Merkilegir atburðir að gerast í kringum Öskju og Herðubreið Kristján Már Unnarsson skrifar 1. desember 2017 21:00 Horft yfir Öskju og Dyngjufjöll. Mynd/Stöð 2. Kvikuhreyfingar mælast nú djúpt undir svæðinu í kringum Öskju og Herðubreið. Kvikuþrýstingur virðist hins vegar fara minnkandi í Öskju sjálfri. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Pál Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Jarðskjálftar undanfarna daga í Öskju og nágrenni hennar hafa vakið spurningar um hvort þessi mikla eldstöð sé einnig að vakna til lífsins. Páll Einarsson telur þó ekki ástæðu til að setja Öskju í hóp annarra íslenskra eldstöðva sem eru að undirbúa gos. „Það eru flekahreyfingar sem valda skjálftum við Herðubreið og við Herðubreiðartögl fyrir austan Öskju. Þetta eru grunnstæðir skjálftar og stafa sennilega bara af því að við erum þar á flekaskilum, sem eru á hreyfingu,“ segir Páll.Askja í forgrunni. Fjær sjást Herðubreið og Herðubreiðartögl og lengst til hægri sést í Upptyppinga.Mynd/Stöð 2.Askja er auðþekkt úr lofti á Öskjuvatni sem myndaðist í miklu eldgosi árið 1875. Askja gaus síðast 1961 og er mjög virk eldstöð, að sögn Páls. Það eru hins vegar hræringar í grennd við Öskju sem vekja ekki síður áhuga. „Þá kemur í ljós að það er margt í gangi þar í einu. Þar er ekki bara Askja heldur líka hennar nánasta umhverfi. Þar eru að gerast merkilegir atburðir. Askja sjálf virðist vera að síga saman. Það virðist eins og kvikuþrýstingur undir Öskju sé að minnka og hefur gert það síðustu þrjátíu ár.“Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, við Öskju, hús Háskóla Íslands.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Á svæðinu í kringum Herðubreið eru það hins vegar djúpir skjálftar sem fylgjast þarf með. „Undir öllu svæðinu hafa komið í ljós djúpir skjálftar. Á fjórum stöðum í næsta nágrenni Öskju, þar verða djúpir skjálftar sem ekki verða skýrðir öðruvísi en með kvikuhreyfingum. Þannig að kvika er á hreyfingu í kringum Öskju þó að Askja sjálf sé að missa þrýstinginn.“Herðubreið séð frá veginum að Drekagili í Öskju.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Og fimmti staðurinn, Upptyppingar, bættist svo við árið 2007 þar sem kvika var á hreyfingu. „Þetta hefur verið rannsakað nokkuð ítarlega. Þetta var kvikuinnskot í neðri hluta jarðskorpunnar og það stóð í eitt ár,“ segir Páll um atburðinn við Upptyppinga fyrir áratug. „Þannig að kvikuhreyfingar í íslensku jarðskorpunni eru algengar og þær leiða ekki alltaf til eldgosa,“ segir prófessorinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Jarðskjálftar við Upptyppinga merkilegur vitnisburður Engin merki eru um að eldgos sé í vændum norðan Vatnajökuls að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Hann segir jarðskjálftana við Upptyppinga að undanförnu þó merkilegan vitnisburð um það hvernig jarðskorpan á Íslandi myndast. 6. ágúst 2007 19:27 Fimm öflugustu eldfjöll Íslands að undirbúa gos Fimm af öflugustu eldstöðvum Íslands sýna nú merki þess að vera að undirbúa gos. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þekkt úr sögunni að gosið geti samtímis úr fleiri en einu eldfjalli. 28. nóvember 2017 21:40 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Kvikuhreyfingar mælast nú djúpt undir svæðinu í kringum Öskju og Herðubreið. Kvikuþrýstingur virðist hins vegar fara minnkandi í Öskju sjálfri. