Annað samningsbrotamál mögulegt ef Ísland virðir ekki dóm í kjötmáli Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. desember 2017 19:15 Ef íslenska ríkið bregst ekki við dómi EFTA-dómstólsins frá því í nóvember með því að afnema leyfisveitingakerfi vegna innflutnings á fersku kjöti, eggjum og mjólk á ríkið yfir höfði sér aðra málshöfðun frá ESA - eftirlitsstofnun EFTA - til að knýja á um efndir vegna dómsins. Hinn 14. nóvember kvað EFTA-dómstóllinn upp dóm í máli ESA gegn íslenska ríkinu um að íslenska leyfisveitingakerfið fyrir innflutningi á hráum kjötvörum, hráum eggjum og ógerilsneyddri mjólk bryti gegn tilskipun 89/662 um dýraheilbrigðiseftirlit. Umrædd tilskipun hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er íslenska ríkið skuldbundið til að virða hana. Því var um að ræða samningsbrot af hálfu íslenska ríkisins.Einfaldasta leiðin að afnema reglurnar Samtök verslunar og þjónustu efndu til málþings á Grand hóteli í dag til að fjalla um dómsniðurstöðuna og innflutning á fersku kjöti í víðu samhengi. Á meðal framsögumanna var Ólafur Jóhannes Einarsson lögmaður en hann starfaði í 13 ár hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, í Brussel þar af síðustu árin sem framkvæmdastjóri innra markaðssviðs. „Þetta er dómur í samningsbrotamáli sem er skuldbindandi fyrir íslenska ríkið. Það er alveg ljóst að íslensk stjórnvöld þurfa innan skamms tíma, þá er ég að tala um einhverja mánuði, að bregðast við dómi EFTA-dómstólsins. Einfaldasta leiðin til að gera það er að afnema þessar umdeildu reglur og þar með leyfa innflutning. Það gæti verið svigrúm til að gera eitthvað annað en það er þá pólitískt mat að hvaða leyti er farið í slíkar aðgerðir,“ segir Ólafur. Íslandi, Noregi og Liechtenstein ber að bregðast þegar í stað við dómum EFTA-dómstólsins. Reynslan sýnir þó að ríki taka sér oft marga mánuði til að breyta lögum í samræmi við niðurstöðuna. „Ef ESA telur að Ísland hafi ekki brugðist við þessu innan hæfilegs tíma þá væri hægt að fara með nýtt samningsbrotamál. Þá myndi það snúast um skyldu Íslands til að hlíta dómi EFTA-dómstólsins. Það er sem betur fer sjaldgæft en það eru dæmi þess. Allavega Noregur hefur verið dæmdur fyrir að brjóta gegn skyldunni til að fylgja eftir dómi EFTA-dómstólsins,“ segir Ólafur. Í tilskipun 89/662, sem íslenska ríkið hefur brotið gegn í mörg ár, er kveðið á um að dýraheilbrigðiseftirlit með tilteknum landbúnaðarafurðum skuli lagt niður á innri markaði Evrópusambandsins. Kjarni málsins er að eftirlit með dýrasjúkdómum hefur þegar átt sér stað inni á innri markaðnum þegar landbúnaðarafurðir eru fluttar til annars ríkis. Tilgangurinn með umræddri tilskipun var að afnema þetta tvöfalda eftirlitskerfi og tryggja samræmt heilbrigðiseftirlit inni á innri markaðnum. Neytendur eiga að geta treyst því að hvar sem er inni á innri markaðnum sé gæða- og heilbrigðiseftirlitið það sama. Þessi einsleitni er í raun rauði þráðurinn í öllu regluverki Evrópusambandsins. Íslensk stjórnvöld mega í raun aðeins gera stikkprufur á innfluttu fersku kjöti, eggjum og ógerilsneyddri mjólk ef þau hafa rökstudda ástæðu til að ætla að eftirlit hafi verið ábótavant.Ekki valkostur að vera aftur stefnt vegna samningsbrots Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að það sé ekki valkostur að íslenska ríkið fái á sig aðra málshöfðun vegna samningsbrots vegna innflutnings á kjöti. „Það eru einungis þrjár vikur síðan dómurinn var kveðinn upp og ráðuneytið hefur á þeim tíma verið að skoða þetta. Viðbrögðin munu mótast af því að við virðum að sjálfsögðu samningsskyldur Íslands við EES-samninginn. Á sama tíma muni við standa vörð um heilnæmi búfjárstofna og varnir við sýklaónæmi og svo framvegis,“ segir Kristján Þór. Fulltrúar bænda eru mjög áhyggjufullir af áhrifum niðurfellingar leyfisveitingakerfisins á þeirra hagsmuni „Það er fullkomlega eðlilegt að menn hafi áhyggjur af þeirri stöðu á meðan það liggja ekki fyrir svör stjórnvalda hér með hvaða hætti við ætlum að bregðast við því. Þá er það skiljanlegt óöryggi,“ segir Kristján Þór. