Ríkið ætlar að áfrýja dómi um skaðabætur til lögreglufulltrúa Kjartan Kjartansson skrifar 2. desember 2017 13:00 Ásakanirnar á hendur lögreglufulltrúanum komu fram innan fíkniefnadeildar sem logaði í ágreiningi. Vísir/Eyþór Lögmaður ríkisins ætlar að áfrýja dómi í máli fyrrverandi fíkniefnalögreglumanns sem var leystur frá störfum vegna rannsóknar á meintri spillingu. Ríkið var dæmt til að greiða manninum milljónir í bætur vegna ákvörðunar lögreglustjóra. Frá þessu greindi Fanney Rós Þorsteinsdóttir, lögmaður ríkisins, þegar skaðabótamál Aldísar Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Dómnum yrði áfrýjað á næstu dögum. Lögmaður Aldísar lagði dóminn fram þar sem hann styddi það sem hefði komið fram í máli Aldísar. Lögreglufulltrúinn stefndi ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra, um að leysa hann frá störfum í janúar í fyrra á meðan héraðssaksóknari rannsakaði ásakanir um spillingu sem settar höfðu verið fram á hendur honum. Hann hafði verið náinn samstarfsmaður Aldísar í fíkniefnadeildinni.Rannsóknin á honum var á endanum felld niður þar sem ekkert saknæmt kom í ljós.Orðrómar á kreik með óvarlegum ummælum ölvaðra lögreglumannaÍ dómi Hérasdóms Reykjavíkur kom fram að ásakanirnar gegn fulltrúanum hefðu „alla tíð verið með öllu órökstuddar“ og að þær hefðu aðeins byggst á orðrómi. Þá væru vísbendingar um að ásakanirnar hafi sprottið upp úr persónulegri óvild í garð hans í tengslum við klofning innan fíkniefnadeildarinnar. Orðrómarnir gengu meðal annars út á að fulltrúinn væri í óeðlilegum tengslum við upplýsingagjafa lögreglunnar og tæki jafnvel við greiðslum frá honum. Uppruna þeirra mætti líklega rekja til „óvarlegra ummæla ölvaðra lögreglumanna á bar einum í Reykjavík í eyra aðila sem tengdust fíkniefnaheiminum, um að stefnandi væri spilltur lögreglumaður“. Í málum lögreglufulltrúans og Aldísar kom fram að fíkniefnadeildin væri klofin og logaði í illdeilum. Héraðsdómur taldi að óvild hluta starfsmanna fíkniefnadeildarinnar í garð lögreglufulltrúans og staðlausar ásakanir um spillingu hans hefðu verið grundvöllur ákvörðun lögreglustjóra um að leysa hann frá störfum. Dæmdi héraðsdómur honum 2,2 milljónir króna í bætur auk tveggja milljóna króna í málskostnað. Tengdar fréttir Aldís sett til hliðar vegna persónulegrar óvildar lögreglustjóra Má fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn ríkinu vegna meintrar ólögmætrar brottvikningar var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. desember 2017 22:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Barst tilkynning um olíustuldur í Hafnarfirði Segir Heimildina stunda „rætna herferð“ gegn ferðaþjónustunni Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Sjá meira
Lögmaður ríkisins ætlar að áfrýja dómi í máli fyrrverandi fíkniefnalögreglumanns sem var leystur frá störfum vegna rannsóknar á meintri spillingu. Ríkið var dæmt til að greiða manninum milljónir í bætur vegna ákvörðunar lögreglustjóra. Frá þessu greindi Fanney Rós Þorsteinsdóttir, lögmaður ríkisins, þegar skaðabótamál Aldísar Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Dómnum yrði áfrýjað á næstu dögum. Lögmaður Aldísar lagði dóminn fram þar sem hann styddi það sem hefði komið fram í máli Aldísar. Lögreglufulltrúinn stefndi ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra, um að leysa hann frá störfum í janúar í fyrra á meðan héraðssaksóknari rannsakaði ásakanir um spillingu sem settar höfðu verið fram á hendur honum. Hann hafði verið náinn samstarfsmaður Aldísar í fíkniefnadeildinni.Rannsóknin á honum var á endanum felld niður þar sem ekkert saknæmt kom í ljós.Orðrómar á kreik með óvarlegum ummælum ölvaðra lögreglumannaÍ dómi Hérasdóms Reykjavíkur kom fram að ásakanirnar gegn fulltrúanum hefðu „alla tíð verið með öllu órökstuddar“ og að þær hefðu aðeins byggst á orðrómi. Þá væru vísbendingar um að ásakanirnar hafi sprottið upp úr persónulegri óvild í garð hans í tengslum við klofning innan fíkniefnadeildarinnar. Orðrómarnir gengu meðal annars út á að fulltrúinn væri í óeðlilegum tengslum við upplýsingagjafa lögreglunnar og tæki jafnvel við greiðslum frá honum. Uppruna þeirra mætti líklega rekja til „óvarlegra ummæla ölvaðra lögreglumanna á bar einum í Reykjavík í eyra aðila sem tengdust fíkniefnaheiminum, um að stefnandi væri spilltur lögreglumaður“. Í málum lögreglufulltrúans og Aldísar kom fram að fíkniefnadeildin væri klofin og logaði í illdeilum. Héraðsdómur taldi að óvild hluta starfsmanna fíkniefnadeildarinnar í garð lögreglufulltrúans og staðlausar ásakanir um spillingu hans hefðu verið grundvöllur ákvörðun lögreglustjóra um að leysa hann frá störfum. Dæmdi héraðsdómur honum 2,2 milljónir króna í bætur auk tveggja milljóna króna í málskostnað.
Tengdar fréttir Aldís sett til hliðar vegna persónulegrar óvildar lögreglustjóra Má fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn ríkinu vegna meintrar ólögmætrar brottvikningar var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. desember 2017 22:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Barst tilkynning um olíustuldur í Hafnarfirði Segir Heimildina stunda „rætna herferð“ gegn ferðaþjónustunni Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Sjá meira
Aldís sett til hliðar vegna persónulegrar óvildar lögreglustjóra Má fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn ríkinu vegna meintrar ólögmætrar brottvikningar var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. desember 2017 22:00