Árásarmaðurinn í Kópavogi látinn laus Hulda Hólmkelsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 23. nóvember 2017 14:15 Maðurinn verður að líkindum kærður fyrir stórfellda líkamsárás af því hann sló Gunnlaug með steini. Vísir/Vilhelm Mennirnir þrír sem réðust inn á heimili Gunnlaugs Sigurðssonar í vesturbæ Kópavogs seint á þriðjudagskvöld, voru látnir lausir í gærkvöldi að loknum yfirheyrslum. Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum. Greint var frá því í gærmorgun að þrír menn hefðu ráðist inn á heimili í Vesturbæ Kópavogs rétt fyrir miðnætti á þriðjudagskvöld og gengið í skrokk á húsráðanda sem ætlaði að stugga við þeim. Við það hefði hann hlotið nokkra áverka, meðal annars misst meðvitund og nokkrar tennur. „Það er bara í ferli í rannsóknardeild og fer svo áfram til ákærusviðs,“ segir Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri í samtali við Vísi.Undir áhrifum fíkniefna „Þeir voru teknir eftir miðnætti þá höfðum við sólarhring til að tala við þá. Það þurfti aðeins að láta renna af þeim áður en hægt var að tala við þá,“ segir Gunnar en mennirnir voru undir áhrifum fíkniefna eða einhverra annars konar lyfja þegar brotið átti sér stað. Gunnar segir að allar líkur séu á að mennirnir verði ákærðir. „Það verður gert, þetta er bara í ferli.“Hefði getað verið verra Gunnlaugur var afar yfirvegaður þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann um málið í gær. Hann sagði lögreglumennina þó hafa tjáð sér að líklega yrði kært fyrir stórfellda líkamsárás. Sjálfur var hann efins um tilgang þess að kæra málið. „Maður hefði getað lent í miklu verra, þeir komu ekki með hafnaboltakylfur og rotuðu alla og tæmdu húsið, þetta var ekki svoleiðis. Þetta eru bara ógæfumenn,“ sagði Gunnlaugur. Sonur Gunnlaugs, knattspyrnukappinn Höskuldur Gunnlaugsson, tjáði sig um atvikið í morgun. „Mikið sem ég óska þess að ég hefði getað verið á staðnum, en pabbi gamli, sem nýverið varð 67 ára gamall, var allur hinn hressasti í gær,“ sagði Höskuldur. Tengdar fréttir Innbrotið í Kópavogi: Fannst klént að láta þjófinn fara eftir tannbrotið Gunnlaugur Sigurðsson segist ekkert hafa óttast þegar hann kom að óboðnum gesti á heimili hans undir miðnætti. 23. nóvember 2017 07:45 Brotist inn til foreldra Höskuldar: Kom upp reiði sem ég hef aldrei kynnst áður Fjölskylda Höskuldar Gunnlaugssonar lenti í óskemmtilegri lífsreynslu á dögunum. 23. nóvember 2017 11:15 Innbrotsþjófar réðust á húsráðanda í Kópavogi Þrír menn réðust á húsráðanda á sjötugsaldri í Melgerði. 22. nóvember 2017 06:49 Missti meðvitund og tennur eftir hrottalega árás innbrotsþjófa í Kópavogi Karlmaður á sjötugsaldri missti tennur og er blár og marinn eftir að innbrotsþjófar gengu í skrokk á honum. 22. nóvember 2017 11:57 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Mennirnir þrír sem réðust inn á heimili Gunnlaugs Sigurðssonar í vesturbæ Kópavogs seint á þriðjudagskvöld, voru látnir lausir í gærkvöldi að loknum yfirheyrslum. Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum. Greint var frá því í gærmorgun að þrír menn hefðu ráðist inn á heimili í Vesturbæ Kópavogs rétt fyrir miðnætti á þriðjudagskvöld og gengið í skrokk á húsráðanda sem ætlaði að stugga við þeim. Við það hefði hann hlotið nokkra áverka, meðal annars misst meðvitund og nokkrar tennur. „Það er bara í ferli í rannsóknardeild og fer svo áfram til ákærusviðs,“ segir Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri í samtali við Vísi.Undir áhrifum fíkniefna „Þeir voru teknir eftir miðnætti þá höfðum við sólarhring til að tala við þá. Það þurfti aðeins að láta renna af þeim áður en hægt var að tala við þá,“ segir Gunnar en mennirnir voru undir áhrifum fíkniefna eða einhverra annars konar lyfja þegar brotið átti sér stað. Gunnar segir að allar líkur séu á að mennirnir verði ákærðir. „Það verður gert, þetta er bara í ferli.“Hefði getað verið verra Gunnlaugur var afar yfirvegaður þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann um málið í gær. Hann sagði lögreglumennina þó hafa tjáð sér að líklega yrði kært fyrir stórfellda líkamsárás. Sjálfur var hann efins um tilgang þess að kæra málið. „Maður hefði getað lent í miklu verra, þeir komu ekki með hafnaboltakylfur og rotuðu alla og tæmdu húsið, þetta var ekki svoleiðis. Þetta eru bara ógæfumenn,“ sagði Gunnlaugur. Sonur Gunnlaugs, knattspyrnukappinn Höskuldur Gunnlaugsson, tjáði sig um atvikið í morgun. „Mikið sem ég óska þess að ég hefði getað verið á staðnum, en pabbi gamli, sem nýverið varð 67 ára gamall, var allur hinn hressasti í gær,“ sagði Höskuldur.
Tengdar fréttir Innbrotið í Kópavogi: Fannst klént að láta þjófinn fara eftir tannbrotið Gunnlaugur Sigurðsson segist ekkert hafa óttast þegar hann kom að óboðnum gesti á heimili hans undir miðnætti. 23. nóvember 2017 07:45 Brotist inn til foreldra Höskuldar: Kom upp reiði sem ég hef aldrei kynnst áður Fjölskylda Höskuldar Gunnlaugssonar lenti í óskemmtilegri lífsreynslu á dögunum. 23. nóvember 2017 11:15 Innbrotsþjófar réðust á húsráðanda í Kópavogi Þrír menn réðust á húsráðanda á sjötugsaldri í Melgerði. 22. nóvember 2017 06:49 Missti meðvitund og tennur eftir hrottalega árás innbrotsþjófa í Kópavogi Karlmaður á sjötugsaldri missti tennur og er blár og marinn eftir að innbrotsþjófar gengu í skrokk á honum. 22. nóvember 2017 11:57 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Innbrotið í Kópavogi: Fannst klént að láta þjófinn fara eftir tannbrotið Gunnlaugur Sigurðsson segist ekkert hafa óttast þegar hann kom að óboðnum gesti á heimili hans undir miðnætti. 23. nóvember 2017 07:45
Brotist inn til foreldra Höskuldar: Kom upp reiði sem ég hef aldrei kynnst áður Fjölskylda Höskuldar Gunnlaugssonar lenti í óskemmtilegri lífsreynslu á dögunum. 23. nóvember 2017 11:15
Innbrotsþjófar réðust á húsráðanda í Kópavogi Þrír menn réðust á húsráðanda á sjötugsaldri í Melgerði. 22. nóvember 2017 06:49
Missti meðvitund og tennur eftir hrottalega árás innbrotsþjófa í Kópavogi Karlmaður á sjötugsaldri missti tennur og er blár og marinn eftir að innbrotsþjófar gengu í skrokk á honum. 22. nóvember 2017 11:57