Steinunn Valdís: „Það er bara augljóst að þetta hefur hreyft við fólki, hreyft við konum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2017 22:00 Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri og þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Valli „Ég hef bara fengið alveg gríðarleg viðbrögð,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri og þingmaður, aðspurð um viðbrögð fólks við frásögn hennar í þættinum Silfrinu á RÚV í gær. Viðtalið vakti mikla athygli en í því segir Steinunn Valdís frá hótunum um kynferðislegt ofbeldi í sinn garð vegna starfa sinna í stjórnmálum. Hún vill þó lítið tjá sig um viðbrögð flokkssystkina sinna í Samfylkingunni, þá og nú, og telur það ekki sitt að fara lengra með málið.Augljóst að viðtalið hreyfði við konumSteinunn segir í samtali við Vísi að athyglin sem viðtalið fékk hafi komið henni mjög á óvart. „Þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu. Það sem kom mér mest á óvart var hversu mikla athygli þetta fékk og hversu ofboðslega sterk áhrifin virðast hafa verið.“ Steinunn Valdís var á meðal þeirra kvenna sem sögðu sögu sína í Facebook-hópi stjórnmálakvenna á dögunum. Hópurinn er tileinkaður #MeToo-hreyfingunni og er vettvangur fyrir konur til að stíga fram og segja frá reynslu sinni af kynferðislegri áreitni og ofbeldi. „Það er bara augljóst að þetta hefur hreyft við fólki, hreyft við konum,“ segir Steinunn Valdís.Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar.vísir/gva„Ég er ekki í Samfylkingunni og það er ekki mitt mál“Steinunn Valdís sagði af sér þingmennsku vorið 2010. Aðdragandi afsagnarinnar var markeraður af ítrekuðum mótmælum fyrir utan heimili hennar vegna styrkja sem hún hafði þegið, haft var í hótunum við hana og hvatt til þess að henni yrði nauðgað. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, var kjörin formaður Samfylkingarinnar árið 2009 og fór því fyrir flokknum þegar afsögn Steinunnar Valdísar bar að garði. Jóhanna tjáði sig um málið við Ríkisútvarpið í kvöld. Hún sagði það „vægast sagt dapurlegt og gjörsamlega til skammar“ að Steinunn Valdís hefði verið „lögð í einelti meðan sumir karlar, sem höfðu fengið sambærilega styrki, voru látnir í friði.“ Þá sagði Jóhanna enn fremur að Samfylkingin hafi mótmælt aðförinni sem Steinunn Valdís varð fyrir á heimili sínu. Flokkurinn hefði þó sjálfsagt mátt gera meira. Aðspurð vill Steinunn Valdís ekki tjá sig um þessi ummæli fyrrverandi flokkssystur sinnar. „Ég er ekki í Samfylkingunni og það er ekki mitt mál.“ Þá vill hún heldur ekki tjá sig um viðbrögð flokksins við aðförinni og hótununum á sínum tíma. „Það er annarra mál í dag. Það er ekki mitt mál,“ segir Steinunn Valdís.Steinunn Valdís í ræðustól Alþingis. Hún var sextán ár í stjórnmálum.vísir/gvaKærði aldrei og vill ekki tjá sig um þaðSteinunn Valdís lagði aldrei fram kæru vegna ummæla sem höfð voru um hana. Hún varð til að mynda fyrir aðkasti á vefsíðu Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, þar sem hún var meðal annars kölluð „portkona“ og því haldið fram að á hana „dugaði ekkert annað en lágmark tveir harðir.“ Þá hefur Steinunn auk þess greint frá því að Ásgeir Davíðsson, sem gekk undir nafninu Geiri á Goldfinger, hafi hvatt til þess að „karlar tækju sig saman og nauðguðu mér.“ Um ástæður fyrir því að hún hafi ekki kært ummælin eða aðrar hótanir í sinn garð vill Steinunn Valdís sem minnst segja. „Nei, ég ætla ekki að tjá um það. Ég sagði það sem ég vildi segja í gær,“ segir Steinunn Valdís sem telur sínum þátt í málinu lokið. „Svo fer þetta bara í einhvern farveg og það er þá bara einhverra annarra að finna því þann farveg sem fólk vill. Það er bara ekkert mitt að taka þetta eitthvað lengra. Þetta fer í einhverjar áttir og ég er viss um að það kemur eitthvað gott út úr þessu.“ Tengdar fréttir Aðförin að Steinunni Valdísi „smánarblettur á stjórnmálasögu okkar“ Birgitta Jónsdóttir lýsir ofbeldi sem hún varð fyrir í matvöruverslun. 4. desember 2017 12:00 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Sjá meira
„Ég hef bara fengið alveg gríðarleg viðbrögð,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri og þingmaður, aðspurð um viðbrögð fólks við frásögn hennar í þættinum Silfrinu á RÚV í gær. Viðtalið vakti mikla athygli en í því segir Steinunn Valdís frá hótunum um kynferðislegt ofbeldi í sinn garð vegna starfa sinna í stjórnmálum. Hún vill þó lítið tjá sig um viðbrögð flokkssystkina sinna í Samfylkingunni, þá og nú, og telur það ekki sitt að fara lengra með málið.Augljóst að viðtalið hreyfði við konumSteinunn segir í samtali við Vísi að athyglin sem viðtalið fékk hafi komið henni mjög á óvart. „Þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu. Það sem kom mér mest á óvart var hversu mikla athygli þetta fékk og hversu ofboðslega sterk áhrifin virðast hafa verið.“ Steinunn Valdís var á meðal þeirra kvenna sem sögðu sögu sína í Facebook-hópi stjórnmálakvenna á dögunum. Hópurinn er tileinkaður #MeToo-hreyfingunni og er vettvangur fyrir konur til að stíga fram og segja frá reynslu sinni af kynferðislegri áreitni og ofbeldi. „Það er bara augljóst að þetta hefur hreyft við fólki, hreyft við konum,“ segir Steinunn Valdís.Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar.vísir/gva„Ég er ekki í Samfylkingunni og það er ekki mitt mál“Steinunn Valdís sagði af sér þingmennsku vorið 2010. Aðdragandi afsagnarinnar var markeraður af ítrekuðum mótmælum fyrir utan heimili hennar vegna styrkja sem hún hafði þegið, haft var í hótunum við hana og hvatt til þess að henni yrði nauðgað. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, var kjörin formaður Samfylkingarinnar árið 2009 og fór því fyrir flokknum þegar afsögn Steinunnar Valdísar bar að garði. Jóhanna tjáði sig um málið við Ríkisútvarpið í kvöld. Hún sagði það „vægast sagt dapurlegt og gjörsamlega til skammar“ að Steinunn Valdís hefði verið „lögð í einelti meðan sumir karlar, sem höfðu fengið sambærilega styrki, voru látnir í friði.“ Þá sagði Jóhanna enn fremur að Samfylkingin hafi mótmælt aðförinni sem Steinunn Valdís varð fyrir á heimili sínu. Flokkurinn hefði þó sjálfsagt mátt gera meira. Aðspurð vill Steinunn Valdís ekki tjá sig um þessi ummæli fyrrverandi flokkssystur sinnar. „Ég er ekki í Samfylkingunni og það er ekki mitt mál.“ Þá vill hún heldur ekki tjá sig um viðbrögð flokksins við aðförinni og hótununum á sínum tíma. „Það er annarra mál í dag. Það er ekki mitt mál,“ segir Steinunn Valdís.Steinunn Valdís í ræðustól Alþingis. Hún var sextán ár í stjórnmálum.vísir/gvaKærði aldrei og vill ekki tjá sig um þaðSteinunn Valdís lagði aldrei fram kæru vegna ummæla sem höfð voru um hana. Hún varð til að mynda fyrir aðkasti á vefsíðu Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, þar sem hún var meðal annars kölluð „portkona“ og því haldið fram að á hana „dugaði ekkert annað en lágmark tveir harðir.“ Þá hefur Steinunn auk þess greint frá því að Ásgeir Davíðsson, sem gekk undir nafninu Geiri á Goldfinger, hafi hvatt til þess að „karlar tækju sig saman og nauðguðu mér.“ Um ástæður fyrir því að hún hafi ekki kært ummælin eða aðrar hótanir í sinn garð vill Steinunn Valdís sem minnst segja. „Nei, ég ætla ekki að tjá um það. Ég sagði það sem ég vildi segja í gær,“ segir Steinunn Valdís sem telur sínum þátt í málinu lokið. „Svo fer þetta bara í einhvern farveg og það er þá bara einhverra annarra að finna því þann farveg sem fólk vill. Það er bara ekkert mitt að taka þetta eitthvað lengra. Þetta fer í einhverjar áttir og ég er viss um að það kemur eitthvað gott út úr þessu.“
Tengdar fréttir Aðförin að Steinunni Valdísi „smánarblettur á stjórnmálasögu okkar“ Birgitta Jónsdóttir lýsir ofbeldi sem hún varð fyrir í matvöruverslun. 4. desember 2017 12:00 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Sjá meira
Aðförin að Steinunni Valdísi „smánarblettur á stjórnmálasögu okkar“ Birgitta Jónsdóttir lýsir ofbeldi sem hún varð fyrir í matvöruverslun. 4. desember 2017 12:00