Hinir grunuðu í einangrun til föstudags Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2017 16:45 Karl Steinar Valsson frá Europol og Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á blaðamannafundinum í gær. vísir/ernir Arkadiusz Maciej Latkowski, annar eigenda Market ehf., er einn þeirra þriggja sem sitja í gæsluvarðhaldi hér á landi vegna aðildar að stærsta máli tengdu skipulagðri glæpastarfsemi sem komið hefur upp hér á landi. Þetta herma heimildir Vísis en fyrst var greint frá þessu á vef Ríkisútvarpsins fyrr í dag. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Market ehf., sem á og rekur verslanirnar Euro Market í Hamraborg, Stakkholti og Smiðjuvegi, tengdist málinu. Á meðal þeirra eigna sem haldlagðar hafa verið vegna málsins eru eignarhlutir í Market ehf. Þá greindi Ríkisútvarpið einnig frá því í dag að annar eigandi Market ehf. væri í haldi lögreglu í Hollandi, þar sem hann væri búsettur, og svo framkvæmdastjóri fyrirtækisins væri þar að auki í haldi yfirvalda hér á landi. Latkowski hefur verið búsettur hér á landi í um áratug en hann hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2009 fyrir vörslu og meðferð á rúmu kílói af marijúana. Í apríl 2013 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur svo ríkið til að greiða Latkowski hálfa milljón króna í miskabætur fyrir gæsluvarðhald sem hann mátti sæta árið 2010 vegna rannsóknar lögreglu á fíkniefnainnflutningi. Mennirnir þrír sem sitja í haldi íslensku lögreglunnar voru handteknir þann 12. desember síðastliðinn og úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 22. desember þann sama dag. Þeir eru í haldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna og sæta einangrun á meðan. Ekki liggur fyrir hvort að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þeim. Á sameiginlegum blaðamannafundi íslenskra lögregluyfirvalda, tollstjóra, pólsku lögreglunnar, Europol og Eurojust í gær kom fram að hald hefði verið lagt á fasteignir, bíla, reiðufé og aðrar eignir hér á landi fyrir allt að 200 milljónir króna. Þá var lagt hald á amfetamínbasa hér á landi og MDMA. Talið er að hægt sé að framleiða úr basanum allt frá 50 kílóum og upp í 80 kíló af amfetamíni. Þá væri hægt að framleiða allt að 26 þúsund e-töflur úr MDMA-inu sem var haldlagt. Götuvirði efnanna gæti numið allt að 400 milljónum króna. Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. 18. desember 2017 16:29 Pólskur glæpahópur á Íslandi: „Skýrasta dæmi um skipulagða brotastarfsemi sem við höfum séð“ Karl Steinar Valsson, tengiliður Íslands í Europol, segir þá brotastarfsemi sem þrír Pólverjar eru grunaðir að hafa staðið að hér á Íslandi vera að mörgu leyti merkilega fyrir okkur Íslendinga. 18. desember 2017 21:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Arkadiusz Maciej Latkowski, annar eigenda Market ehf., er einn þeirra þriggja sem sitja í gæsluvarðhaldi hér á landi vegna aðildar að stærsta máli tengdu skipulagðri glæpastarfsemi sem komið hefur upp hér á landi. Þetta herma heimildir Vísis en fyrst var greint frá þessu á vef Ríkisútvarpsins fyrr í dag. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Market ehf., sem á og rekur verslanirnar Euro Market í Hamraborg, Stakkholti og Smiðjuvegi, tengdist málinu. Á meðal þeirra eigna sem haldlagðar hafa verið vegna málsins eru eignarhlutir í Market ehf. Þá greindi Ríkisútvarpið einnig frá því í dag að annar eigandi Market ehf. væri í haldi lögreglu í Hollandi, þar sem hann væri búsettur, og svo framkvæmdastjóri fyrirtækisins væri þar að auki í haldi yfirvalda hér á landi. Latkowski hefur verið búsettur hér á landi í um áratug en hann hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2009 fyrir vörslu og meðferð á rúmu kílói af marijúana. Í apríl 2013 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur svo ríkið til að greiða Latkowski hálfa milljón króna í miskabætur fyrir gæsluvarðhald sem hann mátti sæta árið 2010 vegna rannsóknar lögreglu á fíkniefnainnflutningi. Mennirnir þrír sem sitja í haldi íslensku lögreglunnar voru handteknir þann 12. desember síðastliðinn og úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 22. desember þann sama dag. Þeir eru í haldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna og sæta einangrun á meðan. Ekki liggur fyrir hvort að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þeim. Á sameiginlegum blaðamannafundi íslenskra lögregluyfirvalda, tollstjóra, pólsku lögreglunnar, Europol og Eurojust í gær kom fram að hald hefði verið lagt á fasteignir, bíla, reiðufé og aðrar eignir hér á landi fyrir allt að 200 milljónir króna. Þá var lagt hald á amfetamínbasa hér á landi og MDMA. Talið er að hægt sé að framleiða úr basanum allt frá 50 kílóum og upp í 80 kíló af amfetamíni. Þá væri hægt að framleiða allt að 26 þúsund e-töflur úr MDMA-inu sem var haldlagt. Götuvirði efnanna gæti numið allt að 400 milljónum króna.
Tengdar fréttir Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00 Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. 18. desember 2017 16:29 Pólskur glæpahópur á Íslandi: „Skýrasta dæmi um skipulagða brotastarfsemi sem við höfum séð“ Karl Steinar Valsson, tengiliður Íslands í Europol, segir þá brotastarfsemi sem þrír Pólverjar eru grunaðir að hafa staðið að hér á Íslandi vera að mörgu leyti merkilega fyrir okkur Íslendinga. 18. desember 2017 21:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Euro Market viðriðið glæpahringinn Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market. 19. desember 2017 04:00
Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. 18. desember 2017 16:29
Pólskur glæpahópur á Íslandi: „Skýrasta dæmi um skipulagða brotastarfsemi sem við höfum séð“ Karl Steinar Valsson, tengiliður Íslands í Europol, segir þá brotastarfsemi sem þrír Pólverjar eru grunaðir að hafa staðið að hér á Íslandi vera að mörgu leyti merkilega fyrir okkur Íslendinga. 18. desember 2017 21:00