Ferðamennirnir skelkaðir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 20:00 Hæsta viðbúnaðarstigi hefur verið lýst yfir á indónesísku eyjunni Balí og um hundruð þúsund þurft að yfirgefa heimili sín þar sem óttast er að eldfjallið Agung byrji að gjósa á næstu dögum. Íslendingur, sem er strandaglópur á Balí, segist finna fyrir nokkurri hræðslu meðal ferðamanna. Efsta stigs viðvörun var gefin út í dag vegna eldgossins í Agung, en slík viðvörun gefur til kynna að stórt eldgos sé yfirvofandi og að töluvert öskufall verði vegna þess. Um hundrað þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín, eða öllum sem búa í tíu kílómetra radíus. Þá hafa flugfélög aflýst ferðum sínum af ótta við öskuský og flugvelli eyjunnar verið lokað. Því eru þúsundir ferðamanna strandaglópar á eyjunni, en Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir er einn þeirra. Vinkonurnar eru í heimsreisu, en fyrirhuguð heimferð er 20. desember nk.„Heimafólkið er nokkuð rólegt. Það eru aðallega ferðamennirnir sem eru svolítið skelkaðir og fólkið sem býr nálægt fjallinu sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Í fyrradag vorum við um tuttugu kílómetrum frá fjallinu og þá sáum við gosmökkinn og þá var voðalega dimmt yfir öllu. Við heyrðum aðeins í drunum úr fjallinu en núna erum við aðeins lengra frá og erum eiginlega bara ekkert varar við gosið,“ segir Elma, sem er nú um fimmtíu kílómetrum frá fjallinu. Elma er í heimsreisu ásamt vinkonu sinni og áttu þær flug í gær til Ástralíu. Flugi þeirra var hins vegar aflýst og segjast þær vona að þetta muni ekki setja ferðaplön þeirra í algjört uppnám. „Það var eitthvað flogið í gær en núna er búið að aflýsa öllu flugi til og frá eyjunni. Við fengum nýtt flug 29. nóvember, en það lítur allt úr fyrir að við þurfum að vera hérna lengur. Eina sem við getum gert er að vona það besta,“ segir Elma. Agung hefur ekki gosið í meira en hálfa öld, en síðast þegar það gerðist, árið 1963, fórust um sextán hundruð manns. Tengdar fréttir Gosmökkur rís upp í fjögur þúsund metra hæð Gríðarlegan reykjarmökk leggur nú frá eldfjallinu Agung á indónesísku eyjunni Balí en stólparnir hafa náð allt að fjögurra kílómetra hæð. 26. nóvember 2017 08:15 Rúmlega fimm þúsund ferðamenn komast ekki heim sökum eldgossins Rauð viðvörun hefur verið gefin út vegna eldgossins í Agung á Balí en slík viðvörunin gefur til kynna að stórt eldgos sé yfirvofandi og að töluvert öskufall verði vegna þess. 26. nóvember 2017 22:00 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira
Hæsta viðbúnaðarstigi hefur verið lýst yfir á indónesísku eyjunni Balí og um hundruð þúsund þurft að yfirgefa heimili sín þar sem óttast er að eldfjallið Agung byrji að gjósa á næstu dögum. Íslendingur, sem er strandaglópur á Balí, segist finna fyrir nokkurri hræðslu meðal ferðamanna. Efsta stigs viðvörun var gefin út í dag vegna eldgossins í Agung, en slík viðvörun gefur til kynna að stórt eldgos sé yfirvofandi og að töluvert öskufall verði vegna þess. Um hundrað þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín, eða öllum sem búa í tíu kílómetra radíus. Þá hafa flugfélög aflýst ferðum sínum af ótta við öskuský og flugvelli eyjunnar verið lokað. Því eru þúsundir ferðamanna strandaglópar á eyjunni, en Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir er einn þeirra. Vinkonurnar eru í heimsreisu, en fyrirhuguð heimferð er 20. desember nk.„Heimafólkið er nokkuð rólegt. Það eru aðallega ferðamennirnir sem eru svolítið skelkaðir og fólkið sem býr nálægt fjallinu sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Í fyrradag vorum við um tuttugu kílómetrum frá fjallinu og þá sáum við gosmökkinn og þá var voðalega dimmt yfir öllu. Við heyrðum aðeins í drunum úr fjallinu en núna erum við aðeins lengra frá og erum eiginlega bara ekkert varar við gosið,“ segir Elma, sem er nú um fimmtíu kílómetrum frá fjallinu. Elma er í heimsreisu ásamt vinkonu sinni og áttu þær flug í gær til Ástralíu. Flugi þeirra var hins vegar aflýst og segjast þær vona að þetta muni ekki setja ferðaplön þeirra í algjört uppnám. „Það var eitthvað flogið í gær en núna er búið að aflýsa öllu flugi til og frá eyjunni. Við fengum nýtt flug 29. nóvember, en það lítur allt úr fyrir að við þurfum að vera hérna lengur. Eina sem við getum gert er að vona það besta,“ segir Elma. Agung hefur ekki gosið í meira en hálfa öld, en síðast þegar það gerðist, árið 1963, fórust um sextán hundruð manns.
Tengdar fréttir Gosmökkur rís upp í fjögur þúsund metra hæð Gríðarlegan reykjarmökk leggur nú frá eldfjallinu Agung á indónesísku eyjunni Balí en stólparnir hafa náð allt að fjögurra kílómetra hæð. 26. nóvember 2017 08:15 Rúmlega fimm þúsund ferðamenn komast ekki heim sökum eldgossins Rauð viðvörun hefur verið gefin út vegna eldgossins í Agung á Balí en slík viðvörunin gefur til kynna að stórt eldgos sé yfirvofandi og að töluvert öskufall verði vegna þess. 26. nóvember 2017 22:00 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira
Gosmökkur rís upp í fjögur þúsund metra hæð Gríðarlegan reykjarmökk leggur nú frá eldfjallinu Agung á indónesísku eyjunni Balí en stólparnir hafa náð allt að fjögurra kílómetra hæð. 26. nóvember 2017 08:15
Rúmlega fimm þúsund ferðamenn komast ekki heim sökum eldgossins Rauð viðvörun hefur verið gefin út vegna eldgossins í Agung á Balí en slík viðvörunin gefur til kynna að stórt eldgos sé yfirvofandi og að töluvert öskufall verði vegna þess. 26. nóvember 2017 22:00