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Ef íslenska ríkið bregst ekki við dómi EFTA-dómstólsins frá því í nóvember með því að afnema leyfisveitingakerfi vegna innflutnings á fersku kjöti, eggjum og mjólk á ríkið yfir höfði sér aðra málshöfðun frá ESA - eftirlitsstofnun EFTA - til að knýja á um efndir vegna dómsins. Hinn 14. nóvember kvað EFTA-dómstóllinn upp dóm í máli ESA gegn íslenska ríkinu um að íslenska leyfisveitingakerfið fyrir innflutningi á hráum kjötvörum, hráum eggjum og ógerilsneyddri mjólk bryti gegn tilskipun 89/662 um dýraheilbrigðiseftirlit. Umrædd tilskipun hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er íslenska ríkið skuldbundið til að virða hana. Því var um að ræða samningsbrot af hálfu íslenska ríkisins.Einfaldasta leiðin að afnema reglurnar Samtök verslunar og þjónustu efndu til málþings á Grand hóteli í dag til að fjalla um dómsniðurstöðuna og innflutning á fersku kjöti í víðu samhengi. Á meðal framsögumanna var Ólafur Jóhannes Einarsson lögmaður en hann starfaði í 13 ár hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, í Brussel þar af síðustu árin sem framkvæmdastjóri innra markaðssviðs. „Þetta er dómur í samningsbrotamáli sem er skuldbindandi fyrir íslenska ríkið. Það er alveg ljóst að íslensk stjórnvöld þurfa innan skamms tíma, þá er ég að tala um einhverja mánuði, að bregðast við dómi EFTA-dómstólsins. Einfaldasta leiðin til að gera það er að afnema þessar umdeildu reglur og þar með leyfa innflutning. Það gæti verið svigrúm til að gera eitthvað annað en það er þá pólitískt mat að hvaða leyti er farið í slíkar aðgerðir,“ segir Ólafur. Íslandi, Noregi og Liechtenstein ber að bregðast þegar í stað við dómum EFTA-dómstólsins. Reynslan sýnir þó að ríki taka sér oft marga mánuði til að breyta lögum í samræmi við niðurstöðuna. „Ef ESA telur að Ísland hafi ekki brugðist við þessu innan hæfilegs tíma þá væri hægt að fara með nýtt samningsbrotamál. Þá myndi það snúast um skyldu Íslands til að hlíta dómi EFTA-dómstólsins. Það er sem betur fer sjaldgæft en það eru dæmi þess. Allavega Noregur hefur verið dæmdur fyrir að brjóta gegn skyldunni til að fylgja eftir dómi EFTA-dómstólsins,“ segir Ólafur. Í tilskipun 89/662, sem íslenska ríkið hefur brotið gegn í mörg ár, er kveðið á um að dýraheilbrigðiseftirlit með tilteknum landbúnaðarafurðum skuli lagt niður á innri markaði Evrópusambandsins. Kjarni málsins er að eftirlit með dýrasjúkdómum hefur þegar átt sér stað inni á innri markaðnum þegar landbúnaðarafurðir eru fluttar til annars ríkis. Tilgangurinn með umræddri tilskipun var að afnema þetta tvöfalda eftirlitskerfi og tryggja samræmt heilbrigðiseftirlit inni á innri markaðnum. Neytendur eiga að geta treyst því að hvar sem er inni á innri markaðnum sé gæða- og heilbrigðiseftirlitið það sama. Þessi einsleitni er í raun rauði þráðurinn í öllu regluverki Evrópusambandsins. Íslensk stjórnvöld mega í raun aðeins gera stikkprufur á innfluttu fersku kjöti, eggjum og ógerilsneyddri mjólk ef þau hafa rökstudda ástæðu til að ætla að eftirlit hafi verið ábótavant.Ekki valkostur að vera aftur stefnt vegna samningsbrots Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að það sé ekki valkostur að íslenska ríkið fái á sig aðra málshöfðun vegna samningsbrots vegna innflutnings á kjöti. „Það eru einungis þrjár vikur síðan dómurinn var kveðinn upp og ráðuneytið hefur á þeim tíma verið að skoða þetta. Viðbrögðin munu mótast af því að við virðum að sjálfsögðu samningsskyldur Íslands við EES-samninginn. Á sama tíma muni við standa vörð um heilnæmi búfjárstofna og varnir við sýklaónæmi og svo framvegis,“ segir Kristján Þór. Fulltrúar bænda eru mjög áhyggjufullir af áhrifum niðurfellingar leyfisveitingakerfisins á þeirra hagsmuni „Það er fullkomlega eðlilegt að menn hafi áhyggjur af þeirri stöðu á meðan það liggja ekki fyrir svör stjórnvalda hér með hvaða hætti við ætlum að bregðast við því. Þá er það skiljanlegt óöryggi,“ segir Kristján Þór.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira