„Við erum við bryggjuna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 09:57 Formennirnir þrír í Ráðherrabústaðnum í liðinni viku þar sem þau hafa fundað um myndun nýrrar ríkisstjórnar. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að flokkarnir þrír sem átt hafa í stjórnarmyndunarviðræðum síðastliðnar tvær vikur, það er Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn, væru ekki að boða flokksstofnanir til funda í vikunni nema þau væru komin það langt í viðræðunum að þau sæu fram á að ljúka málinu. Þá væntir hann þess að formennirnir nái að ganga frá lausum endum í viðræðunum í dag. „Það er búið að vera planið fyrir helgi að við sjáum til lands og við settum okkur það markmið að ljúka þessu núna um helgina. Auðvitað myndum við ekki boða flokksstofnanir í vikunni nema við værum komin það langt,“ sagði Sigurður Ingi í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um stjórnarmyndunina. Honum var þá bent á það af þáttastjórnendum að það væri ekki það sama að sjá til lands og vera kominn í land og var spurður að því hvort að formennirnir væru við bryggjuna í viðræðunum. „Já, við erum við bryggjuna,“ svaraði Sigurður Ingi þá. Formennirnir þrír funda fyrir hádegi í dag og munu svo eiga fund með stjórnarandstöðunni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag, áður en þau funda með þingflokkum sínum klukkan 13. Á þingflokksfundunum verður inntak málefnasamningsins að öllum líkindum kynnt og flokksstofnanir verða síðan boðaðar til funda en Sigurður Ingi sagði í Bítinu að það sé þá stefnt að því að þær komi saman á miðvikudagskvöld. Flokksstofnanirnar þurfa að samþykkja málefnasamninginn svo af ríkisstjórnarsamstarfinum verði. „Við erum komin á þann stað að við erum að ljúka lausum endum í dag og ef það gengur upp, sem ég vænti, þá boðum við þessar flokksstofnanir til funda,“ sagði Sigurður Ingi. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að gangi allt eftir sé stefnt að því að fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar verði föstudaginn 1. desember næstkomandi, á 99 ára fullveldisafmæli Íslands. Hlusta má á viðtalið við Sigurð Inga í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Allir vilja fá samgöngumálin Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. 27. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að flokkarnir þrír sem átt hafa í stjórnarmyndunarviðræðum síðastliðnar tvær vikur, það er Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn, væru ekki að boða flokksstofnanir til funda í vikunni nema þau væru komin það langt í viðræðunum að þau sæu fram á að ljúka málinu. Þá væntir hann þess að formennirnir nái að ganga frá lausum endum í viðræðunum í dag. „Það er búið að vera planið fyrir helgi að við sjáum til lands og við settum okkur það markmið að ljúka þessu núna um helgina. Auðvitað myndum við ekki boða flokksstofnanir í vikunni nema við værum komin það langt,“ sagði Sigurður Ingi í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi um stjórnarmyndunina. Honum var þá bent á það af þáttastjórnendum að það væri ekki það sama að sjá til lands og vera kominn í land og var spurður að því hvort að formennirnir væru við bryggjuna í viðræðunum. „Já, við erum við bryggjuna,“ svaraði Sigurður Ingi þá. Formennirnir þrír funda fyrir hádegi í dag og munu svo eiga fund með stjórnarandstöðunni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag, áður en þau funda með þingflokkum sínum klukkan 13. Á þingflokksfundunum verður inntak málefnasamningsins að öllum líkindum kynnt og flokksstofnanir verða síðan boðaðar til funda en Sigurður Ingi sagði í Bítinu að það sé þá stefnt að því að þær komi saman á miðvikudagskvöld. Flokksstofnanirnar þurfa að samþykkja málefnasamninginn svo af ríkisstjórnarsamstarfinum verði. „Við erum komin á þann stað að við erum að ljúka lausum endum í dag og ef það gengur upp, sem ég vænti, þá boðum við þessar flokksstofnanir til funda,“ sagði Sigurður Ingi. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að gangi allt eftir sé stefnt að því að fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar verði föstudaginn 1. desember næstkomandi, á 99 ára fullveldisafmæli Íslands. Hlusta má á viðtalið við Sigurð Inga í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Allir vilja fá samgöngumálin Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. 27. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Allir vilja fá samgöngumálin Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks munu funda í hádeginu í dag um innihald stjórnarsáttmála flokkanna. 27. nóvember 2017 06:00