Ólafur Ragnar opnar fataslá í Peking með viðhöfn Jakob Bjarnar skrifar 7. desember 2017 11:45 Ólafur Ragnar fór til Kína sérstaklega til að greiða leið íslensks viðskiptalífs. Seinna var viðburður sem hér segir af þurrkaður út af opinberri dagskrá heimsóknarinnar. Á morgun kemur út bókin „í liði forsætisráðherrans eða ekki?“ eftir Björn Jón Bragason, lög- og sagnfræðing. Bókin fjallar um afdrifaríka og dramatíska atburði sem hverfast um einkavæðingu bankanna. Mikil átök voru að tjaldabaki og hverfðust í raun um Davíð Oddsson þá forsætisráðherra. Farið er í saumana á fáheyrðu ástandi þar sem forsætisráðherra var kominn í hatrammt stríð við marga helstu menn í íslensku viðskiptalífi. Titillinn er bein tilvitnun í lýsandi orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar í frægri Borgarnesumræðu. Þó með einkavæðingunni hafi menn verið að fylgja yfirlýstri pólitískri stefnu var þeim fullljóst hvaða þýðingu þetta hafði; verið var að útdeila miklum gæðum til valinkunnra og það grundvallaðist á helmingaskiptareglunni svokölluðu, milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem einmitt eru nú í ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn fékk því ráðið að Landsbankinn fór til þeirra Björgólfsfeðga og Framsóknarflokkurinn átti að úthluta Búnaðarbankanum.Þorsteinn Már nógu ríkurUpp kom vandi, tveir hópar fjárfesta vildu bjóða í bankann, S-hópurinn sem meðal annarra taldi Finn Ingólfsson og Ólaf Ólafsson í Samskipum. Og svo Kaldbakur, en þar var meðal fjárfesta Þorsteinn Már Baldvinsson framkvæmdastjóri Samherja en hann tilheyrði jafnframt Orca-hópnum svokallaða. Björn Jón byggir bókina á heimildum og viðtölum við fjöldann allan af mönnum sem að málum komu, meðal annarra Eirík S. Jóhannsson kaupfélagsstjóra með meiru sem greinir frá því atviki sem er lýsandi og kallaði fram mikla reiði Kaldbaksmanna. En í viðræðum lét Páll Magnússon, aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur ráðherra, þau orð falla að ekki kæmi til greina að Kaldbakur hreppti hnossið:„Þorsteinn Már er orðinn nógu ríkur.“ (Bls. 66). Nánar verður rætt við Björn Jón á morgun um bókina, en þar kemur eitt og annað fram sem ekki hefur áður litið dagsins ljós og varpar ljósi á þessa atburði sem Íslendingar eru enn að súpa seyðið af.Björn Jón Bragason. Í bók hans kemur ýmislegt fram sem ekki hefur áður litið dagsins ljós en hann rekur átök að tjaldabaki vegna einkavæðingar bankanna.visir/haraldur guðjónssonEn, til að þjófstarta birtir Vísir hér brot úr „í liði forsætisráðherrans eða ekki?“ en þar greinir frá kómísku atviki þar sem ein lykilpersóna bókarinnar, Ólafur Ragnar Grímsson forseti landsins, sem samkvæmt bókinni var kallaður útrásarforsetinn, er í aðalhlutverki. Frásögnin byggir á viðtali höfundar við Evu Bergþóru Guðbergsdóttur sem var varafréttastjóri Stöðvar 2 og fleiri. (Millifyrirsagnir eru Vísis.)Mikið lið á leið til Kína„Ólafur Ragnar og Dorrit héldu til Kína 2005 í breiðþotu Air Atlanta. Ennþá eimdi eftir af fjölmiðlamálinu og forystumenn stjórnarflokkanna höfðu ekki hug á að fara með forsetanum utan, heldur var Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra send sem fulltrúi ríkisstjórnarinnar. Helstu fyrirmenni fengu sæti á efri hæð breiðþotunnar, en niðri var þétt setinn bekkur íslenskra athafnamanna, alls um 200 manns. Öll stjórn Samtaka iðnaðarins var með í för, þar á meðal Vilmundur Jósefsson formaður. Vilmundi, Sveini Hannessyni, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, og fleirum var boðið að sitja á efri hæðinni með forsetanum. Þeir þáðu það en eftir á að hyggja hefðu þeir heldur viljað vera á neðri hæðinni.Uppi urðu allir að vera prúðir og stilltir, en á hæðinni fyrir neðan ríkti glaumur og gleði. Þar voru meðan annarra Jón Helgi Guðmundsson í Byko og Jón Kristjánsson, kenndur við eignarhaldsfélagið Sund. Rétt fyrir aftan sat Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans.“Húrrandi partí í breiðþotunni„Mörgum flugfarþeganna fannst rétt að rífa upp stemninguna enda æði langt flug fyrir höndum. Einn þeirra segir við flugfreyju: „Settu nú vodka og tónik í glös og fylltu einn bakka.“ Síðan var mönnum boðið upp á drykk og látið fylla aftur og aftur á bakkann. Heldur tók nú að lyftast brúnin á flugfarþegum.Hluti kínverska hersins stillti sér sérstaklega upp þegar Ólafur Ragnar fór þangað til að hitta kínverska ráðamenn og greiða leið íslensks viðskiptalífs.Fyrr en varði var dottið á partý og menn farnir að syngja Stuðmannalög undir forystu Bjarna Ármannssonar, sem kann alla textana. Stemningin magnaðist eftir því sem gekk á áfengisbirgðir vélarinnar. Er liðið var á partýið kom Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, niður af efri hæðinni, alveg miður sín af missa af geiminu, en fór að sussa á mannskapinn og sagði: „Hávaðinn heyrist upp og það er kominn skrýtinn svipur á forsetann.“ Þetta þótti ekki nógu virðulegt í opinberri heimsókn. Nú var flogið til móts við nýja tíma í íslensku viðskiptalífi.“Vegleg opnun fyrir dyrum Meðal dagskrárliða í Peking var opnun verslunarfatakeðjunnar Oasis, en hún var þá í eigu Baugs. Langferðabílar fluttu forsetann, fylgdarlið og fréttamenn milli staða og einhverra hluta vegna urðu flestir fjölmiðlamennirnir eftir á staðnum sem skoðaður var áður en haldið var í opnun Oasis-verslunarinnar. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, varafréttastjóri Stöðvar 2, var þó mætt við opnunina. Ólafur Ragnar, Dorrit, Sigríður Anna og hennar maður, séra Jón Þorsteinsson, voru komin saman þarna í lítilli verslanamiðstöð.Öllu var til tjaldað þegar Ólafur Ragnar fór með her manna úr íslensku viðskiptalífi til Kína árið 2005.Athöfnin sjálf fór fram inni í þröngu anddyri verslanamiðstöðvarinnar og þar stóðu þau uppi á litlum palli, Ólafur Ragnar, Dorrit, Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir, sambýliskona hans. Ólafur skartaði stórum límmiða á barminum með vörumerki Oasis og bar mikið lof á Jón Ásgeir í ræðu sinni, sem flutt var á ensku þrátt fyrir að engir erlendir blaðamenn væru á staðnum og nær allir nærstaddir Íslendingar, um fimmtíu manns.“Viðburðurinn þurrkaður út af dagskrá„Í kringum hópinn dönsuðu stúlkur í drekabúningum og börðu á bumbur. Áhorfendur voru farnir að skima í kringum sig og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, spurði Evu Bergþóru í hálfum hljóðum: „Hvar er þessi verslun eiginlega?“ Ekki leið að löngu uns haldið var innar í verslanamiðstöðina þar sem léttklæddar stúlkur léku popptónlist á strengjahljóðfæri og síðan gekk mannskapurinn upp á aðra hæð. Fólk fór að undra enn frekar hvar þessi verslun eiginlega væri. Ekkert bólaði á Oasis. Loksins fundust Oasis-vörurnar. En hér var ekki um eiginlega verslun að ræða heldur einungis vörurekka með fatnaði frá Oasis. Seinna var þessi viðburður þurrkaður út af opinberri dagskrá heimsóknarinnar.“ (Bls. 160 og áfram.) Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
Á morgun kemur út bókin „í liði forsætisráðherrans eða ekki?“ eftir Björn Jón Bragason, lög- og sagnfræðing. Bókin fjallar um afdrifaríka og dramatíska atburði sem hverfast um einkavæðingu bankanna. Mikil átök voru að tjaldabaki og hverfðust í raun um Davíð Oddsson þá forsætisráðherra. Farið er í saumana á fáheyrðu ástandi þar sem forsætisráðherra var kominn í hatrammt stríð við marga helstu menn í íslensku viðskiptalífi. Titillinn er bein tilvitnun í lýsandi orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar í frægri Borgarnesumræðu. Þó með einkavæðingunni hafi menn verið að fylgja yfirlýstri pólitískri stefnu var þeim fullljóst hvaða þýðingu þetta hafði; verið var að útdeila miklum gæðum til valinkunnra og það grundvallaðist á helmingaskiptareglunni svokölluðu, milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem einmitt eru nú í ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn fékk því ráðið að Landsbankinn fór til þeirra Björgólfsfeðga og Framsóknarflokkurinn átti að úthluta Búnaðarbankanum.Þorsteinn Már nógu ríkurUpp kom vandi, tveir hópar fjárfesta vildu bjóða í bankann, S-hópurinn sem meðal annarra taldi Finn Ingólfsson og Ólaf Ólafsson í Samskipum. Og svo Kaldbakur, en þar var meðal fjárfesta Þorsteinn Már Baldvinsson framkvæmdastjóri Samherja en hann tilheyrði jafnframt Orca-hópnum svokallaða. Björn Jón byggir bókina á heimildum og viðtölum við fjöldann allan af mönnum sem að málum komu, meðal annarra Eirík S. Jóhannsson kaupfélagsstjóra með meiru sem greinir frá því atviki sem er lýsandi og kallaði fram mikla reiði Kaldbaksmanna. En í viðræðum lét Páll Magnússon, aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur ráðherra, þau orð falla að ekki kæmi til greina að Kaldbakur hreppti hnossið:„Þorsteinn Már er orðinn nógu ríkur.“ (Bls. 66). Nánar verður rætt við Björn Jón á morgun um bókina, en þar kemur eitt og annað fram sem ekki hefur áður litið dagsins ljós og varpar ljósi á þessa atburði sem Íslendingar eru enn að súpa seyðið af.Björn Jón Bragason. Í bók hans kemur ýmislegt fram sem ekki hefur áður litið dagsins ljós en hann rekur átök að tjaldabaki vegna einkavæðingar bankanna.visir/haraldur guðjónssonEn, til að þjófstarta birtir Vísir hér brot úr „í liði forsætisráðherrans eða ekki?“ en þar greinir frá kómísku atviki þar sem ein lykilpersóna bókarinnar, Ólafur Ragnar Grímsson forseti landsins, sem samkvæmt bókinni var kallaður útrásarforsetinn, er í aðalhlutverki. Frásögnin byggir á viðtali höfundar við Evu Bergþóru Guðbergsdóttur sem var varafréttastjóri Stöðvar 2 og fleiri. (Millifyrirsagnir eru Vísis.)Mikið lið á leið til Kína„Ólafur Ragnar og Dorrit héldu til Kína 2005 í breiðþotu Air Atlanta. Ennþá eimdi eftir af fjölmiðlamálinu og forystumenn stjórnarflokkanna höfðu ekki hug á að fara með forsetanum utan, heldur var Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra send sem fulltrúi ríkisstjórnarinnar. Helstu fyrirmenni fengu sæti á efri hæð breiðþotunnar, en niðri var þétt setinn bekkur íslenskra athafnamanna, alls um 200 manns. Öll stjórn Samtaka iðnaðarins var með í för, þar á meðal Vilmundur Jósefsson formaður. Vilmundi, Sveini Hannessyni, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, og fleirum var boðið að sitja á efri hæðinni með forsetanum. Þeir þáðu það en eftir á að hyggja hefðu þeir heldur viljað vera á neðri hæðinni.Uppi urðu allir að vera prúðir og stilltir, en á hæðinni fyrir neðan ríkti glaumur og gleði. Þar voru meðan annarra Jón Helgi Guðmundsson í Byko og Jón Kristjánsson, kenndur við eignarhaldsfélagið Sund. Rétt fyrir aftan sat Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans.“Húrrandi partí í breiðþotunni„Mörgum flugfarþeganna fannst rétt að rífa upp stemninguna enda æði langt flug fyrir höndum. Einn þeirra segir við flugfreyju: „Settu nú vodka og tónik í glös og fylltu einn bakka.“ Síðan var mönnum boðið upp á drykk og látið fylla aftur og aftur á bakkann. Heldur tók nú að lyftast brúnin á flugfarþegum.Hluti kínverska hersins stillti sér sérstaklega upp þegar Ólafur Ragnar fór þangað til að hitta kínverska ráðamenn og greiða leið íslensks viðskiptalífs.Fyrr en varði var dottið á partý og menn farnir að syngja Stuðmannalög undir forystu Bjarna Ármannssonar, sem kann alla textana. Stemningin magnaðist eftir því sem gekk á áfengisbirgðir vélarinnar. Er liðið var á partýið kom Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, niður af efri hæðinni, alveg miður sín af missa af geiminu, en fór að sussa á mannskapinn og sagði: „Hávaðinn heyrist upp og það er kominn skrýtinn svipur á forsetann.“ Þetta þótti ekki nógu virðulegt í opinberri heimsókn. Nú var flogið til móts við nýja tíma í íslensku viðskiptalífi.“Vegleg opnun fyrir dyrum Meðal dagskrárliða í Peking var opnun verslunarfatakeðjunnar Oasis, en hún var þá í eigu Baugs. Langferðabílar fluttu forsetann, fylgdarlið og fréttamenn milli staða og einhverra hluta vegna urðu flestir fjölmiðlamennirnir eftir á staðnum sem skoðaður var áður en haldið var í opnun Oasis-verslunarinnar. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, varafréttastjóri Stöðvar 2, var þó mætt við opnunina. Ólafur Ragnar, Dorrit, Sigríður Anna og hennar maður, séra Jón Þorsteinsson, voru komin saman þarna í lítilli verslanamiðstöð.Öllu var til tjaldað þegar Ólafur Ragnar fór með her manna úr íslensku viðskiptalífi til Kína árið 2005.Athöfnin sjálf fór fram inni í þröngu anddyri verslanamiðstöðvarinnar og þar stóðu þau uppi á litlum palli, Ólafur Ragnar, Dorrit, Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir, sambýliskona hans. Ólafur skartaði stórum límmiða á barminum með vörumerki Oasis og bar mikið lof á Jón Ásgeir í ræðu sinni, sem flutt var á ensku þrátt fyrir að engir erlendir blaðamenn væru á staðnum og nær allir nærstaddir Íslendingar, um fimmtíu manns.“Viðburðurinn þurrkaður út af dagskrá„Í kringum hópinn dönsuðu stúlkur í drekabúningum og börðu á bumbur. Áhorfendur voru farnir að skima í kringum sig og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, spurði Evu Bergþóru í hálfum hljóðum: „Hvar er þessi verslun eiginlega?“ Ekki leið að löngu uns haldið var innar í verslanamiðstöðina þar sem léttklæddar stúlkur léku popptónlist á strengjahljóðfæri og síðan gekk mannskapurinn upp á aðra hæð. Fólk fór að undra enn frekar hvar þessi verslun eiginlega væri. Ekkert bólaði á Oasis. Loksins fundust Oasis-vörurnar. En hér var ekki um eiginlega verslun að ræða heldur einungis vörurekka með fatnaði frá Oasis. Seinna var þessi viðburður þurrkaður út af opinberri dagskrá heimsóknarinnar.“ (Bls. 160 og áfram.)
Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira