Innlent

Fengu sér í nefið saman

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurður Ingi og Jón voru óhræddir við að fá sér í nefið þótt fréttamenn fylgdust með hverju fótmáli þeirra við lyklaskiptin.
Sigurður Ingi og Jón voru óhræddir við að fá sér í nefið þótt fréttamenn fylgdust með hverju fótmáli þeirra við lyklaskiptin. Vísir/Eyþór

Jón Gunnarsson, fráfarandi sveitarstjórnar-og samgönguráðherra, afhendir Sigurði Inga Jóhannssyni lyklana að ráðuneytinu - eða það voru reyndar ekki lyklarnir heldur bara starfsmannaspjald Jóns sem sagði Sigurði Inga bara að skipta um mynd.

Sigurður Ingi hefur ekki áður verið í sveitarstjórnum- og samgöngumálum en hann var sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra og síðar forsætisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem var við völd á árunum 2013 til 2016.

Jón bað Sigurð Inga um að fá sér í nefið með sér þegar hann afhenti lyklana að ráðuneytinu. Sigurður Ingi sagðist hættur þessu en fékk sér þó með honum.

Fylgst er með lyklaskiptunum hjá ráðherrunum í Vaktinni á Vísi í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.