Egill skammast sín fyrir pistlaskrifin og segist hafa þroskast: „Hver djöfullinn var að mér?“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. desember 2017 20:10 Egill Einarsson segir að hann hafi þroskast. Vísir/GVA Egill Einarsson bað þær konur sem hann nafngreindi í umdeildum pistli árið 2007 afsökunar í kvöld. Í færslu sem hann birti á Facebook segist Egill sjá eftir skrifum sínum og að hann hafi þroskast síðan þá. Tilvitnanir í pistla og bækur Egils hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum síðustu daga en nafn hans var nefnt í tengslum við frásögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. „Þegar ég byrjaði að blogga og skrifa pistla þá hafði ég mjög gaman af því að pirra og hneyksla. Ég í raun þreifst á því. Var duglegur að nafngreina þekkta einstaklinga í þjóðfélaginu. Ef þú ert þekkt persóna þá eru góðar líkur að þú hafir fengið að heyra það frá Gillzenegger á bloggi, bókum eða í pistlum. Markmiðið var nú samt aldrei að meiða fólk. Þeir sem þekkja mig vita að Gillzenegger metrómaður og skrif hans voru frekar ýkt útgáfa af Agli Einarsyni. Á þessum tíma fannst mér ég vera fáránlega fyndinn, comedy genius í rauninni.“ Egill segir að honum finnist ekki jafn gaman að pirra fólk í dag. „Ég byrjaði að blogga á netinu í janúar 2004. Ég skrifaði svo 61 pistil fyrir DV. Þann fyrsta 19. janúar 2005 og þann síðasta 3. ágúst 2006. Þolmörk fyrir gríni á þessum tíma voru allt önnur en nú. Í dag væri minni stemmning fyrir þessum pistlum, orðum það þannig. Ég dansaði oft á línunni í DV pistlunum og í einhverjum bloggfærslum fór ég gjörsamlega yfir strikið.“ Steinunn Valdís var ein þeirra sem varð fyrir aðkasti á vefsíðu Egils, þar sem hún var meðal annars kölluð „portkona“ og þyrfti „lim og það strax“. Í pistlinum var því haldið fram að á hana „dugaði ekkert annað en lágmark tveir harðir.“ Steinunn lagði aldrei fram kæru vegna ummælanna. Varðandi fræga pistilinn frá 2007 segir Egill að hann skammist sín. „Ég er ekki stoltur af þessum skrifum. Þetta var líka ekki fyndið, bara gróft og særandi. Ég viðurkenni að ég hef oft haft gaman af grófum svörtum húmor, en þetta var ljótt, og ég sé mikið eftir þessu. Ég vil því enn og aftur biðja þessar konur afsökunar sem ég nafngreindi í þessum pistli. Ég veit ekki hvort það er einhver sárabót.“ Egill að hann fái hroll þegar hann sjái pistilinn og finnst hann ekki fyndinn í dag. „Þegar ég les gömul skrif þá hristi ég oft hausinn og hugsa, hvað var í gangi? Hver djöfullinn var að mér? Það er kannski jákvætt merki að maður sé búinn að þroskast eitthvað á þessum árum.“ Tengdar fréttir Aðförin að Steinunni Valdísi „smánarblettur á stjórnmálasögu okkar“ Birgitta Jónsdóttir lýsir ofbeldi sem hún varð fyrir í matvöruverslun. 4. desember 2017 12:00 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Egill Einarsson bað þær konur sem hann nafngreindi í umdeildum pistli árið 2007 afsökunar í kvöld. Í færslu sem hann birti á Facebook segist Egill sjá eftir skrifum sínum og að hann hafi þroskast síðan þá. Tilvitnanir í pistla og bækur Egils hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum síðustu daga en nafn hans var nefnt í tengslum við frásögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. „Þegar ég byrjaði að blogga og skrifa pistla þá hafði ég mjög gaman af því að pirra og hneyksla. Ég í raun þreifst á því. Var duglegur að nafngreina þekkta einstaklinga í þjóðfélaginu. Ef þú ert þekkt persóna þá eru góðar líkur að þú hafir fengið að heyra það frá Gillzenegger á bloggi, bókum eða í pistlum. Markmiðið var nú samt aldrei að meiða fólk. Þeir sem þekkja mig vita að Gillzenegger metrómaður og skrif hans voru frekar ýkt útgáfa af Agli Einarsyni. Á þessum tíma fannst mér ég vera fáránlega fyndinn, comedy genius í rauninni.“ Egill segir að honum finnist ekki jafn gaman að pirra fólk í dag. „Ég byrjaði að blogga á netinu í janúar 2004. Ég skrifaði svo 61 pistil fyrir DV. Þann fyrsta 19. janúar 2005 og þann síðasta 3. ágúst 2006. Þolmörk fyrir gríni á þessum tíma voru allt önnur en nú. Í dag væri minni stemmning fyrir þessum pistlum, orðum það þannig. Ég dansaði oft á línunni í DV pistlunum og í einhverjum bloggfærslum fór ég gjörsamlega yfir strikið.“ Steinunn Valdís var ein þeirra sem varð fyrir aðkasti á vefsíðu Egils, þar sem hún var meðal annars kölluð „portkona“ og þyrfti „lim og það strax“. Í pistlinum var því haldið fram að á hana „dugaði ekkert annað en lágmark tveir harðir.“ Steinunn lagði aldrei fram kæru vegna ummælanna. Varðandi fræga pistilinn frá 2007 segir Egill að hann skammist sín. „Ég er ekki stoltur af þessum skrifum. Þetta var líka ekki fyndið, bara gróft og særandi. Ég viðurkenni að ég hef oft haft gaman af grófum svörtum húmor, en þetta var ljótt, og ég sé mikið eftir þessu. Ég vil því enn og aftur biðja þessar konur afsökunar sem ég nafngreindi í þessum pistli. Ég veit ekki hvort það er einhver sárabót.“ Egill að hann fái hroll þegar hann sjái pistilinn og finnst hann ekki fyndinn í dag. „Þegar ég les gömul skrif þá hristi ég oft hausinn og hugsa, hvað var í gangi? Hver djöfullinn var að mér? Það er kannski jákvætt merki að maður sé búinn að þroskast eitthvað á þessum árum.“
Tengdar fréttir Aðförin að Steinunni Valdísi „smánarblettur á stjórnmálasögu okkar“ Birgitta Jónsdóttir lýsir ofbeldi sem hún varð fyrir í matvöruverslun. 4. desember 2017 12:00 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Aðförin að Steinunni Valdísi „smánarblettur á stjórnmálasögu okkar“ Birgitta Jónsdóttir lýsir ofbeldi sem hún varð fyrir í matvöruverslun. 4. desember 2017 12:00