Kvöldlokun vekur litla gleði verslunareigenda Benedikt Bóas skrifar 5. desember 2017 11:00 Þeir feðgar Bolli og Ófeigur segjast finna verulegan mun á verslun þegar lokanir ganga í gegn. Nú á að loka á kvöldin og nóttunni sem vekur töluverða furðu meðal verslunarmanna á Skólavörðustíg. Vísir/Eyþór Borgarráð hefur samþykkt að loka fyrir umferð bíla frá klukkan 16.00 til 07.00 á tímabilinu 14. til 23. desember í miðbænum. Verslunareigendur eru ekki sáttir og segja bæinn vera orðinn einsleitan. „Ég náði ekki að tala við alla, vegna hins stutta tíma sem okkur var gefinn, en allir sem ég talaði við voru á móti þessu,“ segir Bolli Ófeigsson hjá Ófeigi gullsmiðju. Borgarráð hefur samþykkt að opna göngugötur í miðbæ Reykjavíkur á aðventunni og loka fyrir bílaumferð frá 16.00 til 07.00 á tímabilinu 14. til 23. desember. Ástæðan fyrir því að Bolli náði ekki í alla er sú að hann fékk afar skamman tíma til að bregðast við eða aðeins nokkra klukkutíma. Alls voru 11 sem skrifuðu undir mótmælin sem Bolli sendi Miðborginni okkar. Af einhverjum orsökum fór bréfið hans inn í fundargerðina og vöktu orð hans um göngutúr um Hljómskálagarðinn töluverða athygli. „Laugavegur, Bankastræti og Skólavörðustígur eru verslunargötur. Þeir sem vilja fara í göngutúr þar sem engin bílaumferð er geta gengið í Hljómskálagarðinum og hringinn í kringum tjörnina,“ sagði í bréfinu. Bolli furðar sig á að bréf hans hafi farið með í fundargerðina. „Ég sendi texta á Miðborgina okkar, prívat og persónulega, og það er alveg fáránlegt að þetta sé í einhverjum opinberum gögnum. Þetta var bara okkar á milli og átti bara að fara til hans. Hvað segir maður ekki á milli vina í tölvupóstsamskiptum?“Hann bendir á að tvær búðir, önnur neðarlega á Skólavörðustíg og hin ofarlega, finni greinilegan mun á veltu þegar lokað er fyrir umferð neðarlega í götunni. „Í upphafi vorum við tilbúin að skoða þessar lokanir og taka þátt í tímabundnum lokunum í tilraunaskyni. Fljótlega kom þó í ljós að lokanirnar hafa veruleg áhrif á verslun og viðskiptavinum fækkar þegar gatan er lokuð. Ég er búinn að reka verslun hér í 25 ár og ég sé muninn. Mér er annt um miðbæinn og það er sárt að horfa upp á að Íslendingar sækja minna og minna í miðborgina þar sem verslanir eru orðnar einsleitar og aðgengi slæmt. Ef það væri meira að gera þegar göturnar væru lokaðar þá værum við ekki að kvarta. Þá værum við alsæl,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Segja fólk sem vill ganga í miðborginni geta gengið í kringum tjörnina Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að opna göngugötur í miðborg Reykjavíkur á aðventunni. 1. desember 2017 06:28 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Borgarráð hefur samþykkt að loka fyrir umferð bíla frá klukkan 16.00 til 07.00 á tímabilinu 14. til 23. desember í miðbænum. Verslunareigendur eru ekki sáttir og segja bæinn vera orðinn einsleitan. „Ég náði ekki að tala við alla, vegna hins stutta tíma sem okkur var gefinn, en allir sem ég talaði við voru á móti þessu,“ segir Bolli Ófeigsson hjá Ófeigi gullsmiðju. Borgarráð hefur samþykkt að opna göngugötur í miðbæ Reykjavíkur á aðventunni og loka fyrir bílaumferð frá 16.00 til 07.00 á tímabilinu 14. til 23. desember. Ástæðan fyrir því að Bolli náði ekki í alla er sú að hann fékk afar skamman tíma til að bregðast við eða aðeins nokkra klukkutíma. Alls voru 11 sem skrifuðu undir mótmælin sem Bolli sendi Miðborginni okkar. Af einhverjum orsökum fór bréfið hans inn í fundargerðina og vöktu orð hans um göngutúr um Hljómskálagarðinn töluverða athygli. „Laugavegur, Bankastræti og Skólavörðustígur eru verslunargötur. Þeir sem vilja fara í göngutúr þar sem engin bílaumferð er geta gengið í Hljómskálagarðinum og hringinn í kringum tjörnina,“ sagði í bréfinu. Bolli furðar sig á að bréf hans hafi farið með í fundargerðina. „Ég sendi texta á Miðborgina okkar, prívat og persónulega, og það er alveg fáránlegt að þetta sé í einhverjum opinberum gögnum. Þetta var bara okkar á milli og átti bara að fara til hans. Hvað segir maður ekki á milli vina í tölvupóstsamskiptum?“Hann bendir á að tvær búðir, önnur neðarlega á Skólavörðustíg og hin ofarlega, finni greinilegan mun á veltu þegar lokað er fyrir umferð neðarlega í götunni. „Í upphafi vorum við tilbúin að skoða þessar lokanir og taka þátt í tímabundnum lokunum í tilraunaskyni. Fljótlega kom þó í ljós að lokanirnar hafa veruleg áhrif á verslun og viðskiptavinum fækkar þegar gatan er lokuð. Ég er búinn að reka verslun hér í 25 ár og ég sé muninn. Mér er annt um miðbæinn og það er sárt að horfa upp á að Íslendingar sækja minna og minna í miðborgina þar sem verslanir eru orðnar einsleitar og aðgengi slæmt. Ef það væri meira að gera þegar göturnar væru lokaðar þá værum við ekki að kvarta. Þá værum við alsæl,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Segja fólk sem vill ganga í miðborginni geta gengið í kringum tjörnina Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að opna göngugötur í miðborg Reykjavíkur á aðventunni. 1. desember 2017 06:28 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Segja fólk sem vill ganga í miðborginni geta gengið í kringum tjörnina Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að opna göngugötur í miðborg Reykjavíkur á aðventunni. 1. desember 2017 06:28