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Pál Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Jarðskjálftar undanfarna daga í Öskju og nágrenni hennar hafa vakið spurningar um hvort þessi mikla eldstöð sé einnig að vakna til lífsins. Páll Einarsson telur þó ekki ástæðu til að setja Öskju í hóp annarra íslenskra eldstöðva sem eru að undirbúa gos. „Það eru flekahreyfingar sem valda skjálftum við Herðubreið og við Herðubreiðartögl fyrir austan Öskju. Þetta eru grunnstæðir skjálftar og stafa sennilega bara af því að við erum þar á flekaskilum, sem eru á hreyfingu,“ segir Páll.Askja í forgrunni. Fjær sjást Herðubreið og Herðubreiðartögl og lengst til hægri sést í Upptyppinga.Mynd/Stöð 2.Askja er auðþekkt úr lofti á Öskjuvatni sem myndaðist í miklu eldgosi árið 1875. Askja gaus síðast 1961 og er mjög virk eldstöð, að sögn Páls. Það eru hins vegar hræringar í grennd við Öskju sem vekja ekki síður áhuga. „Þá kemur í ljós að það er margt í gangi þar í einu. Þar er ekki bara Askja heldur líka hennar nánasta umhverfi. Þar eru að gerast merkilegir atburðir. Askja sjálf virðist vera að síga saman. Það virðist eins og kvikuþrýstingur undir Öskju sé að minnka og hefur gert það síðustu þrjátíu ár.“Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, við Öskju, hús Háskóla Íslands.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Á svæðinu í kringum Herðubreið eru það hins vegar djúpir skjálftar sem fylgjast þarf með. „Undir öllu svæðinu hafa komið í ljós djúpir skjálftar. Á fjórum stöðum í næsta nágrenni Öskju, þar verða djúpir skjálftar sem ekki verða skýrðir öðruvísi en með kvikuhreyfingum. Þannig að kvika er á hreyfingu í kringum Öskju þó að Askja sjálf sé að missa þrýstinginn.“Herðubreið séð frá veginum að Drekagili í Öskju.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Og fimmti staðurinn, Upptyppingar, bættist svo við árið 2007 þar sem kvika var á hreyfingu. „Þetta hefur verið rannsakað nokkuð ítarlega. Þetta var kvikuinnskot í neðri hluta jarðskorpunnar og það stóð í eitt ár,“ segir Páll um atburðinn við Upptyppinga fyrir áratug. „Þannig að kvikuhreyfingar í íslensku jarðskorpunni eru algengar og þær leiða ekki alltaf til eldgosa,“ segir prófessorinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Jarðskjálftar við Upptyppinga merkilegur vitnisburður Engin merki eru um að eldgos sé í vændum norðan Vatnajökuls að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Hann segir jarðskjálftana við Upptyppinga að undanförnu þó merkilegan vitnisburð um það hvernig jarðskorpan á Íslandi myndast. 6. ágúst 2007 19:27 Fimm öflugustu eldfjöll Íslands að undirbúa gos Fimm af öflugustu eldstöðvum Íslands sýna nú merki þess að vera að undirbúa gos. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þekkt úr sögunni að gosið geti samtímis úr fleiri en einu eldfjalli. 28. nóvember 2017 21:40 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Jarðskjálftar við Upptyppinga merkilegur vitnisburður Engin merki eru um að eldgos sé í vændum norðan Vatnajökuls að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Hann segir jarðskjálftana við Upptyppinga að undanförnu þó merkilegan vitnisburð um það hvernig jarðskorpan á Íslandi myndast. 6. ágúst 2007 19:27
Fimm öflugustu eldfjöll Íslands að undirbúa gos Fimm af öflugustu eldstöðvum Íslands sýna nú merki þess að vera að undirbúa gos. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þekkt úr sögunni að gosið geti samtímis úr fleiri en einu eldfjalli. 28. nóvember 2017 21:40