Ferðamönnum býðst gisting í fólksbílum og tjöldum yfir áramótin Ingvar Þór Björnsson skrifar 9. desember 2017 14:07 Tapaðar tekjur Reykjavíkurborgar gætu numið hátt í milljarð vegna rangrar skráningar. Vísir/Anton Brink Gisting fyrir ferðamenn í Reykjavík yfir áramótahelgina er nánast uppbókuð. Um tvö prósent af því gistirými sem Airbnb býður upp á er ennþá laust og ekki er mikið úrval af lausum hótelherbergjum á vef Booking.com. Ísland hefur verið vinsæll áfangastaður ferðamanna á áramótunum síðustu ár og virðist það sama vera upp á teningnum í ár. Þetta kom fyrst fram í frétt Túrista.Boðið upp á ólöglega gistingu í tjöldum og tjaldvögnumMagn bíla, tjaldvagna og tjalda sem eru til leigu á Airbnb yfir nýársnótt vekur athygli en ferðamenn sem gista yfir áramótahelgina, 30. desember til 1. desember, í tjaldvagni á höfuðborgarsvæðinu borga um 60.000 krónur fyrir helgina. Þá er einnig hægt að leigja gamla Toyota Corolla með dýnu og tjaldi í skottinu fyrir rúmlega 17.000 krónur. Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að það sé ólíðandi að ferðamönnum bjóðist gamlir bílar til að gista í. „Þetta ber merki þess að vera kolólöglegt. Það er ólíðandi að ferðamönnum bjóðist gamlir bílar fyrir gistingu. Að menn séu að bjóða upp á tjöld og tjaldvagna yfir harða og kalda vetrarmánuði er náttúrulega eitthvað sem við viljum ekki sjá,“ segir hann. Þá segir hann nauðsynlegt að tekið sé hart á hlutum sem þessum og eftirlit aukið til muna. „Þarna eru menn ekki að huga að gæðum og öryggi. Þetta sýnir vel hversu óheft útbreiðsla Airbnb er,“ segir Skapti. „Við erum að sjá að það eru á milli fjögur og fimm þúsund einstaklingar sem eru að bjóða upp á gistirými á Airbnb en einungis tæplega þúsund aðilar hafa skráð gistinguna sem heimagistingu. Við viljum sjá hart tekið á svona hlutum.“Fjölskylduherbergi á 910.000 krónur á Hótel AdamHótelherbergi eru mörg hver uppbókuð yfir áramótahelgina og er verðlagið í hærri kantinum. Hótel Adam á Skólavörðustígnum rukkar um 910.000 krónur fyrir fjölskylduherbergi frá 30. desember til 2. janúar. Sjö hótel hafa enn herbergi fyrir fjölskyldur á sama tíma en um tuttugu hótel eru enn með rými fyrir einstaklinga eða pör. Ódýrasta gistingin fyrir fjölskyldu í Reykjavík yfir þessa daga er á 131.000. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Gisting fyrir ferðamenn í Reykjavík yfir áramótahelgina er nánast uppbókuð. Um tvö prósent af því gistirými sem Airbnb býður upp á er ennþá laust og ekki er mikið úrval af lausum hótelherbergjum á vef Booking.com. Ísland hefur verið vinsæll áfangastaður ferðamanna á áramótunum síðustu ár og virðist það sama vera upp á teningnum í ár. Þetta kom fyrst fram í frétt Túrista.Boðið upp á ólöglega gistingu í tjöldum og tjaldvögnumMagn bíla, tjaldvagna og tjalda sem eru til leigu á Airbnb yfir nýársnótt vekur athygli en ferðamenn sem gista yfir áramótahelgina, 30. desember til 1. desember, í tjaldvagni á höfuðborgarsvæðinu borga um 60.000 krónur fyrir helgina. Þá er einnig hægt að leigja gamla Toyota Corolla með dýnu og tjaldi í skottinu fyrir rúmlega 17.000 krónur. Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að það sé ólíðandi að ferðamönnum bjóðist gamlir bílar til að gista í. „Þetta ber merki þess að vera kolólöglegt. Það er ólíðandi að ferðamönnum bjóðist gamlir bílar fyrir gistingu. Að menn séu að bjóða upp á tjöld og tjaldvagna yfir harða og kalda vetrarmánuði er náttúrulega eitthvað sem við viljum ekki sjá,“ segir hann. Þá segir hann nauðsynlegt að tekið sé hart á hlutum sem þessum og eftirlit aukið til muna. „Þarna eru menn ekki að huga að gæðum og öryggi. Þetta sýnir vel hversu óheft útbreiðsla Airbnb er,“ segir Skapti. „Við erum að sjá að það eru á milli fjögur og fimm þúsund einstaklingar sem eru að bjóða upp á gistirými á Airbnb en einungis tæplega þúsund aðilar hafa skráð gistinguna sem heimagistingu. Við viljum sjá hart tekið á svona hlutum.“Fjölskylduherbergi á 910.000 krónur á Hótel AdamHótelherbergi eru mörg hver uppbókuð yfir áramótahelgina og er verðlagið í hærri kantinum. Hótel Adam á Skólavörðustígnum rukkar um 910.000 krónur fyrir fjölskylduherbergi frá 30. desember til 2. janúar. Sjö hótel hafa enn herbergi fyrir fjölskyldur á sama tíma en um tuttugu hótel eru enn með rými fyrir einstaklinga eða pör. Ódýrasta gistingin fyrir fjölskyldu í Reykjavík yfir þessa daga er á 131.000.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira