Landvernd gagnrýnir Ríkisútvarpið fyrir fréttaflutning af nýjum umhverfisráðherra Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. desember 2017 08:55 Ríkisútvarpið fær leiðréttingu frá Landvernd. VÍSIR/ERNIR Stjórn Landverndar harmar „að málsmetandi blaðamenn Ríkisútvarpsins hafi í fréttum um nýjan umhverfisráðherra undanfarna daga vísað til umhverfis- og náttúruverndarsamtakanna Landverndar sem hagsmunasamtaka. Einstakir þingmenn og fleiri hafa í umræðum ekki gert greinarmun á stöðu frjálsra samtaka almennings á sviði umhverfisverndar og samtaka atvinnufyrirtækja.“ Í tilkynningu frá Landvernd segir að frá „fyrstu fréttum“ af vali á nýjum umhverfisráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, hafi „fleiri en einn og fleiri en tveir fréttamenn RÚV vísað til Landverndar sem hagsmunasamtaka.“ Í umræðum í kjölfarið hafi þingmenn úr öllum flokkum látið þetta átölulaust að mati Landverndar - „og jafnvel líkt Landvernd við samtök atvinnurekenda, sem sannarlega er hefð fyrir að kalla hagsmunasamtök, enda eru þau það. Má þar m.a. nefna SFS og Bændasamtökin. Jafnvel hefur þingmaður og fyrrverandi ráðherra gengið svo langt í umræðum að kalla Landvernd sérhagsmunasamtök,“ segir í tilkynningunni.Guðmundur Ingi Guðbrandsson er nýr umhverfisráðherra.LANDVERND„Stjórn Landverndar bendir á að í hinu mikilvæga hlutverki fréttamanna felst að til þeirra er gerð rík krafa um rétta og hlutlæga nálgun. Landvernd gerir þá kröfu til þeirra að þeir þekki og geri mun á eðli samtaka almennings og samtaka atvinnufyrirtækja.“ Í tilkynningu segir jafnframt að starfsmenn Ríkisútvarpsins hafi hafi gengið út frá því að umhverfisráðherra úrskurði í kærumálum Landverndar og spurning rísi því um vanhæfi þess sem nú hefur tekið við því embætti. „Af þessu tilefni vill stjórn Landverndar taka eftirfarandi fram: 1. Umhverfis- og náttúruverndarsamtökin Landvernd eru samtök almennings sem gæta almannahagsmuna. Félagsmenn eru um 5.000. Enginn félagsmanna Landverndar hagnast persónulega af baráttu samtakanna, en náttúran, sameign okkar allra, nýtur vonandi góðs af henni. Mikilvægi frjálsra félagasamtaka almennings á borð við Landvernd er áréttað í alþjóðasamningum, einkum Árósasamningnum. Að líkja Landvernd við hagsmunasamtök einkafyrirtækja, hvort sem er í sjávarútvegi, ferðaþjónustu, álframleiðslu eða orkuframleiðslu, svo sem gert var í þættinum Vikulokunum s.l. laugardag, lýsir alvarlegri vanþekkingu. 2. Ágreiningsmál Landverndar á verkefnasviði umhverfisráðuneytisins eru aðallega úrskurðuð af óháðri og sjálfstæðri úrskurðarnefnd, úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, eða af dómstólum. Það fyrirkomulag byggist á Árósasamningnum, sem fullgiltur var að tilhlutan Alþingis 2011.Vanhæfisumræða ekki á rökum reist Umhverfisráðherra hefur vissulega vald til þess að úrskurða í tilteknum ágreiningsmálum sem til hans er vísað en Landvernd hefur ekki átt aðild að slíku mál í ráðuneytinu í fjöldamörg ár. Engin stjórnsýslukæra Landverndar liggur nú í ráðuneyti umhverfismála. Umræða um vanhæfi nýs umhverfisráðherra er því ekki á rökum reist.Stjórn Landverndar mun af þessu tilefni taka það upp við nýskipaðan ráðherra að gera gangskör að því að kynna efni Árósasamningsins, og þar með eðli samtaka almennings á sviði umhverfismála, fyrir öllum almenningi og þó sérstaklega fyrir kjörnum fulltrúum almennings bæði á sveitarstjórnarstiginu og í landsmálum og fyrir blaðamönnum. Ísland hefur með fullgildingu alþjóðasamningsins undirgengist sérstaklega að uppfræða almenning um efni hans. Vanþekking á efni hans skrifast því að nokkru á æðstu ráðamenn þjóðarinnar.“ Tengdar fréttir Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50 „Ég svaf bara mína fimm tíma, eins og venjulega“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson segir þá staðreynd að samkynhneigður karlmaður sé ráðherra á Íslandi vera góð skilaboð út í hinn stærri heim, að þetta sé eðlilegt á Íslandi. 30. nóvember 2017 15:30 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Stjórn Landverndar harmar „að málsmetandi blaðamenn Ríkisútvarpsins hafi í fréttum um nýjan umhverfisráðherra undanfarna daga vísað til umhverfis- og náttúruverndarsamtakanna Landverndar sem hagsmunasamtaka. Einstakir þingmenn og fleiri hafa í umræðum ekki gert greinarmun á stöðu frjálsra samtaka almennings á sviði umhverfisverndar og samtaka atvinnufyrirtækja.“ Í tilkynningu frá Landvernd segir að frá „fyrstu fréttum“ af vali á nýjum umhverfisráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, hafi „fleiri en einn og fleiri en tveir fréttamenn RÚV vísað til Landverndar sem hagsmunasamtaka.“ Í umræðum í kjölfarið hafi þingmenn úr öllum flokkum látið þetta átölulaust að mati Landverndar - „og jafnvel líkt Landvernd við samtök atvinnurekenda, sem sannarlega er hefð fyrir að kalla hagsmunasamtök, enda eru þau það. Má þar m.a. nefna SFS og Bændasamtökin. Jafnvel hefur þingmaður og fyrrverandi ráðherra gengið svo langt í umræðum að kalla Landvernd sérhagsmunasamtök,“ segir í tilkynningunni.Guðmundur Ingi Guðbrandsson er nýr umhverfisráðherra.LANDVERND„Stjórn Landverndar bendir á að í hinu mikilvæga hlutverki fréttamanna felst að til þeirra er gerð rík krafa um rétta og hlutlæga nálgun. Landvernd gerir þá kröfu til þeirra að þeir þekki og geri mun á eðli samtaka almennings og samtaka atvinnufyrirtækja.“ Í tilkynningu segir jafnframt að starfsmenn Ríkisútvarpsins hafi hafi gengið út frá því að umhverfisráðherra úrskurði í kærumálum Landverndar og spurning rísi því um vanhæfi þess sem nú hefur tekið við því embætti. „Af þessu tilefni vill stjórn Landverndar taka eftirfarandi fram: 1. Umhverfis- og náttúruverndarsamtökin Landvernd eru samtök almennings sem gæta almannahagsmuna. Félagsmenn eru um 5.000. Enginn félagsmanna Landverndar hagnast persónulega af baráttu samtakanna, en náttúran, sameign okkar allra, nýtur vonandi góðs af henni. Mikilvægi frjálsra félagasamtaka almennings á borð við Landvernd er áréttað í alþjóðasamningum, einkum Árósasamningnum. Að líkja Landvernd við hagsmunasamtök einkafyrirtækja, hvort sem er í sjávarútvegi, ferðaþjónustu, álframleiðslu eða orkuframleiðslu, svo sem gert var í þættinum Vikulokunum s.l. laugardag, lýsir alvarlegri vanþekkingu. 2. Ágreiningsmál Landverndar á verkefnasviði umhverfisráðuneytisins eru aðallega úrskurðuð af óháðri og sjálfstæðri úrskurðarnefnd, úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, eða af dómstólum. Það fyrirkomulag byggist á Árósasamningnum, sem fullgiltur var að tilhlutan Alþingis 2011.Vanhæfisumræða ekki á rökum reist Umhverfisráðherra hefur vissulega vald til þess að úrskurða í tilteknum ágreiningsmálum sem til hans er vísað en Landvernd hefur ekki átt aðild að slíku mál í ráðuneytinu í fjöldamörg ár. Engin stjórnsýslukæra Landverndar liggur nú í ráðuneyti umhverfismála. Umræða um vanhæfi nýs umhverfisráðherra er því ekki á rökum reist.Stjórn Landverndar mun af þessu tilefni taka það upp við nýskipaðan ráðherra að gera gangskör að því að kynna efni Árósasamningsins, og þar með eðli samtaka almennings á sviði umhverfismála, fyrir öllum almenningi og þó sérstaklega fyrir kjörnum fulltrúum almennings bæði á sveitarstjórnarstiginu og í landsmálum og fyrir blaðamönnum. Ísland hefur með fullgildingu alþjóðasamningsins undirgengist sérstaklega að uppfræða almenning um efni hans. Vanþekking á efni hans skrifast því að nokkru á æðstu ráðamenn þjóðarinnar.“
Tengdar fréttir Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50 „Ég svaf bara mína fimm tíma, eins og venjulega“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson segir þá staðreynd að samkynhneigður karlmaður sé ráðherra á Íslandi vera góð skilaboð út í hinn stærri heim, að þetta sé eðlilegt á Íslandi. 30. nóvember 2017 15:30 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50
„Ég svaf bara mína fimm tíma, eins og venjulega“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson segir þá staðreynd að samkynhneigður karlmaður sé ráðherra á Íslandi vera góð skilaboð út í hinn stærri heim, að þetta sé eðlilegt á Íslandi. 30. nóvember 2017 15:30