Merkilegir atburðir að gerast í kringum Öskju og Herðubreið Kristján Már Unnarsson skrifar 1. desember 2017 21:00 Horft yfir Öskju og Dyngjufjöll. Mynd/Stöð 2. Kvikuhreyfingar mælast nú djúpt undir svæðinu í kringum Öskju og Herðubreið. Kvikuþrýstingur virðist hins vegar fara minnkandi í Öskju sjálfri. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Pál Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Jarðskjálftar undanfarna daga í Öskju og nágrenni hennar hafa vakið spurningar um hvort þessi mikla eldstöð sé einnig að vakna til lífsins. Páll Einarsson telur þó ekki ástæðu til að setja Öskju í hóp annarra íslenskra eldstöðva sem eru að undirbúa gos. „Það eru flekahreyfingar sem valda skjálftum við Herðubreið og við Herðubreiðartögl fyrir austan Öskju. Þetta eru grunnstæðir skjálftar og stafa sennilega bara af því að við erum þar á flekaskilum, sem eru á hreyfingu,“ segir Páll.Askja í forgrunni. Fjær sjást Herðubreið og Herðubreiðartögl og lengst til hægri sést í Upptyppinga.Mynd/Stöð 2.Askja er auðþekkt úr lofti á Öskjuvatni sem myndaðist í miklu eldgosi árið 1875. Askja gaus síðast 1961 og er mjög virk eldstöð, að sögn Páls. Það eru hins vegar hræringar í grennd við Öskju sem vekja ekki síður áhuga. „Þá kemur í ljós að það er margt í gangi þar í einu. Þar er ekki bara Askja heldur líka hennar nánasta umhverfi. Þar eru að gerast merkilegir atburðir. Askja sjálf virðist vera að síga saman. Það virðist eins og kvikuþrýstingur undir Öskju sé að minnka og hefur gert það síðustu þrjátíu ár.“Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, við Öskju, hús Háskóla Íslands.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Á svæðinu í kringum Herðubreið eru það hins vegar djúpir skjálftar sem fylgjast þarf með. „Undir öllu svæðinu hafa komið í ljós djúpir skjálftar. Á fjórum stöðum í næsta nágrenni Öskju, þar verða djúpir skjálftar sem ekki verða skýrðir öðruvísi en með kvikuhreyfingum. Þannig að kvika er á hreyfingu í kringum Öskju þó að Askja sjálf sé að missa þrýstinginn.“Herðubreið séð frá veginum að Drekagili í Öskju.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Og fimmti staðurinn, Upptyppingar, bættist svo við árið 2007 þar sem kvika var á hreyfingu. „Þetta hefur verið rannsakað nokkuð ítarlega. Þetta var kvikuinnskot í neðri hluta jarðskorpunnar og það stóð í eitt ár,“ segir Páll um atburðinn við Upptyppinga fyrir áratug. „Þannig að kvikuhreyfingar í íslensku jarðskorpunni eru algengar og þær leiða ekki alltaf til eldgosa,“ segir prófessorinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Jarðskjálftar við Upptyppinga merkilegur vitnisburður Engin merki eru um að eldgos sé í vændum norðan Vatnajökuls að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Hann segir jarðskjálftana við Upptyppinga að undanförnu þó merkilegan vitnisburð um það hvernig jarðskorpan á Íslandi myndast. 6. ágúst 2007 19:27 Fimm öflugustu eldfjöll Íslands að undirbúa gos Fimm af öflugustu eldstöðvum Íslands sýna nú merki þess að vera að undirbúa gos. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þekkt úr sögunni að gosið geti samtímis úr fleiri en einu eldfjalli. 28. nóvember 2017 21:40 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Kvikuhreyfingar mælast nú djúpt undir svæðinu í kringum Öskju og Herðubreið. Kvikuþrýstingur virðist hins vegar fara minnkandi í Öskju sjálfri. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Pál Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Jarðskjálftar undanfarna daga í Öskju og nágrenni hennar hafa vakið spurningar um hvort þessi mikla eldstöð sé einnig að vakna til lífsins. Páll Einarsson telur þó ekki ástæðu til að setja Öskju í hóp annarra íslenskra eldstöðva sem eru að undirbúa gos. „Það eru flekahreyfingar sem valda skjálftum við Herðubreið og við Herðubreiðartögl fyrir austan Öskju. Þetta eru grunnstæðir skjálftar og stafa sennilega bara af því að við erum þar á flekaskilum, sem eru á hreyfingu,“ segir Páll.Askja í forgrunni. Fjær sjást Herðubreið og Herðubreiðartögl og lengst til hægri sést í Upptyppinga.Mynd/Stöð 2.Askja er auðþekkt úr lofti á Öskjuvatni sem myndaðist í miklu eldgosi árið 1875. Askja gaus síðast 1961 og er mjög virk eldstöð, að sögn Páls. Það eru hins vegar hræringar í grennd við Öskju sem vekja ekki síður áhuga. „Þá kemur í ljós að það er margt í gangi þar í einu. Þar er ekki bara Askja heldur líka hennar nánasta umhverfi. Þar eru að gerast merkilegir atburðir. Askja sjálf virðist vera að síga saman. Það virðist eins og kvikuþrýstingur undir Öskju sé að minnka og hefur gert það síðustu þrjátíu ár.“Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, við Öskju, hús Háskóla Íslands.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Á svæðinu í kringum Herðubreið eru það hins vegar djúpir skjálftar sem fylgjast þarf með. „Undir öllu svæðinu hafa komið í ljós djúpir skjálftar. Á fjórum stöðum í næsta nágrenni Öskju, þar verða djúpir skjálftar sem ekki verða skýrðir öðruvísi en með kvikuhreyfingum. Þannig að kvika er á hreyfingu í kringum Öskju þó að Askja sjálf sé að missa þrýstinginn.“Herðubreið séð frá veginum að Drekagili í Öskju.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Og fimmti staðurinn, Upptyppingar, bættist svo við árið 2007 þar sem kvika var á hreyfingu. „Þetta hefur verið rannsakað nokkuð ítarlega. Þetta var kvikuinnskot í neðri hluta jarðskorpunnar og það stóð í eitt ár,“ segir Páll um atburðinn við Upptyppinga fyrir áratug. „Þannig að kvikuhreyfingar í íslensku jarðskorpunni eru algengar og þær leiða ekki alltaf til eldgosa,“ segir prófessorinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Jarðskjálftar við Upptyppinga merkilegur vitnisburður Engin merki eru um að eldgos sé í vændum norðan Vatnajökuls að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Hann segir jarðskjálftana við Upptyppinga að undanförnu þó merkilegan vitnisburð um það hvernig jarðskorpan á Íslandi myndast. 6. ágúst 2007 19:27 Fimm öflugustu eldfjöll Íslands að undirbúa gos Fimm af öflugustu eldstöðvum Íslands sýna nú merki þess að vera að undirbúa gos. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þekkt úr sögunni að gosið geti samtímis úr fleiri en einu eldfjalli. 28. nóvember 2017 21:40 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Jarðskjálftar við Upptyppinga merkilegur vitnisburður Engin merki eru um að eldgos sé í vændum norðan Vatnajökuls að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Hann segir jarðskjálftana við Upptyppinga að undanförnu þó merkilegan vitnisburð um það hvernig jarðskorpan á Íslandi myndast. 6. ágúst 2007 19:27
Fimm öflugustu eldfjöll Íslands að undirbúa gos Fimm af öflugustu eldstöðvum Íslands sýna nú merki þess að vera að undirbúa gos. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þekkt úr sögunni að gosið geti samtímis úr fleiri en einu eldfjalli. 28. nóvember 2017 21:40