„Líf að færast í þennan risa sem er búinn að sofa í á þriðja hundrað ár“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. nóvember 2017 20:20 Öræfajökull minnir á sig þessa dagana en hann næst stærsta virka eldfjall Evrópu á eftir Etnu á Sikiley. vísir/gunnþóra Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir jarðhræringar í Öræfajökli síðustu daga sýna að líf sé að færast í þetta næst stærsta virka eldfjall Evrópu. Hann segir verstu sviðsmyndina vera stórgos eins og varð í jöklinum árið 1362 en í umfjöllun um Öræfajökul á Stjörnufræðivefnum segir meðal annars frá því að byggðin næst jöklinum, Litla-Hérað, eyddist í því gosi. Víðir ræddi um stöðuna varðandi Öræfajökul í Reykjavík síðdegis í dag. „Það er enn óvissustig í gildi. Við erum að reyna að skilja betur hvað er að gerast, það er þessi skjálftavirkni hefur verið dálítið undanfarið, svo þessi lykt [innsk. blm. brennisteinslykt við Kvíá sem rennur úr jöklinum], aukið rennsli í Kvíá og svo sigketillinn. Þetta allt sýnir okkur að það er líf að færast í þennan risa sem er búinn að sofa í á þriðja hundrað ár,“ segir Víðir en Öræfajökull gaus seinast árið 1727, og var það þá í annað skiptið sem eldgos varð í jöklinum síðan land byggðist.Allt kerfið sett upp á tærnar Víðir segir að það hafi þótt full ástæða til að setja á óvissustig en það þýði í raun það að verið sé að auka samráð milli aðila, auka eftirlit og „setja allt kerfið upp á tærnar,“ eins og hann orðar það. Það hefur því verið fundað stíft hjá Almannavörnum í dag auk þess sem vísindamenn reyna nú að komast að því hvað olli því að sigketillinn myndaðist í miðri öskju jökulsins. Meðal annars er verið að vinna úr sýnum sem tekin voru úr jöklinum um helgina. „Jarðefnafræðingar eru að vinna í því og það eru ekki komnar niðurstöður,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, í samtali við Þórhildi Þorkelsdóttur í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann kvaðst aðspurður vonast til þess að þær komi á morgun.“ „Þetta er dálítið flókið ferli og ýmislegt sem þarf að gera til þess að reyna að ná sem áreiðanlegustum niðurstöðum sem gefa eins áreiðanlegar vísbendingar og hægt er að fá.“Öræfajökull hefur gosið tvisvar síðan land byggðist, árið 1362 og 1727.vísir/garðarFerli sem gæti tekið vikur, mánuði eða jafnvel mörg ár Mjög skammur tími getur liðið, eða aðeins um tuttugu mínútur, frá því að hlaup hefst undan jöklinum, og þar til það nær byggð. Um helgina og í dag hefur verið unnið að viðbragðsáætlun ef gýs með tilheyrandi flóðahættu en fyrir liggur nýlegt hættumat fyrir svæðið og verður rýmingaráætlunin byggð á því. „Þetta gæti verið langt ferli, það getur líka hætt og sofnað. Svo gæti þetta verið vikur, mánuðir, ár jafnvel. Eyjafjallajökull tók sextán ár frá því hann fór fyrst að láta á sér kræla og þar til hann gaus. Tíminn verður að leiða þetta í ljós. Aðalatriðið er að vera viðbúinn því að þetta geti gerst og öll plön séu í lagi,“ sagði Magnús Tumi. Að sögn Víðis eru um 2000 manns á svæðinu yfir daginn og á kvöldin á þessum árstíma og 800 manns á nóttunni en 120 manns eru skráðir heimilis á svæðinu. Mikið er hins vegar um erlenda ferðamenn og margfaldast þessi fjöldi yfir sumartímann.Öskufallið tugir sentímetra Undirbúningur almannavarna miðast við verstu sviðsmyndina, gos í líkingu við það sem varð árið 1362, eins og áður segir. „Það var gríðarlega öflugt gos og sennilega með stærri gosum á sögulegum tíma. Því fylgdu gríðarlega aurflóð niður hlíðarnar og svo ofboðslegt öskufall og miklu meira en það sem við höfum séð,“ segir Víðir og bendir á gosið í Eyjafjallajökli 2010 og í Grímsvötnum 2011 til að setja hlutina í samhengi. „Ég veit ekki hvað margir muna eftir myndum sem sýndi skyggni á Kirkjubæjarklaustri í Grímsvatnagosinu 2011 þar sem menn sáu varla handa sinna skil. Öskufallið þá var einn sentímeter en við erum að tala um tugi sentímetra í Öræfunum,“ segir Víðir. Halda átti íbúafund í Öræfum annað kvöld en honum hefur verið frestað vegna slæmrar veðurspár. Verður ákveðið á morgun hvenær fundurinn verður. Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, segir íbúa á svæðinu halda ró sinni. Starfsfólk þjóðgarðsins sé viðbúið ef eitthvað frekar fer að gerast í fjallinu. „Það er náttúrulega mikil saga sem þetta fjall ber þannig að maður tekur það alveg alvarlega þegar það fer að ræskja sig,“ sagði Regína í samtali við Jóhann K. Jóhannsson í fréttum Stöðvar 2. Tengdar fréttir Öræfajökull að vakna aftur til lífs: „Verðum að fylgjast vel með“ Magnús Tumi fór yfir helstu tíðindi af Öræfajökli. 20. nóvember 2017 11:23 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir jarðhræringar í Öræfajökli síðustu daga sýna að líf sé að færast í þetta næst stærsta virka eldfjall Evrópu. Hann segir verstu sviðsmyndina vera stórgos eins og varð í jöklinum árið 1362 en í umfjöllun um Öræfajökul á Stjörnufræðivefnum segir meðal annars frá því að byggðin næst jöklinum, Litla-Hérað, eyddist í því gosi. Víðir ræddi um stöðuna varðandi Öræfajökul í Reykjavík síðdegis í dag. „Það er enn óvissustig í gildi. Við erum að reyna að skilja betur hvað er að gerast, það er þessi skjálftavirkni hefur verið dálítið undanfarið, svo þessi lykt [innsk. blm. brennisteinslykt við Kvíá sem rennur úr jöklinum], aukið rennsli í Kvíá og svo sigketillinn. Þetta allt sýnir okkur að það er líf að færast í þennan risa sem er búinn að sofa í á þriðja hundrað ár,“ segir Víðir en Öræfajökull gaus seinast árið 1727, og var það þá í annað skiptið sem eldgos varð í jöklinum síðan land byggðist.Allt kerfið sett upp á tærnar Víðir segir að það hafi þótt full ástæða til að setja á óvissustig en það þýði í raun það að verið sé að auka samráð milli aðila, auka eftirlit og „setja allt kerfið upp á tærnar,“ eins og hann orðar það. Það hefur því verið fundað stíft hjá Almannavörnum í dag auk þess sem vísindamenn reyna nú að komast að því hvað olli því að sigketillinn myndaðist í miðri öskju jökulsins. Meðal annars er verið að vinna úr sýnum sem tekin voru úr jöklinum um helgina. „Jarðefnafræðingar eru að vinna í því og það eru ekki komnar niðurstöður,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, í samtali við Þórhildi Þorkelsdóttur í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann kvaðst aðspurður vonast til þess að þær komi á morgun.“ „Þetta er dálítið flókið ferli og ýmislegt sem þarf að gera til þess að reyna að ná sem áreiðanlegustum niðurstöðum sem gefa eins áreiðanlegar vísbendingar og hægt er að fá.“Öræfajökull hefur gosið tvisvar síðan land byggðist, árið 1362 og 1727.vísir/garðarFerli sem gæti tekið vikur, mánuði eða jafnvel mörg ár Mjög skammur tími getur liðið, eða aðeins um tuttugu mínútur, frá því að hlaup hefst undan jöklinum, og þar til það nær byggð. Um helgina og í dag hefur verið unnið að viðbragðsáætlun ef gýs með tilheyrandi flóðahættu en fyrir liggur nýlegt hættumat fyrir svæðið og verður rýmingaráætlunin byggð á því. „Þetta gæti verið langt ferli, það getur líka hætt og sofnað. Svo gæti þetta verið vikur, mánuðir, ár jafnvel. Eyjafjallajökull tók sextán ár frá því hann fór fyrst að láta á sér kræla og þar til hann gaus. Tíminn verður að leiða þetta í ljós. Aðalatriðið er að vera viðbúinn því að þetta geti gerst og öll plön séu í lagi,“ sagði Magnús Tumi. Að sögn Víðis eru um 2000 manns á svæðinu yfir daginn og á kvöldin á þessum árstíma og 800 manns á nóttunni en 120 manns eru skráðir heimilis á svæðinu. Mikið er hins vegar um erlenda ferðamenn og margfaldast þessi fjöldi yfir sumartímann.Öskufallið tugir sentímetra Undirbúningur almannavarna miðast við verstu sviðsmyndina, gos í líkingu við það sem varð árið 1362, eins og áður segir. „Það var gríðarlega öflugt gos og sennilega með stærri gosum á sögulegum tíma. Því fylgdu gríðarlega aurflóð niður hlíðarnar og svo ofboðslegt öskufall og miklu meira en það sem við höfum séð,“ segir Víðir og bendir á gosið í Eyjafjallajökli 2010 og í Grímsvötnum 2011 til að setja hlutina í samhengi. „Ég veit ekki hvað margir muna eftir myndum sem sýndi skyggni á Kirkjubæjarklaustri í Grímsvatnagosinu 2011 þar sem menn sáu varla handa sinna skil. Öskufallið þá var einn sentímeter en við erum að tala um tugi sentímetra í Öræfunum,“ segir Víðir. Halda átti íbúafund í Öræfum annað kvöld en honum hefur verið frestað vegna slæmrar veðurspár. Verður ákveðið á morgun hvenær fundurinn verður. Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, segir íbúa á svæðinu halda ró sinni. Starfsfólk þjóðgarðsins sé viðbúið ef eitthvað frekar fer að gerast í fjallinu. „Það er náttúrulega mikil saga sem þetta fjall ber þannig að maður tekur það alveg alvarlega þegar það fer að ræskja sig,“ sagði Regína í samtali við Jóhann K. Jóhannsson í fréttum Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Öræfajökull að vakna aftur til lífs: „Verðum að fylgjast vel með“ Magnús Tumi fór yfir helstu tíðindi af Öræfajökli. 20. nóvember 2017 11:23 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Öræfajökull að vakna aftur til lífs: „Verðum að fylgjast vel með“ Magnús Tumi fór yfir helstu tíðindi af Öræfajökli. 20. nóvember 2017 11:23