Framsóknarmenn alsælir með sáttmálann Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2017 15:03 Framsóknarmenn ætla að koma saman í Bændahöllinni, hafa það huggulegt og leggja blessun sína yfir stjórnarsáttmálann. visir/anton brink Samkvæmt heimildum Vísis mun stjórnarsáttmálinn nýi verða samþykktur innan Framsóknarflokksins án þess að þar muni nokkur svo mikið sem depla auga. Að sögn eins Framsóknarmanns sem Vísir ræddi við stendur til að samþykkja þetta annað kvöld; við ætlum að koma saman í Bændahöllinni klukkan átta og hafa það huggulegt, sagði einn viðmælandi Vísis úr innsta hring. Nýr stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks liggur fyrir og hefur verið kynntur þingflokkunum. Næsta skref er að flokksráð flokkanna taki sáttmálann til athugunar og samþykktar eða synjunar eftir atvikum. Sá er fyrirvarinn sem Katrín slær í samtölum við fréttamenn en reyndar láta fáir sér það til hugar koma að stjórnarsáttmálinn verði ekki samþykktur á þeim vettvangi.VG-liðar munu líklega kyngja óánægju sinniAugu manna hafa einkum beinst að Vinstri grænum og bullandi óánægju innan VG með þetta væntanlega stjórnarsamstarf. Þó sú ánægja grundvallist á einhverju allt öðru en því sem mun koma fram í stjórnarsáttmálanum mun flokksráðið ekki gera neitt sem kemur sér illa fyrir formanninn. Vísbendingar um slíkt mátti sjá í könnun sem sérlegur hópur stuðningsmanna Katrínar, sem jafnframt tilheyrir flokkráðinu, kynnti til sögunnar í gær. Flokksráðið kemur saman klukkan 17 á morgun, á Grand Hótel, og er ráðgert að fundað verði til klukkan 21 þá um kvöldið.Sjálfstæðismenn fylgja sínum formanni í blíðu og stríðuSjálfstæðismenn munu einnig koma saman til að fjalla um nýjan stjórnarsáttmála á sínum vettvangi en ekki er búist við öðru en sáttmálinn verði samþykktur. Þó hugsanlega standi það í einhverjum flokkshollum Sjálfstæðismanninum að þetta mun meðal annars þýða það að Steingrímur J. Sigfússon, sem lengi hefur verið einn höfuðandstæðingur þeirra, muni nú leiddur í vegs og virðingar. En, flokksmenn munu ekki gera neitt sem kemur formanni þeirra í bobba. En, Framsóknarmenn munu hins vegar ekki hafa neitt við stjórnarsáttmálann að athuga og búa sig undir notalega kvöldstund. Tengdar fréttir Katrín fær umboðið og stefnt á stjórnarskipti á fimmtudag Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til stjórnarmyndunar. 28. nóvember 2017 11:00 Andi Steingríms J mun svífa yfir vötnum um ókomna tíð Egill Helgason segir nánast fullvíst að Steingrímur J. Sigfússon verði forseti sameinaðs Alþingis. 28. nóvember 2017 14:11 Kraumandi óánægjan brýst út á vegg Kolbeins Kolbeinn Óttarsson Proppé fær það óþvegið á Facebookvegg sínum. 27. nóvember 2017 11:42 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis mun stjórnarsáttmálinn nýi verða samþykktur innan Framsóknarflokksins án þess að þar muni nokkur svo mikið sem depla auga. Að sögn eins Framsóknarmanns sem Vísir ræddi við stendur til að samþykkja þetta annað kvöld; við ætlum að koma saman í Bændahöllinni klukkan átta og hafa það huggulegt, sagði einn viðmælandi Vísis úr innsta hring. Nýr stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks liggur fyrir og hefur verið kynntur þingflokkunum. Næsta skref er að flokksráð flokkanna taki sáttmálann til athugunar og samþykktar eða synjunar eftir atvikum. Sá er fyrirvarinn sem Katrín slær í samtölum við fréttamenn en reyndar láta fáir sér það til hugar koma að stjórnarsáttmálinn verði ekki samþykktur á þeim vettvangi.VG-liðar munu líklega kyngja óánægju sinniAugu manna hafa einkum beinst að Vinstri grænum og bullandi óánægju innan VG með þetta væntanlega stjórnarsamstarf. Þó sú ánægja grundvallist á einhverju allt öðru en því sem mun koma fram í stjórnarsáttmálanum mun flokksráðið ekki gera neitt sem kemur sér illa fyrir formanninn. Vísbendingar um slíkt mátti sjá í könnun sem sérlegur hópur stuðningsmanna Katrínar, sem jafnframt tilheyrir flokkráðinu, kynnti til sögunnar í gær. Flokksráðið kemur saman klukkan 17 á morgun, á Grand Hótel, og er ráðgert að fundað verði til klukkan 21 þá um kvöldið.Sjálfstæðismenn fylgja sínum formanni í blíðu og stríðuSjálfstæðismenn munu einnig koma saman til að fjalla um nýjan stjórnarsáttmála á sínum vettvangi en ekki er búist við öðru en sáttmálinn verði samþykktur. Þó hugsanlega standi það í einhverjum flokkshollum Sjálfstæðismanninum að þetta mun meðal annars þýða það að Steingrímur J. Sigfússon, sem lengi hefur verið einn höfuðandstæðingur þeirra, muni nú leiddur í vegs og virðingar. En, flokksmenn munu ekki gera neitt sem kemur formanni þeirra í bobba. En, Framsóknarmenn munu hins vegar ekki hafa neitt við stjórnarsáttmálann að athuga og búa sig undir notalega kvöldstund.
Tengdar fréttir Katrín fær umboðið og stefnt á stjórnarskipti á fimmtudag Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til stjórnarmyndunar. 28. nóvember 2017 11:00 Andi Steingríms J mun svífa yfir vötnum um ókomna tíð Egill Helgason segir nánast fullvíst að Steingrímur J. Sigfússon verði forseti sameinaðs Alþingis. 28. nóvember 2017 14:11 Kraumandi óánægjan brýst út á vegg Kolbeins Kolbeinn Óttarsson Proppé fær það óþvegið á Facebookvegg sínum. 27. nóvember 2017 11:42 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira
Katrín fær umboðið og stefnt á stjórnarskipti á fimmtudag Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til stjórnarmyndunar. 28. nóvember 2017 11:00
Andi Steingríms J mun svífa yfir vötnum um ókomna tíð Egill Helgason segir nánast fullvíst að Steingrímur J. Sigfússon verði forseti sameinaðs Alþingis. 28. nóvember 2017 14:11
Kraumandi óánægjan brýst út á vegg Kolbeins Kolbeinn Óttarsson Proppé fær það óþvegið á Facebookvegg sínum. 27. nóvember 2017 11:42