Aðeins eitt prósent af gistirými á Airbnb laust yfir áramótin: „Gistimarkaðurinn eins og hann leggur sig er uppbókaður“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. desember 2017 18:45 Aðeins eitt prósent af gistirýmu á vef gistimiðlunarinnar Airbnb í Reykjavík eru á lausu yfir ármótin og aðeins örfá hótelherbergi, nú þegar tæpur mánuður er til áramót. Til að mynda eru 97 prósent af öllu gistirými í Reykjavík uppbókuð á nýjársnótt samkvæmt vefsíðu Booking.com, einu helsta hótelbókunarfyrirtæki heims. Aðeins tíu tveggja manna gistirými eru í boði í Reykjavík þá nóttina og aðeins sex ef leitað er að gistingu fyrir fjóra. Þá er aðeins eitt prósent af gistirýmum á lausu á vef Airbnb í Reykjavík yfir áramót ef leitað er að gistingu fyrir tvo. „Gistimarkaðurinn eins og hann leggur sig er bara uppbókaður og öll hotel uppbókuð og fullt af Íslendingum sem eru að leigja út íbúðirnar sínar yfir áramótin af því það er hægt að fá mjög góð verð þá,“ segir Sölvi Melax, formaður Samtaka um skammtímaleigu á heimilum. Eins og sést er verðlag klárlega í takt við eftirspurnina en dæmi eru um að einnar nætur gisting í miðborginni hlaupi á hundruðum þúsunda á nýjársnótt. Hér er til dæmis stúdíó íbúð á Airbnb, sem hýsir tvo einstaklinga, á 1775 dollara nóttina eða tæpar 185 þúsund krónur. „Þær íbúðir sem eru núna á lausu eru yfirleitt mjög hátt verðlagðar íbúðir. Fólk vonast til þess að detta í lukkupott og er þá til í að fara til foreldra sinna eða vina,“ segir Sölvi. Helga Árnadóttir, formaður Samtaka ferðþjónustunnar, segir að síðustu ár hafi allt verið uppbókað um áramót „Það sem er að breytast er það að bókarnir eru að fjölga yfir hátíðarnar í heild sinni, þar að segja yfir jólin líka,“ segir Helga en samtökin áætla að það verði um tuttugu þúsund ferðamenn á landinu yfir hátíðarnar og segir Helga að fyrirtæki séu nú vel í stakk búin að taka á móti fólkinu. „Og eins og fyrir þremur fjórum árum voru vel flest hotel á höfuðborgarsvæðinu lokuð yfir jólin. Þannig þetta hefur breyst mikið og ferðaþjónustuaðilar búnir í auknu mæli að bæta þjónustu sína yfir hátíðarnar.“ Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Aðeins eitt prósent af gistirýmu á vef gistimiðlunarinnar Airbnb í Reykjavík eru á lausu yfir ármótin og aðeins örfá hótelherbergi, nú þegar tæpur mánuður er til áramót. Til að mynda eru 97 prósent af öllu gistirými í Reykjavík uppbókuð á nýjársnótt samkvæmt vefsíðu Booking.com, einu helsta hótelbókunarfyrirtæki heims. Aðeins tíu tveggja manna gistirými eru í boði í Reykjavík þá nóttina og aðeins sex ef leitað er að gistingu fyrir fjóra. Þá er aðeins eitt prósent af gistirýmum á lausu á vef Airbnb í Reykjavík yfir áramót ef leitað er að gistingu fyrir tvo. „Gistimarkaðurinn eins og hann leggur sig er bara uppbókaður og öll hotel uppbókuð og fullt af Íslendingum sem eru að leigja út íbúðirnar sínar yfir áramótin af því það er hægt að fá mjög góð verð þá,“ segir Sölvi Melax, formaður Samtaka um skammtímaleigu á heimilum. Eins og sést er verðlag klárlega í takt við eftirspurnina en dæmi eru um að einnar nætur gisting í miðborginni hlaupi á hundruðum þúsunda á nýjársnótt. Hér er til dæmis stúdíó íbúð á Airbnb, sem hýsir tvo einstaklinga, á 1775 dollara nóttina eða tæpar 185 þúsund krónur. „Þær íbúðir sem eru núna á lausu eru yfirleitt mjög hátt verðlagðar íbúðir. Fólk vonast til þess að detta í lukkupott og er þá til í að fara til foreldra sinna eða vina,“ segir Sölvi. Helga Árnadóttir, formaður Samtaka ferðþjónustunnar, segir að síðustu ár hafi allt verið uppbókað um áramót „Það sem er að breytast er það að bókarnir eru að fjölga yfir hátíðarnar í heild sinni, þar að segja yfir jólin líka,“ segir Helga en samtökin áætla að það verði um tuttugu þúsund ferðamenn á landinu yfir hátíðarnar og segir Helga að fyrirtæki séu nú vel í stakk búin að taka á móti fólkinu. „Og eins og fyrir þremur fjórum árum voru vel flest hotel á höfuðborgarsvæðinu lokuð yfir jólin. Þannig þetta hefur breyst mikið og ferðaþjónustuaðilar búnir í auknu mæli að bæta þjónustu sína yfir hátíðarnar.“
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira