Landvernd gagnrýnir Ríkisútvarpið fyrir fréttaflutning af nýjum umhverfisráðherra Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. desember 2017 08:55 Ríkisútvarpið fær leiðréttingu frá Landvernd. VÍSIR/ERNIR Stjórn Landverndar harmar „að málsmetandi blaðamenn Ríkisútvarpsins hafi í fréttum um nýjan umhverfisráðherra undanfarna daga vísað til umhverfis- og náttúruverndarsamtakanna Landverndar sem hagsmunasamtaka. Einstakir þingmenn og fleiri hafa í umræðum ekki gert greinarmun á stöðu frjálsra samtaka almennings á sviði umhverfisverndar og samtaka atvinnufyrirtækja.“ Í tilkynningu frá Landvernd segir að frá „fyrstu fréttum“ af vali á nýjum umhverfisráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, hafi „fleiri en einn og fleiri en tveir fréttamenn RÚV vísað til Landverndar sem hagsmunasamtaka.“ Í umræðum í kjölfarið hafi þingmenn úr öllum flokkum látið þetta átölulaust að mati Landverndar - „og jafnvel líkt Landvernd við samtök atvinnurekenda, sem sannarlega er hefð fyrir að kalla hagsmunasamtök, enda eru þau það. Má þar m.a. nefna SFS og Bændasamtökin. Jafnvel hefur þingmaður og fyrrverandi ráðherra gengið svo langt í umræðum að kalla Landvernd sérhagsmunasamtök,“ segir í tilkynningunni.Guðmundur Ingi Guðbrandsson er nýr umhverfisráðherra.LANDVERND„Stjórn Landverndar bendir á að í hinu mikilvæga hlutverki fréttamanna felst að til þeirra er gerð rík krafa um rétta og hlutlæga nálgun. Landvernd gerir þá kröfu til þeirra að þeir þekki og geri mun á eðli samtaka almennings og samtaka atvinnufyrirtækja.“ Í tilkynningu segir jafnframt að starfsmenn Ríkisútvarpsins hafi hafi gengið út frá því að umhverfisráðherra úrskurði í kærumálum Landverndar og spurning rísi því um vanhæfi þess sem nú hefur tekið við því embætti. „Af þessu tilefni vill stjórn Landverndar taka eftirfarandi fram: 1. Umhverfis- og náttúruverndarsamtökin Landvernd eru samtök almennings sem gæta almannahagsmuna. Félagsmenn eru um 5.000. Enginn félagsmanna Landverndar hagnast persónulega af baráttu samtakanna, en náttúran, sameign okkar allra, nýtur vonandi góðs af henni. Mikilvægi frjálsra félagasamtaka almennings á borð við Landvernd er áréttað í alþjóðasamningum, einkum Árósasamningnum. Að líkja Landvernd við hagsmunasamtök einkafyrirtækja, hvort sem er í sjávarútvegi, ferðaþjónustu, álframleiðslu eða orkuframleiðslu, svo sem gert var í þættinum Vikulokunum s.l. laugardag, lýsir alvarlegri vanþekkingu. 2. Ágreiningsmál Landverndar á verkefnasviði umhverfisráðuneytisins eru aðallega úrskurðuð af óháðri og sjálfstæðri úrskurðarnefnd, úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, eða af dómstólum. Það fyrirkomulag byggist á Árósasamningnum, sem fullgiltur var að tilhlutan Alþingis 2011.Vanhæfisumræða ekki á rökum reist Umhverfisráðherra hefur vissulega vald til þess að úrskurða í tilteknum ágreiningsmálum sem til hans er vísað en Landvernd hefur ekki átt aðild að slíku mál í ráðuneytinu í fjöldamörg ár. Engin stjórnsýslukæra Landverndar liggur nú í ráðuneyti umhverfismála. Umræða um vanhæfi nýs umhverfisráðherra er því ekki á rökum reist.Stjórn Landverndar mun af þessu tilefni taka það upp við nýskipaðan ráðherra að gera gangskör að því að kynna efni Árósasamningsins, og þar með eðli samtaka almennings á sviði umhverfismála, fyrir öllum almenningi og þó sérstaklega fyrir kjörnum fulltrúum almennings bæði á sveitarstjórnarstiginu og í landsmálum og fyrir blaðamönnum. Ísland hefur með fullgildingu alþjóðasamningsins undirgengist sérstaklega að uppfræða almenning um efni hans. Vanþekking á efni hans skrifast því að nokkru á æðstu ráðamenn þjóðarinnar.“ Tengdar fréttir Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50 „Ég svaf bara mína fimm tíma, eins og venjulega“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson segir þá staðreynd að samkynhneigður karlmaður sé ráðherra á Íslandi vera góð skilaboð út í hinn stærri heim, að þetta sé eðlilegt á Íslandi. 