Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2017 13:00 Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson. Vísir/Ernir Formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík klukkan hálf þrjú í dag þar sem meirihlutaviðræðum þeirra verður framhaldið. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að ríkisstjórn þessara þriggja flokka gæti tekið til starfa í lok næstu viku, ef allt gengur upp, og staðfestir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, það í samtali við Vísi. „Við erum ekki að sjá fram á að þetta klárist um helgina af því það er enn þá vinna eftir varðandi málefnasamninginn og einnig varðandi fjárlagagerð, þannig að það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín. Formennirnir hafa fundað stíft síðustu daga og sagði Sigurður Ingi við RÚV að næstu dagar færu í að leggja lokahönd á fjárlagafrumvarp, sem verður lagt fyrir þingið þegar það kemur saman í byrjun desember, samhliða því að ljúka meirihlutaviðræðunum. Hann sagði að flokksstofnanir flokkanna þriggja verði boðaðar til fundar í næstu viku þar sem þær ákveða hvort að fara eigi í þetta ríkisstjórnarsamstarf. Katrín segir í samtali við Vísi að þau atriði sem standa eftir í málefnavinnu flokkanna þriggja séu stór mál sem flokkarnir hafi í grundvallaratriðum ólíka sýn á. „Við erum að horfa á þetta sem eina heild. Ef að einn hnútur leysist, þá leysast hinir líka,“ segir Katrín. Spurð hvort að búið sé að raða niður ráðuneytum á flokka segir Katrín það mæta afgangi. „Við höfum tekið einn fund þar sem þessi mál voru rædd og ekkert hefur gerst í þeim síðan, enda munum við ekki gera það fyrr en við erum búin að loka málefnasamningnum.“ Hún segist vona að það muni ganga vel að raða niður ráðuneytum þegar að því kemur. „Það er bara ekkert sem maður er að hugsa um þessa stundina. Við tökum bara eitt skerf í einu.“ Málefnavinnan með Sigurði Inga og Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, hefur gengið ágætlega að hennar sögn. „Ég held að stjórnarmyndun sé alltaf flókin, ekki síst þegar flokkarnir eru ólíkir, en þetta hefur verið gengið ágætlega.“ Tengdar fréttir Skýrist á morgun hvort stjórnarsáttmáli klárast um eða fyrir helgina Formennirnir hafa fundað í Ráðherrabústaðnum í dag og miðar ágætlega að þeirra sögn. 22. nóvember 2017 19:15 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík klukkan hálf þrjú í dag þar sem meirihlutaviðræðum þeirra verður framhaldið. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að ríkisstjórn þessara þriggja flokka gæti tekið til starfa í lok næstu viku, ef allt gengur upp, og staðfestir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, það í samtali við Vísi. „Við erum ekki að sjá fram á að þetta klárist um helgina af því það er enn þá vinna eftir varðandi málefnasamninginn og einnig varðandi fjárlagagerð, þannig að það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín. Formennirnir hafa fundað stíft síðustu daga og sagði Sigurður Ingi við RÚV að næstu dagar færu í að leggja lokahönd á fjárlagafrumvarp, sem verður lagt fyrir þingið þegar það kemur saman í byrjun desember, samhliða því að ljúka meirihlutaviðræðunum. Hann sagði að flokksstofnanir flokkanna þriggja verði boðaðar til fundar í næstu viku þar sem þær ákveða hvort að fara eigi í þetta ríkisstjórnarsamstarf. Katrín segir í samtali við Vísi að þau atriði sem standa eftir í málefnavinnu flokkanna þriggja séu stór mál sem flokkarnir hafi í grundvallaratriðum ólíka sýn á. „Við erum að horfa á þetta sem eina heild. Ef að einn hnútur leysist, þá leysast hinir líka,“ segir Katrín. Spurð hvort að búið sé að raða niður ráðuneytum á flokka segir Katrín það mæta afgangi. „Við höfum tekið einn fund þar sem þessi mál voru rædd og ekkert hefur gerst í þeim síðan, enda munum við ekki gera það fyrr en við erum búin að loka málefnasamningnum.“ Hún segist vona að það muni ganga vel að raða niður ráðuneytum þegar að því kemur. „Það er bara ekkert sem maður er að hugsa um þessa stundina. Við tökum bara eitt skerf í einu.“ Málefnavinnan með Sigurði Inga og Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, hefur gengið ágætlega að hennar sögn. „Ég held að stjórnarmyndun sé alltaf flókin, ekki síst þegar flokkarnir eru ólíkir, en þetta hefur verið gengið ágætlega.“
Tengdar fréttir Skýrist á morgun hvort stjórnarsáttmáli klárast um eða fyrir helgina Formennirnir hafa fundað í Ráðherrabústaðnum í dag og miðar ágætlega að þeirra sögn. 22. nóvember 2017 19:15 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Skýrist á morgun hvort stjórnarsáttmáli klárast um eða fyrir helgina Formennirnir hafa fundað í Ráðherrabústaðnum í dag og miðar ágætlega að þeirra sögn. 22. nóvember 2017 19:15