„Við erum við bryggjuna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 09:57 Formennirnir þrír í Ráðherrabústaðnum í liðinni viku þar sem þau hafa fundað um myndun nýrrar ríkisstjórnar. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að flokkarnir þrír sem átt hafa í stjórnarmyndunarviðræðum síðastliðnar tvær vikur, það er Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn, væru ekki að boða flokksstofnanir til funda í vikunni nema þau væru komin það langt í viðræðunum að þau sæu fram á að ljúka málinu. Þá væntir hann þess að formennirnir nái að ganga frá lausum endum í viðræðunum í dag. „Það er búið að vera planið fyrir helgi að við sjáum til lands og við settum okkur það markmið að ljúka þessu núna um helgina. Auðvitað myndum við ekki boða flokksstofnanir í vikunni nema við værum komin það langt,“ sagði Sigurður Ingi í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um stjórnarmyndunina. Honum var þá bent á það af þáttastjórnendum að það væri ekki það sama að sjá til lands og vera kominn í land og var spurður að því hvort að formennirnir væru við bryggjuna í viðræðunum. „Já, við erum við bryggjuna,“ svaraði Sigurður Ingi þá. Formennirnir þrír funda fyrir hádegi í dag og munu svo eiga fund með stjórnarandstöðunni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag, áður en þau funda með þingflokkum sínum klukkan 13. Á þingflokksfundunum verður inntak málefnasamningsins að öllum líkindum kynnt og flokksstofnanir verða síðan boðaðar til funda en Sigurður Ingi sagði í Bítinu að það sé þá stefnt að því að þær komi saman á miðvikudagskvöld. Flokksstofnanirnar þurfa að samþykkja málefnasamninginn svo af ríkisstjórnarsamstarfinum verði. „Við erum komin á þann stað að við erum að ljúka lausum endum í dag og ef það gengur upp, sem ég vænti, þá boðum við þessar flokksstofnanir til funda,“ sagði Sigurður Ingi. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að gangi allt eftir sé stefnt að því að fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar verði föstudaginn 1. desember næstkomandi, á 99 ára fullveldisafmæli Íslands. Hlusta má á viðtalið við Sigurð Inga í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Allir vilja fá samgöngumálin Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. 27. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að flokkarnir þrír sem átt hafa í stjórnarmyndunarviðræðum síðastliðnar tvær vikur, það er Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn, væru ekki að boða flokksstofnanir til funda í vikunni nema þau væru komin það langt í viðræðunum að þau sæu fram á að ljúka málinu. Þá væntir hann þess að formennirnir nái að ganga frá lausum endum í viðræðunum í dag. „Það er búið að vera planið fyrir helgi að við sjáum til lands og við settum okkur það markmið að ljúka þessu núna um helgina. Auðvitað myndum við ekki boða flokksstofnanir í vikunni nema við værum komin það langt,“ sagði Sigurður Ingi í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um stjórnarmyndunina. Honum var þá bent á það af þáttastjórnendum að það væri ekki það sama að sjá til lands og vera kominn í land og var spurður að því hvort að formennirnir væru við bryggjuna í viðræðunum. „Já, við erum við bryggjuna,“ svaraði Sigurður Ingi þá. Formennirnir þrír funda fyrir hádegi í dag og munu svo eiga fund með stjórnarandstöðunni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag, áður en þau funda með þingflokkum sínum klukkan 13. Á þingflokksfundunum verður inntak málefnasamningsins að öllum líkindum kynnt og flokksstofnanir verða síðan boðaðar til funda en Sigurður Ingi sagði í Bítinu að það sé þá stefnt að því að þær komi saman á miðvikudagskvöld. Flokksstofnanirnar þurfa að samþykkja málefnasamninginn svo af ríkisstjórnarsamstarfinum verði. „Við erum komin á þann stað að við erum að ljúka lausum endum í dag og ef það gengur upp, sem ég vænti, þá boðum við þessar flokksstofnanir til funda,“ sagði Sigurður Ingi. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að gangi allt eftir sé stefnt að því að fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar verði föstudaginn 1. desember næstkomandi, á 99 ára fullveldisafmæli Íslands. Hlusta má á viðtalið við Sigurð Inga í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Allir vilja fá samgöngumálin Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. 27. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira
Allir vilja fá samgöngumálin Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. 27. nóvember 2017 06:00