30. nóvember 2017 15:30 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Stjórn Landverndar harmar „að málsmetandi blaðamenn Ríkisútvarpsins hafi í fréttum um nýjan umhverfisráðherra undanfarna daga vísað til umhverfis- og náttúruverndarsamtakanna Landverndar sem hagsmunasamtaka. Einstakir þingmenn og fleiri hafa í umræðum ekki gert greinarmun á stöðu frjálsra samtaka almennings á sviði umhverfisverndar og samtaka atvinnufyrirtækja.“ Í tilkynningu frá Landvernd segir að frá „fyrstu fréttum“ af vali á nýjum umhverfisráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, hafi „fleiri en einn og fleiri en tveir fréttamenn RÚV vísað til Landverndar sem hagsmunasamtaka.“ Í umræðum í kjölfarið hafi þingmenn úr öllum flokkum látið þetta átölulaust að mati Landverndar - „og jafnvel líkt Landvernd við samtök atvinnurekenda, sem sannarlega er hefð fyrir að kalla hagsmunasamtök, enda eru þau það. Má þar m.a. nefna SFS og Bændasamtökin. Jafnvel hefur þingmaður og fyrrverandi ráðherra gengið svo langt í umræðum að kalla Landvernd sérhagsmunasamtök,“ segir í tilkynningunni.Guðmundur Ingi Guðbrandsson er nýr umhverfisráðherra.LANDVERND„Stjórn Landverndar bendir á að í hinu mikilvæga hlutverki fréttamanna felst að til þeirra er gerð rík krafa um rétta og hlutlæga nálgun. Landvernd gerir þá kröfu til þeirra að þeir þekki og geri mun á eðli samtaka almennings og samtaka atvinnufyrirtækja.“ Í tilkynningu segir jafnframt að starfsmenn Ríkisútvarpsins hafi hafi gengið út frá því að umhverfisráðherra úrskurði í kærumálum Landverndar og spurning rísi því um vanhæfi þess sem nú hefur tekið við því embætti. „Af þessu tilefni vill stjórn Landverndar taka eftirfarandi fram: 1. Umhverfis- og náttúruverndarsamtökin Landvernd eru samtök almennings sem gæta almannahagsmuna. Félagsmenn eru um 5.000. Enginn félagsmanna Landverndar hagnast persónulega af baráttu samtakanna, en náttúran, sameign okkar allra, nýtur vonandi góðs af henni. Mikilvægi frjálsra félagasamtaka almennings á borð við Landvernd er áréttað í alþjóðasamningum, einkum Árósasamningnum. Að líkja Landvernd við hagsmunasamtök einkafyrirtækja, hvort sem er í sjávarútvegi, ferðaþjónustu, álframleiðslu eða orkuframleiðslu, svo sem gert var í þættinum Vikulokunum s.l. laugardag, lýsir alvarlegri vanþekkingu. 2. Ágreiningsmál Landverndar á verkefnasviði umhverfisráðuneytisins eru aðallega úrskurðuð af óháðri og sjálfstæðri úrskurðarnefnd, úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, eða af dómstólum. Það fyrirkomulag byggist á Árósasamningnum, sem fullgiltur var að tilhlutan Alþingis 2011.Vanhæfisumræða ekki á rökum reist Umhverfisráðherra hefur vissulega vald til þess að úrskurða í tilteknum ágreiningsmálum sem til hans er vísað en Landvernd hefur ekki átt aðild að slíku mál í ráðuneytinu í fjöldamörg ár. Engin stjórnsýslukæra Landverndar liggur nú í ráðuneyti umhverfismála. Umræða um vanhæfi nýs umhverfisráðherra er því ekki á rökum reist.Stjórn Landverndar mun af þessu tilefni taka það upp við nýskipaðan ráðherra að gera gangskör að því að kynna efni Árósasamningsins, og þar með eðli samtaka almennings á sviði umhverfismála, fyrir öllum almenningi og þó sérstaklega fyrir kjörnum fulltrúum almennings bæði á sveitarstjórnarstiginu og í landsmálum og fyrir blaðamönnum. Ísland hefur með fullgildingu alþjóðasamningsins undirgengist sérstaklega að uppfræða almenning um efni hans. Vanþekking á efni hans skrifast því að nokkru á æðstu ráðamenn þjóðarinnar.“
Tengdar fréttir Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50 „Ég svaf bara mína fimm tíma, eins og venjulega“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson segir þá staðreynd að samkynhneigður karlmaður sé ráðherra á Íslandi vera góð skilaboð út í hinn stærri heim, að þetta sé eðlilegt á Íslandi. 30. nóvember 2017 15:30 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50
„Ég svaf bara mína fimm tíma, eins og venjulega“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson segir þá staðreynd að samkynhneigður karlmaður sé ráðherra á Íslandi vera góð skilaboð út í hinn stærri heim, að þetta sé eðlilegt á Íslandi. 30. nóvember 2017 15:30