Merkilegir atburðir að gerast í kringum Öskju og Herðubreið Kristján Már Unnarsson skrifar 1. desember 2017 21:00 Horft yfir Öskju og Dyngjufjöll. Mynd/Stöð 2. Kvikuhreyfingar mælast nú djúpt undir svæðinu í kringum Öskju og Herðubreið. Kvikuþrýstingur virðist hins vegar fara minnkandi í Öskju sjálfri. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Pál Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Jarðskjálftar undanfarna daga í Öskju og nágrenni hennar hafa vakið spurningar um hvort þessi mikla eldstöð sé einnig að vakna til lífsins. Páll Einarsson telur þó ekki ástæðu til að setja Öskju í hóp annarra íslenskra eldstöðva sem eru að undirbúa gos. „Það eru flekahreyfingar sem valda skjálftum við Herðubreið og við Herðubreiðartögl fyrir austan Öskju. Þetta eru grunnstæðir skjálftar og stafa sennilega bara af því að við erum þar á flekaskilum, sem eru á hreyfingu,“ segir Páll.Askja í forgrunni. Fjær sjást Herðubreið og Herðubreiðartögl og lengst til hægri sést í Upptyppinga.Mynd/Stöð 2.Askja er auðþekkt úr lofti á Öskjuvatni sem myndaðist í miklu eldgosi árið 1875. Askja gaus síðast 1961 og er mjög virk eldstöð, að sögn Páls. Það eru hins vegar hræringar í grennd við Öskju sem vekja ekki síður áhuga. „Þá kemur í ljós að það er margt í gangi þar í einu. Þar er ekki bara Askja heldur líka hennar nánasta umhverfi. Þar eru að gerast merkilegir atburðir. Askja sjálf virðist vera að síga saman. Það virðist eins og kvikuþrýstingur undir Öskju sé að minnka og hefur gert það síðustu þrjátíu ár.“Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, við Öskju, hús Háskóla Íslands.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Á svæðinu í kringum Herðubreið eru það hins vegar djúpir skjálftar sem fylgjast þarf með. „Undir öllu svæðinu hafa komið í ljós djúpir skjálftar. Á fjórum stöðum í næsta nágrenni Öskju, þar verða djúpir skjálftar sem ekki verða skýrðir öðruvísi en með kvikuhreyfingum. Þannig að kvika er á hreyfingu í kringum Öskju þó að Askja sjálf sé að missa þrýstinginn.“Herðubreið séð frá veginum að Drekagili í Öskju.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Og fimmti staðurinn, Upptyppingar, bættist svo við árið 2007 þar sem kvika var á hreyfingu. „Þetta hefur verið rannsakað nokkuð ítarlega. Þetta var kvikuinnskot í neðri hluta jarðskorpunnar og það stóð í eitt ár,“ segir Páll um atburðinn við Upptyppinga fyrir áratug. „Þannig að kvikuhreyfingar í íslensku jarðskorpunni eru algengar og þær leiða ekki alltaf til eldgosa,“ segir prófessorinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Jarðskjálftar við Upptyppinga merkilegur vitnisburður Engin merki eru um að eldgos sé í vændum norðan Vatnajökuls að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Hann segir jarðskjálftana við Upptyppinga að undanförnu þó merkilegan vitnisburð um það hvernig jarðskorpan á Íslandi myndast. 6. ágúst 2007 19:27 Fimm öflugustu eldfjöll Íslands að undirbúa gos Fimm af öflugustu eldstöðvum Íslands sýna nú merki þess að vera að undirbúa gos. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þekkt úr sögunni að gosið geti samtímis úr fleiri en einu eldfjalli. 28. nóvember 2017 21:40 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Kvikuhreyfingar mælast nú djúpt undir svæðinu í kringum Öskju og Herðubreið. Kvikuþrýstingur virðist hins vegar fara minnkandi í Öskju sjálfri. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Pál Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Jarðskjálftar undanfarna daga í Öskju og nágrenni hennar hafa vakið spurningar um hvort þessi mikla eldstöð sé einnig að vakna til lífsins. Páll Einarsson telur þó ekki ástæðu til að setja Öskju í hóp annarra íslenskra eldstöðva sem eru að undirbúa gos. „Það eru flekahreyfingar sem valda skjálftum við Herðubreið og við Herðubreiðartögl fyrir austan Öskju. Þetta eru grunnstæðir skjálftar og stafa sennilega bara af því að við erum þar á flekaskilum, sem eru á hreyfingu,“ segir Páll.Askja í forgrunni. Fjær sjást Herðubreið og Herðubreiðartögl og lengst til hægri sést í Upptyppinga.Mynd/Stöð 2.Askja er auðþekkt úr lofti á Öskjuvatni sem myndaðist í miklu eldgosi árið 1875. Askja gaus síðast 1961 og er mjög virk eldstöð, að sögn Páls. Það eru hins vegar hræringar í grennd við Öskju sem vekja ekki síður áhuga. „Þá kemur í ljós að það er margt í gangi þar í einu. Þar er ekki bara Askja heldur líka hennar nánasta umhverfi. Þar eru að gerast merkilegir atburðir. Askja sjálf virðist vera að síga saman. Það virðist eins og kvikuþrýstingur undir Öskju sé að minnka og hefur gert það síðustu þrjátíu ár.“Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, við Öskju, hús Háskóla Íslands.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Á svæðinu í kringum Herðubreið eru það hins vegar djúpir skjálftar sem fylgjast þarf með. „Undir öllu svæðinu hafa komið í ljós djúpir skjálftar. Á fjórum stöðum í næsta nágrenni Öskju, þar verða djúpir skjálftar sem ekki verða skýrðir öðruvísi en með kvikuhreyfingum. Þannig að kvika er á hreyfingu í kringum Öskju þó að Askja sjálf sé að missa þrýstinginn.“Herðubreið séð frá veginum að Drekagili í Öskju.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Og fimmti staðurinn, Upptyppingar, bættist svo við árið 2007 þar sem kvika var á hreyfingu. „Þetta hefur verið rannsakað nokkuð ítarlega. Þetta var kvikuinnskot í neðri hluta jarðskorpunnar og það stóð í eitt ár,“ segir Páll um atburðinn við Upptyppinga fyrir áratug. „Þannig að kvikuhreyfingar í íslensku jarðskorpunni eru algengar og þær leiða ekki alltaf til eldgosa,“ segir prófessorinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Jarðskjálftar við Upptyppinga merkilegur vitnisburður Engin merki eru um að eldgos sé í vændum norðan Vatnajökuls að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Hann segir jarðskjálftana við Upptyppinga að undanförnu þó merkilegan vitnisburð um það hvernig jarðskorpan á Íslandi myndast. 6. ágúst 2007 19:27 Fimm öflugustu eldfjöll Íslands að undirbúa gos Fimm af öflugustu eldstöðvum Íslands sýna nú merki þess að vera að undirbúa gos. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þekkt úr sögunni að gosið geti samtímis úr fleiri en einu eldfjalli. 28. nóvember 2017 21:40 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Jarðskjálftar við Upptyppinga merkilegur vitnisburður Engin merki eru um að eldgos sé í vændum norðan Vatnajökuls að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Hann segir jarðskjálftana við Upptyppinga að undanförnu þó merkilegan vitnisburð um það hvernig jarðskorpan á Íslandi myndast. 6. ágúst 2007 19:27
Fimm öflugustu eldfjöll Íslands að undirbúa gos Fimm af öflugustu eldstöðvum Íslands sýna nú merki þess að vera að undirbúa gos. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þekkt úr sögunni að gosið geti samtímis úr fleiri en einu eldfjalli. 28. nóvember 2017 21:40