Algjört úrræðaleysi fyrir börn í vanda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. nóvember 2017 19:45 Samtökin Olnbogabörn og Týndu börnin ákváðu í gær að sameinast og beita sér fyrir einstaklingsbundnum og fjölbreyttum úrræðum fyrir börn og ungmenni í vanda. Samtökin segja algjöran skort á viðeigandi meðferðarrúræðum og segja að grípa þurfi til aðgerða – því líf séu í húfi. Hjörnleifur Björnsson, einn sjö stjórnarmeðlima í nýjum samtökum Olnbogabarna/Týndu barnanna, segir að úrræðum hafi fækkað statt og stöðugt á undanförnum árum. „Barnavernd og Barnaverndarstofa hafa á móti elt svokallað MST úrræði, sem er mjög flott úrræði, en getur engan veginn komið börnum til bjargar sem eru komin í svona mikinn vanda. Þetta eru börnin sem við erum fyrst og fremst að tala um – börn í miklum vanda sem sæta úrræðaleysi vegna þess að það er verið að loka heimilum og meðferðarheimilum. Og þegar á þetta er bent þá benda þeir á nýtt meðferðarheimili sem ekki einu sinni er búið að taka skóflustugnuna að,“ segir Hjörleifur, en MST er meðferðarrúræði fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda, og að óbreyttu kæmi til vistunar barns utan heimilisMikil þöggun Berglind Hólm Harðardóttir, sem er einnig í stjórn samtakanna, tekur undir þessi orð og undirstrikar á sama tíma mikilvægi þess að í boði séu einstaklingsbundin úrræði fyrir alla. „Það er svo mikil þöggun. Ef þið mynduð sjá hvað við erum að missa mörg börn. Sem dæmi er móðir meðal okkar í hópnum sem vill fara með forvarnir inn í skólana. Dóttir hennar dó þegar hún var fimmtán ára – fyrir þremur árum,“ segir hún. Þau segja að fyrirbyggjandi aðgerða sé einnig þörf, ekki síst hjá börnum með áhættuhegðun, og taka fram að með tilkomu samfélagsmiðla sé aðgengi að fíkniefnum stöðugt að aukast. „Með tilkomu þessa rafræna heims þá erum við að sjá að aðgengi barna að fíkniefnum hefur stóraukist. Fyrir utan það að við erum að sjá – líkt og Vogur bendir á – að efnin eru orðin hreinni og orðin harðari, ódýrari jafnvel. Það er ekki verið að bregðast við þessu, engan veginn. Þessu er öllu ýtt á fjölskyldurnar. Og á meðan eru þær á einhverjum biðlistum sem hæfa ekki;“ segir Hjörleifur.Neyslan að harðna Berglind segir að líf séu í húfi. „Við viljum bara berjast fyrir því að börnin okkar fái úrræði, einstaklingsmiðuð úrræði. Því líf og framtíð eru í húfi. Það eru svo mörg börn að deyja og fólk gerir sér ekki grein fyrir því, vegna þess að það kemur ekki fram í fjölmiðlum. Ástandið er hræðilegt. Neyslan er að harðna.“ Reynslusögur foreldra barna í vanda séu óteljandi. „Það eru alltof ung börn til dæmis að lenda inn á neyðarvist á Stuðlum, sem eru þar jafnvel með hörðnuðum eldri unglingum, þar sem smithættan er orðin augljós og gríðarleg. Við erum að sjá það að barna sem reynir sjálfsvíg og er farið í örvæntingu á BUGL fær jafnvel að vera þar í eina viku áður en því er vísað heim. Viðkvæðið er síðan biðlistar, fjárskortur og pólitík,“ segir Hjörleifur. Berglind og Hjörleifur hvetja alla þá sem láta sig málefnið varða og vettlingi geta valdið að taka þátt í starfi Olnbogabarna, en það er hægt í gegnum Facebook síðu þeirra.Viðtalið við Hjörleif og Berglindi má sjá spilaranum hér að ofan. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Samtökin Olnbogabörn og Týndu börnin ákváðu í gær að sameinast og beita sér fyrir einstaklingsbundnum og fjölbreyttum úrræðum fyrir börn og ungmenni í vanda. Samtökin segja algjöran skort á viðeigandi meðferðarrúræðum og segja að grípa þurfi til aðgerða – því líf séu í húfi. Hjörnleifur Björnsson, einn sjö stjórnarmeðlima í nýjum samtökum Olnbogabarna/Týndu barnanna, segir að úrræðum hafi fækkað statt og stöðugt á undanförnum árum. „Barnavernd og Barnaverndarstofa hafa á móti elt svokallað MST úrræði, sem er mjög flott úrræði, en getur engan veginn komið börnum til bjargar sem eru komin í svona mikinn vanda. Þetta eru börnin sem við erum fyrst og fremst að tala um – börn í miklum vanda sem sæta úrræðaleysi vegna þess að það er verið að loka heimilum og meðferðarheimilum. Og þegar á þetta er bent þá benda þeir á nýtt meðferðarheimili sem ekki einu sinni er búið að taka skóflustugnuna að,“ segir Hjörleifur, en MST er meðferðarrúræði fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda, og að óbreyttu kæmi til vistunar barns utan heimilisMikil þöggun Berglind Hólm Harðardóttir, sem er einnig í stjórn samtakanna, tekur undir þessi orð og undirstrikar á sama tíma mikilvægi þess að í boði séu einstaklingsbundin úrræði fyrir alla. „Það er svo mikil þöggun. Ef þið mynduð sjá hvað við erum að missa mörg börn. Sem dæmi er móðir meðal okkar í hópnum sem vill fara með forvarnir inn í skólana. Dóttir hennar dó þegar hún var fimmtán ára – fyrir þremur árum,“ segir hún. Þau segja að fyrirbyggjandi aðgerða sé einnig þörf, ekki síst hjá börnum með áhættuhegðun, og taka fram að með tilkomu samfélagsmiðla sé aðgengi að fíkniefnum stöðugt að aukast. „Með tilkomu þessa rafræna heims þá erum við að sjá að aðgengi barna að fíkniefnum hefur stóraukist. Fyrir utan það að við erum að sjá – líkt og Vogur bendir á – að efnin eru orðin hreinni og orðin harðari, ódýrari jafnvel. Það er ekki verið að bregðast við þessu, engan veginn. Þessu er öllu ýtt á fjölskyldurnar. Og á meðan eru þær á einhverjum biðlistum sem hæfa ekki;“ segir Hjörleifur.Neyslan að harðna Berglind segir að líf séu í húfi. „Við viljum bara berjast fyrir því að börnin okkar fái úrræði, einstaklingsmiðuð úrræði. Því líf og framtíð eru í húfi. Það eru svo mörg börn að deyja og fólk gerir sér ekki grein fyrir því, vegna þess að það kemur ekki fram í fjölmiðlum. Ástandið er hræðilegt. Neyslan er að harðna.“ Reynslusögur foreldra barna í vanda séu óteljandi. „Það eru alltof ung börn til dæmis að lenda inn á neyðarvist á Stuðlum, sem eru þar jafnvel með hörðnuðum eldri unglingum, þar sem smithættan er orðin augljós og gríðarleg. Við erum að sjá það að barna sem reynir sjálfsvíg og er farið í örvæntingu á BUGL fær jafnvel að vera þar í eina viku áður en því er vísað heim. Viðkvæðið er síðan biðlistar, fjárskortur og pólitík,“ segir Hjörleifur. Berglind og Hjörleifur hvetja alla þá sem láta sig málefnið varða og vettlingi geta valdið að taka þátt í starfi Olnbogabarna, en það er hægt í gegnum Facebook síðu þeirra.Viðtalið við Hjörleif og Berglindi má sjá spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira