólskur glæpahópur á Íslandi: „Skýrasta dæmi um skipulagða brotastarfsemi sem við höfum séð“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. desember 2017 21:00 Karl Steinar Valsson, tengiliður Íslands í Europol, segir þá brotastarfsemi sem þrír Pólverjar eru grunaðir að hafa staðið að hér á Íslandi vera að mörgu leyti merkilega fyrir okkur Íslendinga. „Fíkniefnaþátturinn er einn þáttur, peningaþvottur annar - og alls kyns svikastarfsemi. Þessi fjölþætta brotastarfsemi er skýrasta dæmi um skipulagða brotastarfsemi sem við höfum séð, í mjög langan tíma,“ segir Karl Steinar. Síðastliðið ár hafa lögregluyfirvöld á Íslandi, Í Hollandi og Póllandi rannsakað alþjóðlegan glæpahring sem á rætur sínar að rekja til Póllands. Í síðustu viku voru fimm Pólverjar handteknir hér á landi og þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um stórfelldan innflutning og framleiðslu fíkniefna, fjársvik og peningaþvætti. Lagt var hald á amfetamínbasa og MDMA-töflur að verðmæti 400 milljóna að götuvirði auk fasteigna, bíla, fjármuna og hluta í fyrirtækjum að virði 200 milljóna. Ekki er vitað til þess að glæpastarfsemin teygi sig til annarra Norðurlanda. „Ég held við verðum að horfast í augu við að ástæðan að hóparnir koma til Íslands er að þeir telja sig geta unnið hér með skipulögðum hætti.“Er komin pólsk mafía á Íslandi? „Ég veit ekki hvað við getum kallað það en í þessu tilviki er pólskur brotahópur sem við teljum hafa verið með margs konar brotastarfsemi hér á landi,“ segir Karl Steinar og að það henti tungutaki hvers og eins hvað við köllum það. „En það er alveg ljóst að þetta er nýr veruleiki sem við stöndum frammi fyrir og við þurfum að bregðast við því.“ Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Karl Steinar Valsson, tengiliður Íslands í Europol, segir þá brotastarfsemi sem þrír Pólverjar eru grunaðir að hafa staðið að hér á Íslandi vera að mörgu leyti merkilega fyrir okkur Íslendinga. „Fíkniefnaþátturinn er einn þáttur, peningaþvottur annar - og alls kyns svikastarfsemi. Þessi fjölþætta brotastarfsemi er skýrasta dæmi um skipulagða brotastarfsemi sem við höfum séð, í mjög langan tíma,“ segir Karl Steinar. Síðastliðið ár hafa lögregluyfirvöld á Íslandi, Í Hollandi og Póllandi rannsakað alþjóðlegan glæpahring sem á rætur sínar að rekja til Póllands. Í síðustu viku voru fimm Pólverjar handteknir hér á landi og þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald grunaðir um stórfelldan innflutning og framleiðslu fíkniefna, fjársvik og peningaþvætti. Lagt var hald á amfetamínbasa og MDMA-töflur að verðmæti 400 milljóna að götuvirði auk fasteigna, bíla, fjármuna og hluta í fyrirtækjum að virði 200 milljóna. Ekki er vitað til þess að glæpastarfsemin teygi sig til annarra Norðurlanda. „Ég held við verðum að horfast í augu við að ástæðan að hóparnir koma til Íslands er að þeir telja sig geta unnið hér með skipulögðum hætti.“Er komin pólsk mafía á Íslandi? „Ég veit ekki hvað við getum kallað það en í þessu tilviki er pólskur brotahópur sem við teljum hafa verið með margs konar brotastarfsemi hér á landi,“ segir Karl Steinar og að það henti tungutaki hvers og eins hvað við köllum það. „En það er alveg ljóst að þetta er nýr veruleiki sem við stöndum frammi fyrir og við þurfum að bregðast við því.“
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira