Innlent

Samfylkingin orðin næststærst

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Anton Brink

Samfylkingin er orðinn næststærsti stjórnmálaflokkur landsins, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Flokkurinn mælist með 16,7 prósenta  fylgi en fékk 12,1 prósent atkvæða í alþingiskosningunum í lok október. Greint var frá niðurstöðu Þjóðarpúlsins í kvöldfréttum RÚV.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi í þjóðarpúlsinum, 24 prósent. Flokkurinn minnkar við sig fylgi en hann hlaut 25,3 prósent í kosningunum.

Vinstri græn mælast með 16,1 prósent, örlítið minna en í kosningunum þar sem flokkurinn fékk 16,9 prósent.

Þá mælast bæði Píratar og Framsókn með 10,4 prósent fylgi. Píratar fengu 9,2 prósent í kosningunum en Framsókn 10,7 prósent.

Viðreisn bætir við sig fylgi og mælist með 7,1 prósent miðað við 6,8 prósent í kosningunum.

Miðflokkurinn tekur nokkuð stóra dýfu síðan í kosningunum, var þá með 10,9 prósent, en mælist nú með 6,8 prósent.

Flokkur fólksins er með 6,5 prósent en mældist með 6,9 prósent í kosningunum. Aðrir flokkar mælast með rúm 2 prósent.

Könnunin var gerð dagana 8.-30. nóvember, þegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar stóðu yfir. Úrtak könnunarinnar var fjögur þúsund manns og svarhlutfall var 57,8 prósent.


Tengdar fréttir

Skráningar í VG tekið kipp eftir lyklaskiptin

Á annað hundrað manns hafa sagt sig úr Vinstri grænum síðan ákvörðun var tekin um að hefja stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokknum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.