Framsóknarmenn alsælir með sáttmálann Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2017 15:03 Framsóknarmenn ætla að koma saman í Bændahöllinni, hafa það huggulegt og leggja blessun sína yfir stjórnarsáttmálann. visir/anton brink Samkvæmt heimildum Vísis mun stjórnarsáttmálinn nýi verða samþykktur innan Framsóknarflokksins án þess að þar muni nokkur svo mikið sem depla auga. Að sögn eins Framsóknarmanns sem Vísir ræddi við stendur til að samþykkja þetta annað kvöld; við ætlum að koma saman í Bændahöllinni klukkan átta og hafa það huggulegt, sagði einn viðmælandi Vísis úr innsta hring. Nýr stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks liggur fyrir og hefur verið kynntur þingflokkunum. Næsta skref er að flokksráð flokkanna taki sáttmálann til athugunar og samþykktar eða synjunar eftir atvikum. Sá er fyrirvarinn sem Katrín slær í samtölum við fréttamenn en reyndar láta fáir sér það til hugar koma að stjórnarsáttmálinn verði ekki samþykktur á þeim vettvangi.VG-liðar munu líklega kyngja óánægju sinniAugu manna hafa einkum beinst að Vinstri grænum og bullandi óánægju innan VG með þetta væntanlega stjórnarsamstarf. Þó sú ánægja grundvallist á einhverju allt öðru en því sem mun koma fram í stjórnarsáttmálanum mun flokksráðið ekki gera neitt sem kemur sér illa fyrir formanninn. Vísbendingar um slíkt mátti sjá í könnun sem sérlegur hópur stuðningsmanna Katrínar, sem jafnframt tilheyrir flokkráðinu, kynnti til sögunnar í gær. Flokksráðið kemur saman klukkan 17 á morgun, á Grand Hótel, og er ráðgert að fundað verði til klukkan 21 þá um kvöldið.Sjálfstæðismenn fylgja sínum formanni í blíðu og stríðuSjálfstæðismenn munu einnig koma saman til að fjalla um nýjan stjórnarsáttmála á sínum vettvangi en ekki er búist við öðru en sáttmálinn verði samþykktur. Þó hugsanlega standi það í einhverjum flokkshollum Sjálfstæðismanninum að þetta mun meðal annars þýða það að Steingrímur J. Sigfússon, sem lengi hefur verið einn höfuðandstæðingur þeirra, muni nú leiddur í vegs og virðingar. En, flokksmenn munu ekki gera neitt sem kemur formanni þeirra í bobba. En, Framsóknarmenn munu hins vegar ekki hafa neitt við stjórnarsáttmálann að athuga og búa sig undir notalega kvöldstund. Tengdar fréttir Katrín fær umboðið og stefnt á stjórnarskipti á fimmtudag Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til stjórnarmyndunar. 28. nóvember 2017 11:00 Andi Steingríms J mun svífa yfir vötnum um ókomna tíð Egill Helgason segir nánast fullvíst að Steingrímur J. Sigfússon verði forseti sameinaðs Alþingis. 28. nóvember 2017 14:11 Kraumandi óánægjan brýst út á vegg Kolbeins Kolbeinn Óttarsson Proppé fær það óþvegið á Facebookvegg sínum. 27. nóvember 2017 11:42 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis mun stjórnarsáttmálinn nýi verða samþykktur innan Framsóknarflokksins án þess að þar muni nokkur svo mikið sem depla auga. Að sögn eins Framsóknarmanns sem Vísir ræddi við stendur til að samþykkja þetta annað kvöld; við ætlum að koma saman í Bændahöllinni klukkan átta og hafa það huggulegt, sagði einn viðmælandi Vísis úr innsta hring. Nýr stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks liggur fyrir og hefur verið kynntur þingflokkunum. Næsta skref er að flokksráð flokkanna taki sáttmálann til athugunar og samþykktar eða synjunar eftir atvikum. Sá er fyrirvarinn sem Katrín slær í samtölum við fréttamenn en reyndar láta fáir sér það til hugar koma að stjórnarsáttmálinn verði ekki samþykktur á þeim vettvangi.VG-liðar munu líklega kyngja óánægju sinniAugu manna hafa einkum beinst að Vinstri grænum og bullandi óánægju innan VG með þetta væntanlega stjórnarsamstarf. Þó sú ánægja grundvallist á einhverju allt öðru en því sem mun koma fram í stjórnarsáttmálanum mun flokksráðið ekki gera neitt sem kemur sér illa fyrir formanninn. Vísbendingar um slíkt mátti sjá í könnun sem sérlegur hópur stuðningsmanna Katrínar, sem jafnframt tilheyrir flokkráðinu, kynnti til sögunnar í gær. Flokksráðið kemur saman klukkan 17 á morgun, á Grand Hótel, og er ráðgert að fundað verði til klukkan 21 þá um kvöldið.Sjálfstæðismenn fylgja sínum formanni í blíðu og stríðuSjálfstæðismenn munu einnig koma saman til að fjalla um nýjan stjórnarsáttmála á sínum vettvangi en ekki er búist við öðru en sáttmálinn verði samþykktur. Þó hugsanlega standi það í einhverjum flokkshollum Sjálfstæðismanninum að þetta mun meðal annars þýða það að Steingrímur J. Sigfússon, sem lengi hefur verið einn höfuðandstæðingur þeirra, muni nú leiddur í vegs og virðingar. En, flokksmenn munu ekki gera neitt sem kemur formanni þeirra í bobba. En, Framsóknarmenn munu hins vegar ekki hafa neitt við stjórnarsáttmálann að athuga og búa sig undir notalega kvöldstund.
Tengdar fréttir Katrín fær umboðið og stefnt á stjórnarskipti á fimmtudag Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til stjórnarmyndunar. 28. nóvember 2017 11:00 Andi Steingríms J mun svífa yfir vötnum um ókomna tíð Egill Helgason segir nánast fullvíst að Steingrímur J. Sigfússon verði forseti sameinaðs Alþingis. 28. nóvember 2017 14:11 Kraumandi óánægjan brýst út á vegg Kolbeins Kolbeinn Óttarsson Proppé fær það óþvegið á Facebookvegg sínum. 27. nóvember 2017 11:42 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Katrín fær umboðið og stefnt á stjórnarskipti á fimmtudag Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til stjórnarmyndunar. 28. nóvember 2017 11:00
Andi Steingríms J mun svífa yfir vötnum um ókomna tíð Egill Helgason segir nánast fullvíst að Steingrímur J. Sigfússon verði forseti sameinaðs Alþingis. 28. nóvember 2017 14:11
Kraumandi óánægjan brýst út á vegg Kolbeins Kolbeinn Óttarsson Proppé fær það óþvegið á Facebookvegg sínum. 27. nóvember 2017 11:42