„Á minni vakt verður ekki farið frekar í einkavæðingarátt" Jóhann K. Jóhannsson og Þorbjörn Þórðarson skrifa 2. desember 2017 18:45 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínan á Stöð 2 í dag. Vísir/Stöð 2 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að ekki verði farið í frekari einkavæðingu innan heilbrigðiskerfisins og ætlar hún að láta gera úttekt á einkarekstri síðustu ára. Útgjöld til einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja hafa aukist um 40 prósent á síðustu árum á meðan útgjöld til opinbera kerfisins hafa nær staðið í stað. Fram kom í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út fyrr á þessu ári að útgjöld ríkisins til einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja og sjálfstætt starfandi lækna jukust um 40 prósent milli áranna 2007 og 2016 á sama tíma og útgjöld til opinbera kerfisins stóðu nánast í stað. Birgir Jakobsson landlæknir hefur margsinnis bent á að opinbera kerfið hafi verið svelt á sama tíma og framlög til einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja hafi verið aukin. „Einkarekstur sem er fjármagnaður af ríkinu hann þróast áfram nánast stjórnlaust vegna þess að samningur Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkratrygginga Íslands er opinn sérgreinalæknum,“ sagði Birgir Jakobsson, landlæknir í kvöldfréttum Stöðvar 2, 20. apríl síðastliðinn. Í öðru viðtali, 9. október síðastliðinn, sagði Birgir þetta einnig í kvöldfréttum Stöðvar 2; „Aukning á einkarekstri hefur raunverulega stýrst af framboði á sérgreinalæknum en hefur lítið stuðst við þarfagreiningar á þörfum sjúklinga.“ Vinstri græn sem nú leiða ríkisstjórnina höfðu miklar áhyggjur af auknum einkarekstri innan heilbrigðiskerfisins þegar flokkurinn var í stjórnarandstöðu. Það kemur því á óvart að í stjórnarsáttmálanum er hvergi minnst á draga eigi úr einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Eitt af því fyrsta sem að ég mun gera í ráðuneytinu er að fá ítarlega úttekt á stöðu þessara einkavæðingarmála undanfarin ár þannig að við vitum nákvæmlega á hvaða stað við erum í raun og veru stödd," sagði Svandís. Heilbrigðisráðherra ætar að gefa sér tíma í þá yfirferð. „Það er alveg ljóst að á minni vakt verður ekki farið frekar í einkavæðingarátt, enda er þessi stjórnarsáttmáli, hann snýst fyrst og fremst um það að efla almenna kerfið. Snýst um það að styrkja jafna rétt til öflunar heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og óháð búsetu og svo framvegis, þannig að það rímar ágætlega saman,“ sagði Svandís. Fjárlög næsta árs verða unnin hratt og Svandís ætlar að leggja fram tillögur á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag um aukin fjárframlög til ríkisrekna heilbrigðiskerfisins. Tengdar fréttir Ráðherrar heilbrigðis- og menntamála í Víglínunni Tveir ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar sem og Logi Einarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. 2. desember 2017 10:56 Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42 Landlæknir telur þörf á heildarstefnu í heilbrigðismálum Landlæknir telur þörf á heildarstefnu í heilbrigðismálum hér á landi og segir að einkavæðing innan greinarinnar hafi ekki tekið mið af hagsmunum sjúklinga. 9. október 2017 18:45 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að ekki verði farið í frekari einkavæðingu innan heilbrigðiskerfisins og ætlar hún að láta gera úttekt á einkarekstri síðustu ára. Útgjöld til einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja hafa aukist um 40 prósent á síðustu árum á meðan útgjöld til opinbera kerfisins hafa nær staðið í stað. Fram kom í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út fyrr á þessu ári að útgjöld ríkisins til einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja og sjálfstætt starfandi lækna jukust um 40 prósent milli áranna 2007 og 2016 á sama tíma og útgjöld til opinbera kerfisins stóðu nánast í stað. Birgir Jakobsson landlæknir hefur margsinnis bent á að opinbera kerfið hafi verið svelt á sama tíma og framlög til einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja hafi verið aukin. „Einkarekstur sem er fjármagnaður af ríkinu hann þróast áfram nánast stjórnlaust vegna þess að samningur Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkratrygginga Íslands er opinn sérgreinalæknum,“ sagði Birgir Jakobsson, landlæknir í kvöldfréttum Stöðvar 2, 20. apríl síðastliðinn. Í öðru viðtali, 9. október síðastliðinn, sagði Birgir þetta einnig í kvöldfréttum Stöðvar 2; „Aukning á einkarekstri hefur raunverulega stýrst af framboði á sérgreinalæknum en hefur lítið stuðst við þarfagreiningar á þörfum sjúklinga.“ Vinstri græn sem nú leiða ríkisstjórnina höfðu miklar áhyggjur af auknum einkarekstri innan heilbrigðiskerfisins þegar flokkurinn var í stjórnarandstöðu. Það kemur því á óvart að í stjórnarsáttmálanum er hvergi minnst á draga eigi úr einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Eitt af því fyrsta sem að ég mun gera í ráðuneytinu er að fá ítarlega úttekt á stöðu þessara einkavæðingarmála undanfarin ár þannig að við vitum nákvæmlega á hvaða stað við erum í raun og veru stödd," sagði Svandís. Heilbrigðisráðherra ætar að gefa sér tíma í þá yfirferð. „Það er alveg ljóst að á minni vakt verður ekki farið frekar í einkavæðingarátt, enda er þessi stjórnarsáttmáli, hann snýst fyrst og fremst um það að efla almenna kerfið. Snýst um það að styrkja jafna rétt til öflunar heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og óháð búsetu og svo framvegis, þannig að það rímar ágætlega saman,“ sagði Svandís. Fjárlög næsta árs verða unnin hratt og Svandís ætlar að leggja fram tillögur á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag um aukin fjárframlög til ríkisrekna heilbrigðiskerfisins.
Tengdar fréttir Ráðherrar heilbrigðis- og menntamála í Víglínunni Tveir ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar sem og Logi Einarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. 2. desember 2017 10:56 Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42 Landlæknir telur þörf á heildarstefnu í heilbrigðismálum Landlæknir telur þörf á heildarstefnu í heilbrigðismálum hér á landi og segir að einkavæðing innan greinarinnar hafi ekki tekið mið af hagsmunum sjúklinga. 9. október 2017 18:45 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Sjá meira
Ráðherrar heilbrigðis- og menntamála í Víglínunni Tveir ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar sem og Logi Einarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. 2. desember 2017 10:56
Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42
Landlæknir telur þörf á heildarstefnu í heilbrigðismálum Landlæknir telur þörf á heildarstefnu í heilbrigðismálum hér á landi og segir að einkavæðing innan greinarinnar hafi ekki tekið mið af hagsmunum sjúklinga. 9. október 2017 18:45