„Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. desember 2017 18:45 Verslunin Kostur í dag Visir/Jóhann K. Jóhannsson Eigandi Kosts telur að verslunarrisinn Costco hafi nýtt sér viðskiptagögn verslunarinnar í viðskiptum þeirra á milli til þess að átta sig markaðinum hér áður en verslunarkeðjan hóf rekstur hér á landi. Kostur hefur orðið undir í samkeppninni og verður versluninni lokað. Koma verslunarrisans Costco á markað hér á landi hefur haft víðtæk áhrif. Til að mynda hefur hlutabréfaverð í Högum, sem rekur Bónus og Hagkaup, lækkað um ríflega 30%. Það var sagt frá því í október að verslunin Víðir væri til sölu og í gær var tilkynnt að versluninni Kosti yrði lokað. Jón Gerald Sullenberger stofnaði og opnaði verslunina fyrir átta árum. En með vöruúrvalinu var lögð áhersla á amerískar gæðavörur sem seldar voru í stórum pakkningum til að ná fram stærðarhagkvæmni. Verslunin kynnti meðal annars vörumerkið Kirkland fyrir Íslendingum en það er helsta vörumerki Costco. Þegar tilkynnt var um komu Costco á markaðinn var Jón bjartsýnn en hann átti ekki von á hvernig verslunarmódelinu yrði hagað og bætir við að vörur sem verslunarkeðjan býður séu mikið niðurgreiddar, jafnvel langt undir kostnaðarverði. „Við keppum engan veginn við þetta. Við getum ekki keppt við svona risa sem niðurgreiðir markaðinn. Ég tel að markaðurinn á eftir að breytast mjög mikið næstu mánuði. Við gátum ekki keppt við þá á markaðnum hérna,“ segir Jón Gerald Sullenberger, eigandi Kosts. Jón segir að ákvörðunin með að loka versluninni hafi verið afar erfið. „Þetta er búið að vera gríðarlega erfitt. Gríðarlega erfitt gagnvart starfsfólkinu okkar. Það er fullt af starfsfólki búið að vera hjá okkur frá við opnuðum búðina. Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt. Sú ákvörðun að segja öllum upp korter í jól,“ segir Jón. Þrjátíu og sjö kom til með að vinna vinnuna þegar búðin lokar en Jón segir að reynt hafi verið með öllum mætti að endurskipuleggja viðskiptamódelið en það hafi svo hafi reynst óraunhæft. Hann segir að í raun hafi Kostur byrjað markaðssetningu Costco á Íslandi með því að kynna vörur verslunarkeðjunnar og verið grandalaus þegar verslunarrisinn nýtti sér viðskiptagögn Kosts til þess að átta sig á markaðnum hér.Hvernig kemur þú fjárhagslega út úr þessu? „Það á eftir að koma í ljós hvernig það fer,“ segir Jón.Ertu sár? „Sár? Þetta er barnið okkar og við erum búin að leggja gríðarlega vinnu í þetta,“ segir Jón. Tengdar fréttir Verslunin Kostur lokar Verslunin Kostur við Dalveg í Kópavogi mun loka á næstu dögum. Eigandi Kosts segir tilkomu Costco hafa breytt aðstæðum verslunarinnar. 1. desember 2017 17:14 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Eigandi Kosts telur að verslunarrisinn Costco hafi nýtt sér viðskiptagögn verslunarinnar í viðskiptum þeirra á milli til þess að átta sig markaðinum hér áður en verslunarkeðjan hóf rekstur hér á landi. Kostur hefur orðið undir í samkeppninni og verður versluninni lokað. Koma verslunarrisans Costco á markað hér á landi hefur haft víðtæk áhrif. Til að mynda hefur hlutabréfaverð í Högum, sem rekur Bónus og Hagkaup, lækkað um ríflega 30%. Það var sagt frá því í október að verslunin Víðir væri til sölu og í gær var tilkynnt að versluninni Kosti yrði lokað. Jón Gerald Sullenberger stofnaði og opnaði verslunina fyrir átta árum. En með vöruúrvalinu var lögð áhersla á amerískar gæðavörur sem seldar voru í stórum pakkningum til að ná fram stærðarhagkvæmni. Verslunin kynnti meðal annars vörumerkið Kirkland fyrir Íslendingum en það er helsta vörumerki Costco. Þegar tilkynnt var um komu Costco á markaðinn var Jón bjartsýnn en hann átti ekki von á hvernig verslunarmódelinu yrði hagað og bætir við að vörur sem verslunarkeðjan býður séu mikið niðurgreiddar, jafnvel langt undir kostnaðarverði. „Við keppum engan veginn við þetta. Við getum ekki keppt við svona risa sem niðurgreiðir markaðinn. Ég tel að markaðurinn á eftir að breytast mjög mikið næstu mánuði. Við gátum ekki keppt við þá á markaðnum hérna,“ segir Jón Gerald Sullenberger, eigandi Kosts. Jón segir að ákvörðunin með að loka versluninni hafi verið afar erfið. „Þetta er búið að vera gríðarlega erfitt. Gríðarlega erfitt gagnvart starfsfólkinu okkar. Það er fullt af starfsfólki búið að vera hjá okkur frá við opnuðum búðina. Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt. Sú ákvörðun að segja öllum upp korter í jól,“ segir Jón. Þrjátíu og sjö kom til með að vinna vinnuna þegar búðin lokar en Jón segir að reynt hafi verið með öllum mætti að endurskipuleggja viðskiptamódelið en það hafi svo hafi reynst óraunhæft. Hann segir að í raun hafi Kostur byrjað markaðssetningu Costco á Íslandi með því að kynna vörur verslunarkeðjunnar og verið grandalaus þegar verslunarrisinn nýtti sér viðskiptagögn Kosts til þess að átta sig á markaðnum hér.Hvernig kemur þú fjárhagslega út úr þessu? „Það á eftir að koma í ljós hvernig það fer,“ segir Jón.Ertu sár? „Sár? Þetta er barnið okkar og við erum búin að leggja gríðarlega vinnu í þetta,“ segir Jón.
Tengdar fréttir Verslunin Kostur lokar Verslunin Kostur við Dalveg í Kópavogi mun loka á næstu dögum. Eigandi Kosts segir tilkomu Costco hafa breytt aðstæðum verslunarinnar. 1. desember 2017 17:14 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Verslunin Kostur lokar Verslunin Kostur við Dalveg í Kópavogi mun loka á næstu dögum. Eigandi Kosts segir tilkomu Costco hafa breytt aðstæðum verslunarinnar. 1. desember 2017 17:14
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent